Gamlar vínylplötur seljast sem aldrei fyrr Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2020 19:00 Góði hirðirinn annar vart eftirspurn og mun opna nýja 300 fermetra verslun við Hverfisgötu á fimmtudag og fram yfir jól. Vínilplötur seljast sem aldrei fyrr og unga fólkið er farið að sækja meira í nytjavörur. Meðalverð í Góða hirðinum er 276 krónur. „Maður sér að það er gríðarlega mikil endurnýjun hjá fólki. Undanfarin ár hefur kaupmáttur aukist hjá fólki og svo er það ekki að ferðast á covid-tímum, þannig að framkvæmdagleðin virðist hafa tekið völdin. Við erum að fá mikið af vörum inn til okkar í góðu ástandi,” segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Verslunin er hin glæsilegasta. Vísir/Sigurjón Ólason Hún segir aðí Góða hirðinum við Fellsmúla sé röð út á götu nánast allan daginn og því hafi verið tekin ákvörðun um að opna svokallaða pop-up verslun, sem verður opin fram yfir jól og hugsanlega lengur. Allur hagnaður rennur óskertur til góðgerðarsamtaka, eftir að leiga og laun hafa verið greidd. „Þetta hefur hlaupið á nokkur hundruð milljónum frá stofnun Góða hirðisins. Þetta voru tæplega tuttugu milljónir í fyrra og stundum allt að fjörutíu milljóna framlög frá okkur einstök ár,” segir Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur í samskiptum hjá Sorpu. Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur hjá Sorpu, bendir á að allur hagnaður renni óskertur til góðgerðarmála. Vísir/Sigurjón Ólason Þau segja fólk einnig sækja í Góða hirðinn nostalgíunnar vegna, en sala á vínylplötum hefur verið óvenju mikil að undanförnu. „Platan kostar 200 krónur og það eru eiginlega allir að koma sér upp núna plötuspilara á heimilinu. Það er nostalgía í þessu,” segir Ruth. Verslunin verður opnuð klukkan 11 á fimmtudag en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Góða hirðisins. Eitthvað fyrir alla í versluninni. Vísir/Sigurjón Ólason Verslun Reykjavík Sorpa Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira
Góði hirðirinn annar vart eftirspurn og mun opna nýja 300 fermetra verslun við Hverfisgötu á fimmtudag og fram yfir jól. Vínilplötur seljast sem aldrei fyrr og unga fólkið er farið að sækja meira í nytjavörur. Meðalverð í Góða hirðinum er 276 krónur. „Maður sér að það er gríðarlega mikil endurnýjun hjá fólki. Undanfarin ár hefur kaupmáttur aukist hjá fólki og svo er það ekki að ferðast á covid-tímum, þannig að framkvæmdagleðin virðist hafa tekið völdin. Við erum að fá mikið af vörum inn til okkar í góðu ástandi,” segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins. Verslunin er hin glæsilegasta. Vísir/Sigurjón Ólason Hún segir aðí Góða hirðinum við Fellsmúla sé röð út á götu nánast allan daginn og því hafi verið tekin ákvörðun um að opna svokallaða pop-up verslun, sem verður opin fram yfir jól og hugsanlega lengur. Allur hagnaður rennur óskertur til góðgerðarsamtaka, eftir að leiga og laun hafa verið greidd. „Þetta hefur hlaupið á nokkur hundruð milljónum frá stofnun Góða hirðisins. Þetta voru tæplega tuttugu milljónir í fyrra og stundum allt að fjörutíu milljóna framlög frá okkur einstök ár,” segir Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur í samskiptum hjá Sorpu. Gunnar Dofri Ólafsson, sérfræðingur hjá Sorpu, bendir á að allur hagnaður renni óskertur til góðgerðarmála. Vísir/Sigurjón Ólason Þau segja fólk einnig sækja í Góða hirðinn nostalgíunnar vegna, en sala á vínylplötum hefur verið óvenju mikil að undanförnu. „Platan kostar 200 krónur og það eru eiginlega allir að koma sér upp núna plötuspilara á heimilinu. Það er nostalgía í þessu,” segir Ruth. Verslunin verður opnuð klukkan 11 á fimmtudag en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Góða hirðisins. Eitthvað fyrir alla í versluninni. Vísir/Sigurjón Ólason
Verslun Reykjavík Sorpa Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Fleiri fréttir Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Sjá meira