Grunaður um brot gegn barni yfir tólf ára tímabil Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2020 13:10 Héraðsdómur Suðurlands er staðsettur á Selfossi en þetta mál fer fram í sal dómsins í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á Suðurlandi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gegn stúlku frá því hún var fjögurra ára og til fimmtán ára aldurs. Málið var þingfest í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Lýsingar í ákæru eru eðli máls samkvæmt ófagrar og er ástæða til að vara viðkvæma lesendur við frekari lestri. Þannig er karlmanninum gefið að sök að hafa brotið á stúlkunni í fjölda ótilgreindra skipta. Brotin hafi meðal annars átt sér stað á heimili stúlkunnar. Fram kemur að hann hafi beitt stúlkuna ólögmætri nauðung vegna yfirburðastöðu sinnar gagnvart henni. Þannig hafi hann haft við hana kynferðismök önnur en samræði. Meðal annars með því að setja fingur í leggöng, sleikja kynfæri og láta stúlkuna hafa við sig munnmök. Þá á hann sömuleiðis að hafa áreitt hana kynferðislega með því að snerta og nudda kynfæri hennar, kyssa hana tungukossi, láta hana snerta kynfæri sín og fróað sjálfum sér margsinnis á meðan uns hann hafði sáðlát. Í eitt skipti er manninum gefið að sök að hafa í bíl sínum sagt við stúlkuna að hún þyrfti að koma í heimsókn til hans þegar hann væri einn heima svo hann gæti riðið henni almennilega. Þannig hafi maðurinn sært blygðunarsemi stúlkunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Auk þess er maðurinn sagður hafa í fjölda ótilgreindra skipta sýnt stúlkunni klámmyndir og þannig sært blygðunarsemi hennar og sýnt ósiðlegt athæfi. Brot mannsins varða bæði almenn hegningarlög en sömuleiðis barnaverndarlög. Réttargæslumaður stúlkunnar fer fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur. Vestmannaeyjar Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á Suðurlandi fyrir kynferðisbrot og brot gegn barnaverndarlögum gegn stúlku frá því hún var fjögurra ára og til fimmtán ára aldurs. Málið var þingfest í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Lýsingar í ákæru eru eðli máls samkvæmt ófagrar og er ástæða til að vara viðkvæma lesendur við frekari lestri. Þannig er karlmanninum gefið að sök að hafa brotið á stúlkunni í fjölda ótilgreindra skipta. Brotin hafi meðal annars átt sér stað á heimili stúlkunnar. Fram kemur að hann hafi beitt stúlkuna ólögmætri nauðung vegna yfirburðastöðu sinnar gagnvart henni. Þannig hafi hann haft við hana kynferðismök önnur en samræði. Meðal annars með því að setja fingur í leggöng, sleikja kynfæri og láta stúlkuna hafa við sig munnmök. Þá á hann sömuleiðis að hafa áreitt hana kynferðislega með því að snerta og nudda kynfæri hennar, kyssa hana tungukossi, láta hana snerta kynfæri sín og fróað sjálfum sér margsinnis á meðan uns hann hafði sáðlát. Í eitt skipti er manninum gefið að sök að hafa í bíl sínum sagt við stúlkuna að hún þyrfti að koma í heimsókn til hans þegar hann væri einn heima svo hann gæti riðið henni almennilega. Þannig hafi maðurinn sært blygðunarsemi stúlkunnar og sýnt henni ósiðlegt athæfi. Auk þess er maðurinn sagður hafa í fjölda ótilgreindra skipta sýnt stúlkunni klámmyndir og þannig sært blygðunarsemi hennar og sýnt ósiðlegt athæfi. Brot mannsins varða bæði almenn hegningarlög en sömuleiðis barnaverndarlög. Réttargæslumaður stúlkunnar fer fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur.
Vestmannaeyjar Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Sjá meira
„Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00