Vaxtaálag bankanna hafi hækkað um mörg hundruð prósent Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. nóvember 2020 11:31 Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR. Vísir/Arnar Vaxtaálag íslensku bankanna á tilteknum húsnæðislánum hefur hækkað um mörg hundruð prósent, samkvæmt greiningu hagdeildar verkalýðsfélagsins VR sem formaður félagsins birti í dag. Formaðurinn segir lækkun vaxta þannig ekki hafa skilað sér til neytenda. Hann segir VR nú kanna grundvöll fyrir dómsmáli gegn bönkunum. Vextir á húsnæðislánum hafa lækkað talsvert síðustu mánuði. Íslandsbanki hækkaði hins vegar vexti í lok október en ekki hefur verið tilkynnt um vaxtabreytingar hjá hinum stóru bönkunum. Arion banki sagði í svari við fyrirspurn Vísis 26. október að vextir væru ekki til skoðunar að svo stöddu og Landsbankinn sagði sífellt mat lagt á stöðuna. Hagdeild VR vann greiningu á þróun vaxtaálags á húsnæðislánum bankanna að beiðni stjórnar VR og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns. Í niðurstöðum greiningarinnar, sem Ragnar Þór birtir í aðsendri grein á Vísi í dag, kemur fram að þó að vextir á húsnæðislánum hafi lækkað hafi vaxtaálag hækkað undanfarin ár, í sumum tilvikum um mörg hundruð prósent. Þannig sýna meðfylgjandi gröf að vaxtaálag verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum árið 2016 hjá Landsbanka og Arion banka hafi verið í kringum 0,5 prósent. Nú sé álagið hins vegar á bilinu 1,5-2 prósent. Sömu þróun má sjá á vaxtaálagi óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum. Frekari niðurstöður útreikninga hagdeildar VR má nálgast í heild í grein Ragnars Þórs hér. „Við vissum að bankarnir voru ekki að skila stýrivaxtalækkunum, eða lækkun á fjármagnskostnaði, til neytenda með nægilegum hætti. Við höfðum ekki gert djúpar greiningar á því en síðan þegar Íslandsbanki tilkynnir hækkun vaxta og rökin fyrir því, og nú síðast að bankarnir virðast undirbúa farveginn fyrir vaxtahækkunarfasa, fannst okkur þetta vera í hróplegri mótsögn við þróunina í hagkerfinu og fórum að gera greiningar á þessu,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent og það þrátt fyrir mjög miklar vaxtalækkanir og lækkun bankaskatts. Þessi munur var miklu, miklu meiri en okkur óraði fyrir. Við vissum að hann var mikill en ekki svona mikill.“ Boðar undirbúning dómsmáls Hann bendir á að efnahagur landsins gangi nú í gegnum mikla óvissutíma og niðursveiflu. Samfélagið sé í „mikilli varnarbaráttu“ og honum þyki óábyrgt að bankarnir skuli stíga fram með þessum hætti. „Maður spyr sig, ef það er einhvern tímann lag að reka sig á núlli, jafnvel í eitt ár með tapi eða slíkt, þá kalla ég eftir því að ríkið endurskoði eigendastefnu sína í bönkunum og arðsemiskröfu og sjónarmið þegar hagkerfið er í svona miklum vanda eins og það er í dag, og gefi í rauninni tóninn. Það hlýtur að vera hagur bankanna líka að fólki og fyrirtækjum reiði vel af,“ segir Ragnar Þór. Þá segir hann VR vera að kanna grundvöll fyrir dómsmáli gegn bönkunum. „Við erum að skoða lagalegu hliðina á þessu máli, varðandi skilmála bankanna um breytilega vexti og lög um neytendalán, vexti og verðtryggingu, við erum alvarlega að íhuga að láta til skarar skríða gagnvart bönkunum út af þessari þróun. Og sömuleiðis ef þeir ætla sér að hækka vexti, þá munum við fara yfir það með okkar lögmönnum og láta sverfa til stáls.“ Íslenskir bankar Kjaramál Efnahagsmál Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Vaxtaálag íslensku bankanna á tilteknum húsnæðislánum hefur hækkað um mörg hundruð prósent, samkvæmt greiningu hagdeildar verkalýðsfélagsins VR sem formaður félagsins birti í dag. Formaðurinn segir lækkun vaxta þannig ekki hafa skilað sér til neytenda. Hann segir VR nú kanna grundvöll fyrir dómsmáli gegn bönkunum. Vextir á húsnæðislánum hafa lækkað talsvert síðustu mánuði. Íslandsbanki hækkaði hins vegar vexti í lok október en ekki hefur verið tilkynnt um vaxtabreytingar hjá hinum stóru bönkunum. Arion banki sagði í svari við fyrirspurn Vísis 26. október að vextir væru ekki til skoðunar að svo stöddu og Landsbankinn sagði sífellt mat lagt á stöðuna. Hagdeild VR vann greiningu á þróun vaxtaálags á húsnæðislánum bankanna að beiðni stjórnar VR og Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns. Í niðurstöðum greiningarinnar, sem Ragnar Þór birtir í aðsendri grein á Vísi í dag, kemur fram að þó að vextir á húsnæðislánum hafi lækkað hafi vaxtaálag hækkað undanfarin ár, í sumum tilvikum um mörg hundruð prósent. Þannig sýna meðfylgjandi gröf að vaxtaálag verðtryggðra lána með breytilegum vöxtum árið 2016 hjá Landsbanka og Arion banka hafi verið í kringum 0,5 prósent. Nú sé álagið hins vegar á bilinu 1,5-2 prósent. Sömu þróun má sjá á vaxtaálagi óverðtryggðra lána með breytilegum vöxtum. Frekari niðurstöður útreikninga hagdeildar VR má nálgast í heild í grein Ragnars Þórs hér. „Við vissum að bankarnir voru ekki að skila stýrivaxtalækkunum, eða lækkun á fjármagnskostnaði, til neytenda með nægilegum hætti. Við höfðum ekki gert djúpar greiningar á því en síðan þegar Íslandsbanki tilkynnir hækkun vaxta og rökin fyrir því, og nú síðast að bankarnir virðast undirbúa farveginn fyrir vaxtahækkunarfasa, fannst okkur þetta vera í hróplegri mótsögn við þróunina í hagkerfinu og fórum að gera greiningar á þessu,“ segir Ragnar Þór í samtali við Vísi. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að álagning bankanna hefur aukist um mörg hundruð prósent og það þrátt fyrir mjög miklar vaxtalækkanir og lækkun bankaskatts. Þessi munur var miklu, miklu meiri en okkur óraði fyrir. Við vissum að hann var mikill en ekki svona mikill.“ Boðar undirbúning dómsmáls Hann bendir á að efnahagur landsins gangi nú í gegnum mikla óvissutíma og niðursveiflu. Samfélagið sé í „mikilli varnarbaráttu“ og honum þyki óábyrgt að bankarnir skuli stíga fram með þessum hætti. „Maður spyr sig, ef það er einhvern tímann lag að reka sig á núlli, jafnvel í eitt ár með tapi eða slíkt, þá kalla ég eftir því að ríkið endurskoði eigendastefnu sína í bönkunum og arðsemiskröfu og sjónarmið þegar hagkerfið er í svona miklum vanda eins og það er í dag, og gefi í rauninni tóninn. Það hlýtur að vera hagur bankanna líka að fólki og fyrirtækjum reiði vel af,“ segir Ragnar Þór. Þá segir hann VR vera að kanna grundvöll fyrir dómsmáli gegn bönkunum. „Við erum að skoða lagalegu hliðina á þessu máli, varðandi skilmála bankanna um breytilega vexti og lög um neytendalán, vexti og verðtryggingu, við erum alvarlega að íhuga að láta til skarar skríða gagnvart bönkunum út af þessari þróun. Og sömuleiðis ef þeir ætla sér að hækka vexti, þá munum við fara yfir það með okkar lögmönnum og láta sverfa til stáls.“
Íslenskir bankar Kjaramál Efnahagsmál Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira