„Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2020 08:39 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landspítali bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn vegna Kórónuveirunnar Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. Hann segir menn alltaf geta fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti og að margir hefðu viljað sjá sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins öðruvísi. Það sé hins vegar þannig að aldrei verði full samstaða um allt sem verið sé að gera. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann var spurður út í áhyggjur verslunarmanna af smithættu í röðum fyrir utan búðir en fjallað var um málið á Vísi um helgina. Ekki mega vera fleiri en tíu manns inni í verslunum sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir og helst sú regla óbreytt með nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi á miðvikudag. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, gagnrýndi þetta í viðtali við Vísi á laugardag og sagði skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Óhjákvæmilega myndu myndast raðir fyrir utan verslanir sem hefði ekki síður í för með sér aukna smithættu. Tölurnar sýni að við höfum verið að gera rétt Spurður út í þær áhyggjur að fólk stæði kannski þétt í biðröðum frekar en það væru fleiri í búðunum sagði Þórólfur: „Ég er nú ekkert endilega viss um það. Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti ef menn vilja. Við þurfum bara að passa okkur á þessum hópamyndunum, hvort sem eru úti eða inni og halda þetta bil. Ég veit að það eru margir sem hefðu viljað gera þetta einhvern veginn öðruvísi en það er bara alltaf þannig að það verður aldrei nein endanleg full samstaða um allt sem verið er að gera. En ég held að tölurnar sýna að við höfum verið að gera rétt. Þetta er að fara niður á meðan að annars staðar í öðrum nágrannalöndum er þetta að fara upp og menn eru að herða ennþá meira en við erum að gera.“ Þá sagði Þórólfur stöðuna eftir helgina þokkalega. Hlutirnir væru í rétta átt þótt vissulega alltaf þannig að það væru færri sýni tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er bara nokkuð gott. Þetta hafa verið í kringum tíu heildartilfelli og í kringum svona fimm tilfelli eða færri sem eru utan sóttkvíar. Ég held að það sé bara ágætt og við eigum að halda áfram í þessa átt,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni en þar er meðal annars einnig rætt um bóluefni og bráðabirgðaniðurstöður nýrrar rannsóknar í Bretlandi um langvarandi afleiðingar Covid-19. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Bítið Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, leggur áherslu að fólk gæti að hópamyndun og passi upp á tveggja metra regluna, hvort sem það er inni eða úti. Hann segir menn alltaf geta fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti og að margir hefðu viljað sjá sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins öðruvísi. Það sé hins vegar þannig að aldrei verði full samstaða um allt sem verið sé að gera. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Bítinu á Bylgjunni í morgun þegar hann var spurður út í áhyggjur verslunarmanna af smithættu í röðum fyrir utan búðir en fjallað var um málið á Vísi um helgina. Ekki mega vera fleiri en tíu manns inni í verslunum sem ekki eru matvöru- eða lyfjaverslanir og helst sú regla óbreytt með nýrri reglugerð um samkomutakmarkanir sem tekur gildi á miðvikudag. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, gagnrýndi þetta í viðtali við Vísi á laugardag og sagði skjóta skökku við að fjöldi þeirra sem megi vera inni í verslun á hverjum tíma miðist ekki við stærð þess húsnæðis sem um ræði. Óhjákvæmilega myndu myndast raðir fyrir utan verslanir sem hefði ekki síður í för með sér aukna smithættu. Tölurnar sýni að við höfum verið að gera rétt Spurður út í þær áhyggjur að fólk stæði kannski þétt í biðröðum frekar en það væru fleiri í búðunum sagði Þórólfur: „Ég er nú ekkert endilega viss um það. Menn geta alltaf fundið einhverja ástæðu til að kvarta og vera á móti ef menn vilja. Við þurfum bara að passa okkur á þessum hópamyndunum, hvort sem eru úti eða inni og halda þetta bil. Ég veit að það eru margir sem hefðu viljað gera þetta einhvern veginn öðruvísi en það er bara alltaf þannig að það verður aldrei nein endanleg full samstaða um allt sem verið er að gera. En ég held að tölurnar sýna að við höfum verið að gera rétt. Þetta er að fara niður á meðan að annars staðar í öðrum nágrannalöndum er þetta að fara upp og menn eru að herða ennþá meira en við erum að gera.“ Þá sagði Þórólfur stöðuna eftir helgina þokkalega. Hlutirnir væru í rétta átt þótt vissulega alltaf þannig að það væru færri sýni tekin um helgar en á virkum dögum. „En þetta er bara nokkuð gott. Þetta hafa verið í kringum tíu heildartilfelli og í kringum svona fimm tilfelli eða færri sem eru utan sóttkvíar. Ég held að það sé bara ágætt og við eigum að halda áfram í þessa átt,“ sagði Þórólfur. Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni en þar er meðal annars einnig rætt um bóluefni og bráðabirgðaniðurstöður nýrrar rannsóknar í Bretlandi um langvarandi afleiðingar Covid-19.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Bítið Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira