Eldflaugum skotið að tveimur flugvöllum í Eþíópíu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 11:45 Almennir borgarar gefa blóð í Addis Ababa, höfuðborg Eþíópíu, fyrr í vikunni sem ætlað er hermönnum sem særst hafa í átökunum í Tigray-ríki í norður Eþíópíu. Getty/Minasse Wondimu Hailu Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. Aukin harka hefur færst í átök sem staðið hafa yfir milli ríkisstjórnar Eþíópíu og Frelsishreyfingar Tigray, TPLF-flokksins (e. Tigray Peoples Liberation Front), sem ræður ríkjum í Tigray, undanfarna daga. Svo mjög að komið hefur til hernaðarátaka. Átökin hafa leitt til þess að þúsundir íbúa hafa flúið yfir landamærin til Súdan. Nokkur hundruð hafa látið lífið í átökunum. Ein eldflaugin sem skotið var í gær olli skemmdun á flugvallarsvæði að sögn ríkisstjórnarinnar. TPLF hefur ekki staðfest að bera ábyrgð á árásinni en segir að „hvaða flugvöllur sem er notaður til að ráðast gegn Tigray,“ sé að því er AFP greinir frá, „lögmætt skotmark.“ Eldflaugum var skotið í átt að borgunum Bahir Dar og Gondar í Amhara-ríki seint í gærkvöldi að því er verkefnahópur neyðarstjórnar Eþíópíska ríkisins greinir frá á Twitter. „TPLF er að nota það síðasta sem eftir er af vopnum í vopnabúrum þeirra,“ segir í tístinu þar sem jafnframt er tekið fram að rannsókn sé hafin vegna árásanna. Fréttastofa Rauters hefur eftir embættismanni að ein eldflauganna hafi lent á flugvellinum í Gondar og valdið þar nokkrum skemmdum. Önnur flaug hafi lent rétt fyrir utan flugvöllinn í Bahir Dar. Flugvellirnir tveir eru báðir notaðir af hernum og einnig fyrir flugvélar fyrir almenna farþega. Eldflaugaárásirnar hafa vakið ótta um að átökin í Tigray-ríki kunni að breiðast út víðar um landið. Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, fyrirskipaði hernaðaraðgerðir gegn TPLF fyrr í þessum mánuði eftir að saka flokkinn um árás á herbúðir landsstjórnarinnar. TPLF hefur hafnað þessum ásökunum. Síðan þá hefur nokkrum sinnum komið til vopnaðra árása á svæðinu. Eþíópía Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira
Stjórnvöld í Eþíópíu segja að ráðandi öfl í Tigray-ríki í norðurhluta landsins hafi skotið eldflaugum yfir í nærliggjandi héruð sem hafi meðal annars valdið skemmdum á mikilvægum innviðum. Aukin harka hefur færst í átök sem staðið hafa yfir milli ríkisstjórnar Eþíópíu og Frelsishreyfingar Tigray, TPLF-flokksins (e. Tigray Peoples Liberation Front), sem ræður ríkjum í Tigray, undanfarna daga. Svo mjög að komið hefur til hernaðarátaka. Átökin hafa leitt til þess að þúsundir íbúa hafa flúið yfir landamærin til Súdan. Nokkur hundruð hafa látið lífið í átökunum. Ein eldflaugin sem skotið var í gær olli skemmdun á flugvallarsvæði að sögn ríkisstjórnarinnar. TPLF hefur ekki staðfest að bera ábyrgð á árásinni en segir að „hvaða flugvöllur sem er notaður til að ráðast gegn Tigray,“ sé að því er AFP greinir frá, „lögmætt skotmark.“ Eldflaugum var skotið í átt að borgunum Bahir Dar og Gondar í Amhara-ríki seint í gærkvöldi að því er verkefnahópur neyðarstjórnar Eþíópíska ríkisins greinir frá á Twitter. „TPLF er að nota það síðasta sem eftir er af vopnum í vopnabúrum þeirra,“ segir í tístinu þar sem jafnframt er tekið fram að rannsókn sé hafin vegna árásanna. Fréttastofa Rauters hefur eftir embættismanni að ein eldflauganna hafi lent á flugvellinum í Gondar og valdið þar nokkrum skemmdum. Önnur flaug hafi lent rétt fyrir utan flugvöllinn í Bahir Dar. Flugvellirnir tveir eru báðir notaðir af hernum og einnig fyrir flugvélar fyrir almenna farþega. Eldflaugaárásirnar hafa vakið ótta um að átökin í Tigray-ríki kunni að breiðast út víðar um landið. Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu, fyrirskipaði hernaðaraðgerðir gegn TPLF fyrr í þessum mánuði eftir að saka flokkinn um árás á herbúðir landsstjórnarinnar. TPLF hefur hafnað þessum ásökunum. Síðan þá hefur nokkrum sinnum komið til vopnaðra árása á svæðinu.
Eþíópía Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Sjá meira