Með nál á bólakaf í handlegg Daníel Þór Friðriksson skrifar 16. nóvember 2020 18:00 Mikið hefur verið rætt um bólusetningar síðustu daga. Eftir tæpt ár af nýjum reglum um samkomubönn, sótttkví og almenn leiðindi, er bólusetning á næsta ári fyrir mörgum ljósið í enda gangnanna. Ég hræðist ekki margt, en nálar og sprautur eru vissulega eitt af því. Í hvert sinn sem ég fer í sprautu eða blóðprufu fæ ég hnút í magan, verð náfölur og bið hjúkrunarfræðinginn um að láta mig vita þegar því er lokið svo ég þurfi ekki að sjá nálina, þá gæti liðið yfir mig. Hann segir þá oftast ,,Hvað er þetta þú ert með tattú þannig þú getur ekki verið hræddur við smá nál”. Þetta er ekki sambærilegt! Bólusetningar eru nauðsynlegar og bjarga ótal mannslífa. Þær eru eitt þeirra fjölmörgu athafna sem við þurfum á að halda og hafa fylgt okkur í gegnum lífsleiðina. Sú fyrsta þegar við erum aðeins þriggja mánaða gömul. Má því ekki gefa sér að allir viti hvað bólusetning er og hvernig þær fara fram? Fjölmiðlafólk er aldeilis ekki á þeim buxunum. Af einhverjum undarlegum ástæðum er ekki hægt að fjalla um málefni heilbrigðiskerfisins, ekki einu sinni fjármál þess án þess að sjá myndbrot úr safni fréttastofu sýni nál á bólakaf í handlegg. Þetta er ekki einu sinni alltaf sama myndbrotið, svo virðist vera að myndatökumenn fari reglulega í ferðir á heilsugæslur og spítala til að bæta nýjum sprautu myndum í safnið? Já, maður spyr sig. Leiða má líkur á því að fréttastofur landsins hafi tekið ákvörðun um að í hvert sinn sem rætt er um heilbrigðiskerfið sé ákveðin vinnuregla að sýna nálastungur ásamt öðru myndefni tekið á svipuðum slóðum. Erfitt er að gera sér grein fyrir raunverulegum ástæðum fyrir því. Við þurfum ekki myndskeið af ofbeldi eða bílslysum þegar fjallað er um slík mál, eins þurfum við ekki myndir af sprautum, þær bæta engu við innihald fréttarinnar. Ég gantast stundum með það að ég viti lítið sem ekkert um málefni heilbrigðiskerfisins þar sem ég hraðspóla yfirleitt yfir þær fréttir, bara til öryggis ef það skyldi leynast sprauta þar. Ég veit það eru fleiri þarna úti sem búa við þessa nálafóbíu, sem kippast við, loka augunum og fyllist ónotum yfir þessum fréttum, svo að þau fari ekki á mis við mikilvægar fréttir eins og ég. Hættið að fylla fréttatímann af sprautum! Höfundur er kennaranemi með króníska nálafóbíu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um bólusetningar síðustu daga. Eftir tæpt ár af nýjum reglum um samkomubönn, sótttkví og almenn leiðindi, er bólusetning á næsta ári fyrir mörgum ljósið í enda gangnanna. Ég hræðist ekki margt, en nálar og sprautur eru vissulega eitt af því. Í hvert sinn sem ég fer í sprautu eða blóðprufu fæ ég hnút í magan, verð náfölur og bið hjúkrunarfræðinginn um að láta mig vita þegar því er lokið svo ég þurfi ekki að sjá nálina, þá gæti liðið yfir mig. Hann segir þá oftast ,,Hvað er þetta þú ert með tattú þannig þú getur ekki verið hræddur við smá nál”. Þetta er ekki sambærilegt! Bólusetningar eru nauðsynlegar og bjarga ótal mannslífa. Þær eru eitt þeirra fjölmörgu athafna sem við þurfum á að halda og hafa fylgt okkur í gegnum lífsleiðina. Sú fyrsta þegar við erum aðeins þriggja mánaða gömul. Má því ekki gefa sér að allir viti hvað bólusetning er og hvernig þær fara fram? Fjölmiðlafólk er aldeilis ekki á þeim buxunum. Af einhverjum undarlegum ástæðum er ekki hægt að fjalla um málefni heilbrigðiskerfisins, ekki einu sinni fjármál þess án þess að sjá myndbrot úr safni fréttastofu sýni nál á bólakaf í handlegg. Þetta er ekki einu sinni alltaf sama myndbrotið, svo virðist vera að myndatökumenn fari reglulega í ferðir á heilsugæslur og spítala til að bæta nýjum sprautu myndum í safnið? Já, maður spyr sig. Leiða má líkur á því að fréttastofur landsins hafi tekið ákvörðun um að í hvert sinn sem rætt er um heilbrigðiskerfið sé ákveðin vinnuregla að sýna nálastungur ásamt öðru myndefni tekið á svipuðum slóðum. Erfitt er að gera sér grein fyrir raunverulegum ástæðum fyrir því. Við þurfum ekki myndskeið af ofbeldi eða bílslysum þegar fjallað er um slík mál, eins þurfum við ekki myndir af sprautum, þær bæta engu við innihald fréttarinnar. Ég gantast stundum með það að ég viti lítið sem ekkert um málefni heilbrigðiskerfisins þar sem ég hraðspóla yfirleitt yfir þær fréttir, bara til öryggis ef það skyldi leynast sprauta þar. Ég veit það eru fleiri þarna úti sem búa við þessa nálafóbíu, sem kippast við, loka augunum og fyllist ónotum yfir þessum fréttum, svo að þau fari ekki á mis við mikilvægar fréttir eins og ég. Hættið að fylla fréttatímann af sprautum! Höfundur er kennaranemi með króníska nálafóbíu
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun