Horfum á heildarmyndina Guðrún Hildur Ragnarsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 09:30 Mikið hefur verið ritað og talað um breytt landslag í ferðaþjónustu upp á síðkastið, bæði hvaða leiðir hægt er að fara til að sporna við kostnaði og mögulegu gjaldþroti, og einnig hvað við getum gert til þess að auka samkeppnishæfni okkar og sýnileika úti í hinum stóra heimi. Það er eðlilegt og sjálfsagt að eigendur ferðaþjónustufyrirtækja leiti allra leiða til að komast af í þessu árferði og er niðurskurður oftar en ekki ein af fáum eða jafnvel eina lausnin, hvort sem það sé gert í gegnum starfsmannahald eða fasta og breytilega kostnaðarliði. Það er erfitt að komast hjá föstum kostnaði og því er saxað á þá breytilegu sem markaðssetning fellur meðal annars undir. Markaðssetning til erlendra ferðamanna getur verið mjög kostnaðarsöm og krefst mikillar vinnu og það er því ekki á færi allra að ráða utanaðkomandi aðila til að sinna því verkefni. Hættulegt er þó að líta framhjá gríðarlegu vægi markaðssetningar á komandi misserum þar sem nauðsynlegt er að byggja okkur örugglega upp aftur eftir þann samdrátt sem hefur átt sér stað. En í hverju felst markaðssetning og hvaða tól getum við notað til þess að gera okkur sýnileg á innlendum sem og erlendum markaði? Leiðin liggur í loftinu Við viljum geta boðið upp á okkar þjónustu á réttu verði fyrir rétta gestinn á réttum tíma. Í markaðssetningu í dag eru nokkrar grunnstoðir og mikilvægt er að kynna sér vel hvaða leiðir hægt er að fara. Sem dæmi má nefna samfélagsmiðla, líkt og Instagram og Facebook, net- og fréttamiðla, eða samstarfsaðila, eins og ferðaskrifstofur og bókunarsíður. Margir hafa nýtt sér Instagram og Facebook til að auglýsa sig, sérstaklega í ár og þá helst á innanlandsmarkaði. Annað sem ekki er síður mikilvægt þegar kemur að markaðssetningu er heimasíða með uppfærðum upplýsingum og nýlegum myndum til að auka traust sem stuðlar að jákvæðum áhrifum á beinar bókanir. Það er þó ekki nóg að vinna með innlenda markaðinn heldur þarf einnig að leggja áherslu á ytri markaðssetningu í gegnum samstarfsaðila. Langflestir ferðaþjónustuaðilar nýta sér samstarf í gegnum ferðaskrifstofur sem fá bæði stafrænt og útprentað auglýsingaefni frá þessum aðilum. Það getur skilað stórum kúnnahópum, sérstaklega á sumrin, á meðan samstarf við bókunarsíður skilar miklum fjölda einstaklingsmiðaðra bókana sem dreifist betur yfir árið. Rétt eins og með ferðaskrifstofurnar eru allir með sína sérstöðu og sterkir á ákveðnum mörkuðum, til að mynda hefur Markaðsstofa Norðurlands náð miklum árangri með samstarfi við erlendar ferðaskrifstofur sem fljúga beint á Akureyri . Bókunarsíður leggja áherslu á að fjárfesta í markaðssetningu og markaður eins og Ísland getur haft mikil áhrif, til dæmis með því að taka þátt í stórum herferðum. Þessar herferðir hafa skilað íslenskri gistiþjónustu fleiri þúsundum gistinátta og þar með haft hliðaráhrif á aðra ferðatengda þjónustu. Vegna öflugrar markaðssetningar stóru bókunarsíðanna eru fleiri milljónir gesta sem skoða síðurnar á ári hverju. Það er óneitanlega hægt segja að íslensk ferðaþjónusta hafi hagnast mikið á samstarfi við ferðaskrifstofur og bókunarsíður, enda er hlutfallið af heildarbókunum þeirra mun hærra í samanburði við beinar bókanir. Ferðaþjónustufyrirtæki út um allan heim hafa valið að nýta sér markaðssetningu og þjónustu þessara aðila og því er í raun ekki skrítið að hlutfallið sé svo hátt. Komum Íslandi aftur á kortið Almenn markaðssetning verður einnig mikilvæg þegar markaðssetja á áfangastaðinn Ísland á ný eftir farsóttartíma. Íslandsstofa sem keyrir herferðir á hverju ári hefur fengið það stóra og mikilvæga verkefni að koma Íslandi á framfæri erlendis, með góðum styrk frá íslenska ríkinu. Það eru því margar hendur sem koma að markaðssetningu á Íslandi. Nú er einmitt tíminn til að horfa til framtíðar í markaðssetningu og dreifa henni á markaði sem hafa verið okkur mikilvægir hingað til, en einnig á þá markaði sem við teljum okkur eiga möguleika á að komast inn á. Við verðum að vera klár í slaginn þegar allt kemst í eðlilegra horf og líta til þeirra miðla sem eru skila mestum árangri. Í núverandi ástandi skiptir máli að Ísland sem áfangastaður sé sem sýnilegastur á arðbærum mörkuðum og hefur Íslandsstofa unnið með helstu alþjóðlegu auglýsingastofum til að koma okkur á framfæri. Ferðaskrifstofur setja fókusinn á hópa- og einstaklingsmiðaðar ferðir og bókunarsíður herja á breiðan markað með ýmsum leiðum. Mikilvægt er að horfa til þeirrar markaðssetningar sem hefur reynst okkur vel og treysta á að hún muni aðstoða okkur við að auka og efla eftirspurn þegar fram líða stundir. Það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina þegar fjallað er um áfangastaðinn Ísland. Nýtum þau tæki og tól sem við höfum og verum klár í slaginn um leið og færi gefst! Höfundur er viðskiptastjóri hjá Expedia Group. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið ritað og talað um breytt landslag í ferðaþjónustu upp á síðkastið, bæði hvaða leiðir hægt er að fara til að sporna við kostnaði og mögulegu gjaldþroti, og einnig hvað við getum gert til þess að auka samkeppnishæfni okkar og sýnileika úti í hinum stóra heimi. Það er eðlilegt og sjálfsagt að eigendur ferðaþjónustufyrirtækja leiti allra leiða til að komast af í þessu árferði og er niðurskurður oftar en ekki ein af fáum eða jafnvel eina lausnin, hvort sem það sé gert í gegnum starfsmannahald eða fasta og breytilega kostnaðarliði. Það er erfitt að komast hjá föstum kostnaði og því er saxað á þá breytilegu sem markaðssetning fellur meðal annars undir. Markaðssetning til erlendra ferðamanna getur verið mjög kostnaðarsöm og krefst mikillar vinnu og það er því ekki á færi allra að ráða utanaðkomandi aðila til að sinna því verkefni. Hættulegt er þó að líta framhjá gríðarlegu vægi markaðssetningar á komandi misserum þar sem nauðsynlegt er að byggja okkur örugglega upp aftur eftir þann samdrátt sem hefur átt sér stað. En í hverju felst markaðssetning og hvaða tól getum við notað til þess að gera okkur sýnileg á innlendum sem og erlendum markaði? Leiðin liggur í loftinu Við viljum geta boðið upp á okkar þjónustu á réttu verði fyrir rétta gestinn á réttum tíma. Í markaðssetningu í dag eru nokkrar grunnstoðir og mikilvægt er að kynna sér vel hvaða leiðir hægt er að fara. Sem dæmi má nefna samfélagsmiðla, líkt og Instagram og Facebook, net- og fréttamiðla, eða samstarfsaðila, eins og ferðaskrifstofur og bókunarsíður. Margir hafa nýtt sér Instagram og Facebook til að auglýsa sig, sérstaklega í ár og þá helst á innanlandsmarkaði. Annað sem ekki er síður mikilvægt þegar kemur að markaðssetningu er heimasíða með uppfærðum upplýsingum og nýlegum myndum til að auka traust sem stuðlar að jákvæðum áhrifum á beinar bókanir. Það er þó ekki nóg að vinna með innlenda markaðinn heldur þarf einnig að leggja áherslu á ytri markaðssetningu í gegnum samstarfsaðila. Langflestir ferðaþjónustuaðilar nýta sér samstarf í gegnum ferðaskrifstofur sem fá bæði stafrænt og útprentað auglýsingaefni frá þessum aðilum. Það getur skilað stórum kúnnahópum, sérstaklega á sumrin, á meðan samstarf við bókunarsíður skilar miklum fjölda einstaklingsmiðaðra bókana sem dreifist betur yfir árið. Rétt eins og með ferðaskrifstofurnar eru allir með sína sérstöðu og sterkir á ákveðnum mörkuðum, til að mynda hefur Markaðsstofa Norðurlands náð miklum árangri með samstarfi við erlendar ferðaskrifstofur sem fljúga beint á Akureyri . Bókunarsíður leggja áherslu á að fjárfesta í markaðssetningu og markaður eins og Ísland getur haft mikil áhrif, til dæmis með því að taka þátt í stórum herferðum. Þessar herferðir hafa skilað íslenskri gistiþjónustu fleiri þúsundum gistinátta og þar með haft hliðaráhrif á aðra ferðatengda þjónustu. Vegna öflugrar markaðssetningar stóru bókunarsíðanna eru fleiri milljónir gesta sem skoða síðurnar á ári hverju. Það er óneitanlega hægt segja að íslensk ferðaþjónusta hafi hagnast mikið á samstarfi við ferðaskrifstofur og bókunarsíður, enda er hlutfallið af heildarbókunum þeirra mun hærra í samanburði við beinar bókanir. Ferðaþjónustufyrirtæki út um allan heim hafa valið að nýta sér markaðssetningu og þjónustu þessara aðila og því er í raun ekki skrítið að hlutfallið sé svo hátt. Komum Íslandi aftur á kortið Almenn markaðssetning verður einnig mikilvæg þegar markaðssetja á áfangastaðinn Ísland á ný eftir farsóttartíma. Íslandsstofa sem keyrir herferðir á hverju ári hefur fengið það stóra og mikilvæga verkefni að koma Íslandi á framfæri erlendis, með góðum styrk frá íslenska ríkinu. Það eru því margar hendur sem koma að markaðssetningu á Íslandi. Nú er einmitt tíminn til að horfa til framtíðar í markaðssetningu og dreifa henni á markaði sem hafa verið okkur mikilvægir hingað til, en einnig á þá markaði sem við teljum okkur eiga möguleika á að komast inn á. Við verðum að vera klár í slaginn þegar allt kemst í eðlilegra horf og líta til þeirra miðla sem eru skila mestum árangri. Í núverandi ástandi skiptir máli að Ísland sem áfangastaður sé sem sýnilegastur á arðbærum mörkuðum og hefur Íslandsstofa unnið með helstu alþjóðlegu auglýsingastofum til að koma okkur á framfæri. Ferðaskrifstofur setja fókusinn á hópa- og einstaklingsmiðaðar ferðir og bókunarsíður herja á breiðan markað með ýmsum leiðum. Mikilvægt er að horfa til þeirrar markaðssetningar sem hefur reynst okkur vel og treysta á að hún muni aðstoða okkur við að auka og efla eftirspurn þegar fram líða stundir. Það er mikilvægt að horfa á heildarmyndina þegar fjallað er um áfangastaðinn Ísland. Nýtum þau tæki og tól sem við höfum og verum klár í slaginn um leið og færi gefst! Höfundur er viðskiptastjóri hjá Expedia Group.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun