„Fjögur ár til viðbótar!“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2020 21:40 Stuðningsmenn Trump klöppuðu og hrópuðu þegar forsetinn yfirgaf Hvíta húsið í morgun. epa/Shawn Thew Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirgaf Hvíta húsið í morgun við lófatak, fagnaðaróp og flaut en hundruð stuðningsmanna hans söfnuðust saman í Washington í dag til að mótmæla meintum „stuldi“ á forsetakosningunum. „Besti forseti í heimi“ og „Stöðvið þjófnaðinn“ stóð á mótmælaspjöldum viðstaddra. Einnig „Allir um borð í Trump-lestina“ og „Trump 2020: Með lífinu, með Guði, með byssum“. Stuðningsmenn Trump hrópuðu jafnframt „USA! USA!“ og „Fjögur ár til viðbótar! Fjögur ár til viðbótar!“ We will WIN! https://t.co/MwfvhQJ5wy— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 14, 2020 Með og á móti „Við þurfum að fá forsetann okkar aftur og við þurfum fjögur ár í vðbót,“ sagði Mike Sembert frá Flórída. Hann sagði kosningasvik hafa átt sér stað og að „ólöglegir og látnir“ hefðu greitt atkvæði. „Biden vann, Trump tapaði,“ sagði hins vegar Sunsara Taylor, ein þeirra hundruða sem hafa safnast saman í höfuðborginni til að mótmæla Trump. Sagði hún nauðsynlegt að stöðva strax tilraunir til að snúa úrslitunum. „Kosningarnar eru búnar“. Trump neitar enn að játa ósigur og meirihluti repúblikana hafa ýmist lýst stuðningi við forsetann eða þegið þunnu hljóði. „Ég verð ekki forseti fyrr en á næsta ári,“ sagði Joe Biden, réttmætur sigurvegari kosninganna, og hvatti ríkisstjórn Trump til að beita sér af alvöru gegn útbreiðslu Covid-19. Hundruð komu saman til að styðja sinn mann.epa/Shawn Thew Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti yfirgaf Hvíta húsið í morgun við lófatak, fagnaðaróp og flaut en hundruð stuðningsmanna hans söfnuðust saman í Washington í dag til að mótmæla meintum „stuldi“ á forsetakosningunum. „Besti forseti í heimi“ og „Stöðvið þjófnaðinn“ stóð á mótmælaspjöldum viðstaddra. Einnig „Allir um borð í Trump-lestina“ og „Trump 2020: Með lífinu, með Guði, með byssum“. Stuðningsmenn Trump hrópuðu jafnframt „USA! USA!“ og „Fjögur ár til viðbótar! Fjögur ár til viðbótar!“ We will WIN! https://t.co/MwfvhQJ5wy— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 14, 2020 Með og á móti „Við þurfum að fá forsetann okkar aftur og við þurfum fjögur ár í vðbót,“ sagði Mike Sembert frá Flórída. Hann sagði kosningasvik hafa átt sér stað og að „ólöglegir og látnir“ hefðu greitt atkvæði. „Biden vann, Trump tapaði,“ sagði hins vegar Sunsara Taylor, ein þeirra hundruða sem hafa safnast saman í höfuðborginni til að mótmæla Trump. Sagði hún nauðsynlegt að stöðva strax tilraunir til að snúa úrslitunum. „Kosningarnar eru búnar“. Trump neitar enn að játa ósigur og meirihluti repúblikana hafa ýmist lýst stuðningi við forsetann eða þegið þunnu hljóði. „Ég verð ekki forseti fyrr en á næsta ári,“ sagði Joe Biden, réttmætur sigurvegari kosninganna, og hvatti ríkisstjórn Trump til að beita sér af alvöru gegn útbreiðslu Covid-19. Hundruð komu saman til að styðja sinn mann.epa/Shawn Thew
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Joe Biden Bandaríkin Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira