Innan við helmingur heimila með fullnægjandi eldvarnir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 19:00 Sex hafa látið lífið í fjórum eldsvoðum á þessu ári og hafa dauðsföll af völdum bruna ekki verið fleiri á einu ári undanfarinn áratug. Þá er brunavörnum ábótavant á tæplega helmingi heimila landsins. Tveimur eldvarnaátökum var ýtt úr vör í dag. Slökkvilið landsins hafa farið í tæplega 280 útköll á þessu ári og af þeim eru 90 með hæsta forgang. Þetta er mun meira en síðustu ár. Þá hafa 6 hafa látið lífið í 4 eldsvoðum á árinu en yfirleitt hafa dauðsföllin verið um eitt til tvö á ári. Orsakir um 620 eldsvoða frá 2018 ár eru margvíslegar má nefna að tíu eldsvoðar eru raktir til fikts barna, 30 til framkvæmda, 63 til íkveikju og í 140 tilfellum eru orsökin ókunn. Ertu eldklár? Hús og mannvirkjastofnun hóf landsátakið Eldklár í dag. „Í fyrsta lagi er þetta skelfilega ár þegar kemur að eldsvoðum að líða undir lok. Við skynjum mikinn óhug hjá almenningi og viljum koma inn, fræða og bregðast við þessari stöðu,“ segir Eyrún Viktorsdóttir forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Hús og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki. Eyrún segir að átakið fara fram á öllu landinu. „Við verðum með myndbönd á heimasíðunni okkar , hms.is og bjóðum fólki að taka þátt í átakinu með því að skrá sig til leiks og svo fær viðkomandi gátlista og fer yfir hvað er í lagi og hvað ekki. Það sem þarf að vera til á öllum heimilum eru reykskynjarar í rýmum, eldvarnarteppi og handslökkvitæki. Þá þarf flóttaáætlun að vera klár, helst á tveimur stöðum,“ segir Eyrún.. Eldvarnarátak slökkviliðsmanna Eldvarnarbandalagið kynnti svo nýja Gallup könnun í gær þar sem fram kemur að fullnægjandi brunavarnir eru aðeins á tæpum helmingi heimila. Það er aðeins einn eða engin reykskynjari á ríflega fjórðungi heimila en mörg heimili eru með slökkvitæki. Þá eru eldvarnir lakastar í fjölbýli. Slökkviliðsmenn hófu líka eldvarnarátak í dag. Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni var kennt að nota handslökkvitæki þegar átakið hófst.Vísir/Sigurjón Eldvarnarátak slökkviliðsmanna hófst einnig í dag og í ár er sjónum beint af þriðju bekkingum grunnskóla og fjölskyldum þeirra. Þríeykið svokallaða fékk að spreyta sig á að slökkva eld í dag þegar átakið var kynnt. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði eftir að hafa spreytt sig á handslökkvitæki: „Ég hefði kannski freistast til að slökkva í með vatni hefði kviknað í þegar við gerum laufabrauðin, en nú veit ég hvernig á að gera þetta og vatn á fitu er algjörlega bannað,“ sagði Þórólfur. Eldur og brennisteinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. 30. júní 2020 19:00 Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Reglur um starfsskyldu allra á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað voru uppfærðar á dögunum. 19. mars 2020 15:39 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Sex hafa látið lífið í fjórum eldsvoðum á þessu ári og hafa dauðsföll af völdum bruna ekki verið fleiri á einu ári undanfarinn áratug. Þá er brunavörnum ábótavant á tæplega helmingi heimila landsins. Tveimur eldvarnaátökum var ýtt úr vör í dag. Slökkvilið landsins hafa farið í tæplega 280 útköll á þessu ári og af þeim eru 90 með hæsta forgang. Þetta er mun meira en síðustu ár. Þá hafa 6 hafa látið lífið í 4 eldsvoðum á árinu en yfirleitt hafa dauðsföllin verið um eitt til tvö á ári. Orsakir um 620 eldsvoða frá 2018 ár eru margvíslegar má nefna að tíu eldsvoðar eru raktir til fikts barna, 30 til framkvæmda, 63 til íkveikju og í 140 tilfellum eru orsökin ókunn. Ertu eldklár? Hús og mannvirkjastofnun hóf landsátakið Eldklár í dag. „Í fyrsta lagi er þetta skelfilega ár þegar kemur að eldsvoðum að líða undir lok. Við skynjum mikinn óhug hjá almenningi og viljum koma inn, fræða og bregðast við þessari stöðu,“ segir Eyrún Viktorsdóttir forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Hús og mannvirkjastofnun á Sauðárkróki. Eyrún segir að átakið fara fram á öllu landinu. „Við verðum með myndbönd á heimasíðunni okkar , hms.is og bjóðum fólki að taka þátt í átakinu með því að skrá sig til leiks og svo fær viðkomandi gátlista og fer yfir hvað er í lagi og hvað ekki. Það sem þarf að vera til á öllum heimilum eru reykskynjarar í rýmum, eldvarnarteppi og handslökkvitæki. Þá þarf flóttaáætlun að vera klár, helst á tveimur stöðum,“ segir Eyrún.. Eldvarnarátak slökkviliðsmanna Eldvarnarbandalagið kynnti svo nýja Gallup könnun í gær þar sem fram kemur að fullnægjandi brunavarnir eru aðeins á tæpum helmingi heimila. Það er aðeins einn eða engin reykskynjari á ríflega fjórðungi heimila en mörg heimili eru með slökkvitæki. Þá eru eldvarnir lakastar í fjölbýli. Slökkviliðsmenn hófu líka eldvarnarátak í dag. Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni var kennt að nota handslökkvitæki þegar átakið hófst.Vísir/Sigurjón Eldvarnarátak slökkviliðsmanna hófst einnig í dag og í ár er sjónum beint af þriðju bekkingum grunnskóla og fjölskyldum þeirra. Þríeykið svokallaða fékk að spreyta sig á að slökkva eld í dag þegar átakið var kynnt. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir sagði eftir að hafa spreytt sig á handslökkvitæki: „Ég hefði kannski freistast til að slökkva í með vatni hefði kviknað í þegar við gerum laufabrauðin, en nú veit ég hvernig á að gera þetta og vatn á fitu er algjörlega bannað,“ sagði Þórólfur.
Eldur og brennisteinn Húsnæðismál Vinnumarkaður Lögreglumál Slökkvilið Tengdar fréttir Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40 Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. 30. júní 2020 19:00 Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Reglur um starfsskyldu allra á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað voru uppfærðar á dögunum. 19. mars 2020 15:39 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Húsnæði lokað vegna lélegra brunavarna Dæmi eru um að húsnæði þar sem fólk býr hafi verið lokað eftir úttekt Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í framhaldi brunans á Bræðraborgarstíg 12. júlí 2020 18:40
Þarf meira fjármagn og mannskap ef auka á eldvarnareftirlit Slökkviliðsstjóri segir slökkviliðið ekki í stakk búið til að taka út brunavarnir á heimilum fólks, líkt og velt var upp á fundi Velferðarnefndar í dag. Félagsmálaráðherra segir að skoða þurfi hvort hámark verði sett á lögheimilisskráningar á hvert heimili í kjölfar brunans við Bræðraborgarstíg. 30. júní 2020 19:00
Ráðherra uppfærir reglur um starfsskyldu borgara á hættustundu Reglur um starfsskyldu allra á aldrinum 18 til 65 ára til að starfa í hjálparliði almannavarna sé þess óskað voru uppfærðar á dögunum. 19. mars 2020 15:39