Grímunotkun geri okkur kleift að gera meira Sylvía Hall skrifar 16. nóvember 2020 22:01 Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir á Landspítalanum. Vísir/Arnar Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum, telur útbreiddari grímunotkun gera það að verkum að mögulegt sé að halda úti ákveðinni starfsemi sem ekki var möguleg á fyrri stigum faraldursins þegar ekki var mælt með grímunotkun. Sóttvarnayfirvöld séu stöðugt að læra af reynslunni og þurfi að meta hverju sinni hvaða skref skuli taka. „Ég held að það að nota grímur, og að það sé mikil grímunotkun, leyfi okkur ýmislegt sem við gátum ekki gert fyrr í faraldrinum þegar grímunotkun var ekki eins útbreidd. Það myndi sérstaklega eiga við um þessa einyrkjastarfsemi þar sem er mjög auðvelt að tryggja að þessir örfáu einstaklingar sem eru inni í rýminu hverju sinni séu að beita viðeigandi sóttvörnum,“ sagði Jón Magnús í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir grímunotkun geta oft tryggt fullnægjandi sóttvarnaráðstafanir og lágmarka þannig hættuna á dreifingu kórónuveirunnar í ákveðnum aðstæðum. Þó tekur hann undir orð Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðings Bandaríkjanna, að líklega þurfi fólk að nota grímur og huga að sóttvörnum þó svo að bólusetning hefjist. Helsta hættan væri á að hópfaraldur færi af stað á meðan samfélagið biði eftir viðeigandi vörn. „Við getum ekki gert ráð fyrir því að þegar bóluefnið kemur að 90 prósent fólks verði bólusett einn, tveir og bingó og þá verði allt búið. Það þarf vanalega að gefa þetta fyrst þeim sem eru í mestri áhættu á alvarlegum sjúkdómi. Svo þarf að tryggja það að aðrir hópar innan samfélagsins fái þetta líka,“ sagði Jón Magnús. „Þetta tekur tíma.“ Frábærar fréttir af bóluefnaþróun Bóluefni sem bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna hefur verið með í þróun veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Fyrirtækið greindi frá þessu þegar kynntar voru fyrstu niðurstöður úr rannsóknum. Niðurstöðurnar voru birtar um viku eftir að lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti um sambærilegar niðurstöður sínar. Bóluefni Pfizer sýndi 90 prósent vörn gegn veirunni, sem þótti fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Jón Magnús segir fregnirnar gríðarlega jákvæðar. „Það eru náttúrulega frábærar fréttir. Það sem er kannski jákvæðast er að Pfizer-bóluefnið og Moderna-bóluefnið, þetta eru algjörlega aðskildar stofnanir, aðskilin bóluefni og aðskilin aðferðafræði. Samt erum við að ná þessum árangri með tveimur aðskildum einstökum bóluefnum sem nota sömu aðferðafræði, þetta RNA-erfðaefnis bóluefni,“ segir Jón Magnús. „Þetta eru náttúrulega frábærar fréttir, að þarna erum við að sjá árangur á tveimur mismunandi vígstöðvum.“ Handabandið verður sjaldnar notað Aðspurður hvort hann búist við því að venjur fólks muni breytast eftir heimsfaraldur, samkomubann og fjarlægðartakmarkanir segist Jón Magnús búast við því. „Ég sé fram á að það verði kannski einhver breyting. Ég hugsa að við verðum núna opnari fyrir grímunotkun varðandi faraldra annarra öndunarfærasýkingar. Hvort það verði dramatískar breytingar veit maður ekki.“ Sjálfur telur hann þó líklegt að hann hvíli handabandið, enda sé það algeng smitleið. „Ég held að handabandið verði ekki lengur hluti af minni venju.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Tengdar fréttir Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. 16. nóvember 2020 17:32 Bóluefni sem geymist í venjulegum ísskáp veitir Moderna byr í seglin Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að bóluefni Moderna og Pfizer virðist bæði afar góð og metur fréttir dagsins frábærar. 16. nóvember 2020 15:28 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Jón Magnús Jóhannesson, sérnámslæknir í lyflækningum á Landspítalanum, telur útbreiddari grímunotkun gera það að verkum að mögulegt sé að halda úti ákveðinni starfsemi sem ekki var möguleg á fyrri stigum faraldursins þegar ekki var mælt með grímunotkun. Sóttvarnayfirvöld séu stöðugt að læra af reynslunni og þurfi að meta hverju sinni hvaða skref skuli taka. „Ég held að það að nota grímur, og að það sé mikil grímunotkun, leyfi okkur ýmislegt sem við gátum ekki gert fyrr í faraldrinum þegar grímunotkun var ekki eins útbreidd. Það myndi sérstaklega eiga við um þessa einyrkjastarfsemi þar sem er mjög auðvelt að tryggja að þessir örfáu einstaklingar sem eru inni í rýminu hverju sinni séu að beita viðeigandi sóttvörnum,“ sagði Jón Magnús í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir grímunotkun geta oft tryggt fullnægjandi sóttvarnaráðstafanir og lágmarka þannig hættuna á dreifingu kórónuveirunnar í ákveðnum aðstæðum. Þó tekur hann undir orð Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðings Bandaríkjanna, að líklega þurfi fólk að nota grímur og huga að sóttvörnum þó svo að bólusetning hefjist. Helsta hættan væri á að hópfaraldur færi af stað á meðan samfélagið biði eftir viðeigandi vörn. „Við getum ekki gert ráð fyrir því að þegar bóluefnið kemur að 90 prósent fólks verði bólusett einn, tveir og bingó og þá verði allt búið. Það þarf vanalega að gefa þetta fyrst þeim sem eru í mestri áhættu á alvarlegum sjúkdómi. Svo þarf að tryggja það að aðrir hópar innan samfélagsins fái þetta líka,“ sagði Jón Magnús. „Þetta tekur tíma.“ Frábærar fréttir af bóluefnaþróun Bóluefni sem bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna hefur verið með í þróun veitir 95 prósent vörn gegn kórónuveirunni. Fyrirtækið greindi frá þessu þegar kynntar voru fyrstu niðurstöður úr rannsóknum. Niðurstöðurnar voru birtar um viku eftir að lyfjafyrirtækið Pfizer tilkynnti um sambærilegar niðurstöður sínar. Bóluefni Pfizer sýndi 90 prósent vörn gegn veirunni, sem þótti fram úr björtustu vonum sérfræðinga. Jón Magnús segir fregnirnar gríðarlega jákvæðar. „Það eru náttúrulega frábærar fréttir. Það sem er kannski jákvæðast er að Pfizer-bóluefnið og Moderna-bóluefnið, þetta eru algjörlega aðskildar stofnanir, aðskilin bóluefni og aðskilin aðferðafræði. Samt erum við að ná þessum árangri með tveimur aðskildum einstökum bóluefnum sem nota sömu aðferðafræði, þetta RNA-erfðaefnis bóluefni,“ segir Jón Magnús. „Þetta eru náttúrulega frábærar fréttir, að þarna erum við að sjá árangur á tveimur mismunandi vígstöðvum.“ Handabandið verður sjaldnar notað Aðspurður hvort hann búist við því að venjur fólks muni breytast eftir heimsfaraldur, samkomubann og fjarlægðartakmarkanir segist Jón Magnús búast við því. „Ég sé fram á að það verði kannski einhver breyting. Ég hugsa að við verðum núna opnari fyrir grímunotkun varðandi faraldra annarra öndunarfærasýkingar. Hvort það verði dramatískar breytingar veit maður ekki.“ Sjálfur telur hann þó líklegt að hann hvíli handabandið, enda sé það algeng smitleið. „Ég held að handabandið verði ekki lengur hluti af minni venju.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Tengdar fréttir Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. 16. nóvember 2020 17:32 Bóluefni sem geymist í venjulegum ísskáp veitir Moderna byr í seglin Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að bóluefni Moderna og Pfizer virðist bæði afar góð og metur fréttir dagsins frábærar. 16. nóvember 2020 15:28 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Fleiri fréttir Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Sjá meira
Moderna-bóluefnið virðist vernda sérstaklega gegn alvarlegum veikindum Prófessor í ónæmisfræði segir að geymsluþol nýs bóluefnis lyfjafyrirtækisins Moderna muni koma sér vel fyrir fátækari ríki, sem ekki eigi jafnauðvelt með að geyma bóluefni í miklu frosti. 16. nóvember 2020 17:32
Bóluefni sem geymist í venjulegum ísskáp veitir Moderna byr í seglin Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að bóluefni Moderna og Pfizer virðist bæði afar góð og metur fréttir dagsins frábærar. 16. nóvember 2020 15:28