Loka fyrir hringaksturinn á bílastæðinu næst Laugum Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2020 10:25 Margir þekkja það að fólk hafi keyrt niður frá Reykjaveginum og tekið „skyldurúnt“ í leit að stæði sem næst líkamsræktarstöðinni. Þetta hefur skapað hættu fyrir umferð gangandi og hjólandi. Aðsend Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar sem á sæti í skipulags- og samgönguráði borgarinnar, segir framkvæmdirnar hluti af umferðaröryggisaðgerðum víðs vegar í borginni sem voru samþykktar í sumar. „Aðgerðin snýr að því að loka fyrir þennan hringakstur næst World Class. Það þekkja þetta margir að fólk er að koma brunandi niður fráreinina frá Reykjaveginum og beint hérna inn og tekið „skyldurúnt“ til að athuga hvort að sé ekki eitthvað laust stæði. Þegar það er ekki, sem er náttúrulega mjög oft raunin þar sem þetta er vinsæll staður, þá hefur verið haldið áfram að leita að stæðum annars staðar,“ segir Pawel. Almennum stæðum verður fækkað næst World Class.Aðsend Mikill akstur yfir göngustíginn Pawel segir þetta hafa skapað mikinn akstur yfir þennan vinsæla göngustíg. „Stígurinn liggur hérna til dæmis milli Laugardalslaugar og Laugardalsvallar og Þróttar og er mikill fjöldi af börnum og öðrum nota hann. Þetta er ein leið til að minnka akstur hér í gegn og jafnframt bæta aðgengi fyrir lögreglu og sjúkrabifreiða sem hefur stundum kvartað yfir því að erfitt hefur verið að leggja hérna nálægt þar sem aðrir hafa verið að fylla stæðin.“ Áfram verður opið inn á stæðið en lokað fyrir hringumferð.Aðsend Pawel segir aðgerðirnar, eins og þær eru núna, ekki loka fyrir það að fólk geti lagt á bílastæðinu næst líkamsræktarstöðinni. „Almennum stæðum verður þó fækkað og þessi hringakstur verður ekki lengur í boði.“ Ása Margrét Einardóttir Umræða í hverfinu Mikil umræða skapaðist um ástandið á göngustígnum í íbúagrúppum á Facebook árið 2017 og kom þá fram hugmynd á vefnum Betri Reykjavík um að láta loka fyrir akstur yfir göngustíginn. „Á sumrin hjóla þarna krakkar, alveg niður í smábörn, sem eru á leið inn í Laugardal. Mér finnst þetta mjög dýrkeypt lúxusstæði,“ sagði Auður Agla Óladóttir, íbúi í Laugardal, í samtali við Vísi þá. Það var Ása Margrét Einarsdóttir sem setti tillöguna inn á vefinn Betri Reykjavík eftir að umræður hófust um hana á meðal íbúa Laugarneshverfis. Voru margir á því að aðeins tímaspursmál væri hvenær yrði þar slys á gangandi vegfarendum. „Mikil umferð hjólandi og gangandi og hröð umferð bíla sem hafa enga þörf fyrir að fara þarna yfir. Mun enda með slysi,“ sagði Ása Margrét um hugmyndina þá. Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Skipulag Umferðaröryggi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. Pawel Bartoszek, borgarfulltrúi Viðreisnar sem á sæti í skipulags- og samgönguráði borgarinnar, segir framkvæmdirnar hluti af umferðaröryggisaðgerðum víðs vegar í borginni sem voru samþykktar í sumar. „Aðgerðin snýr að því að loka fyrir þennan hringakstur næst World Class. Það þekkja þetta margir að fólk er að koma brunandi niður fráreinina frá Reykjaveginum og beint hérna inn og tekið „skyldurúnt“ til að athuga hvort að sé ekki eitthvað laust stæði. Þegar það er ekki, sem er náttúrulega mjög oft raunin þar sem þetta er vinsæll staður, þá hefur verið haldið áfram að leita að stæðum annars staðar,“ segir Pawel. Almennum stæðum verður fækkað næst World Class.Aðsend Mikill akstur yfir göngustíginn Pawel segir þetta hafa skapað mikinn akstur yfir þennan vinsæla göngustíg. „Stígurinn liggur hérna til dæmis milli Laugardalslaugar og Laugardalsvallar og Þróttar og er mikill fjöldi af börnum og öðrum nota hann. Þetta er ein leið til að minnka akstur hér í gegn og jafnframt bæta aðgengi fyrir lögreglu og sjúkrabifreiða sem hefur stundum kvartað yfir því að erfitt hefur verið að leggja hérna nálægt þar sem aðrir hafa verið að fylla stæðin.“ Áfram verður opið inn á stæðið en lokað fyrir hringumferð.Aðsend Pawel segir aðgerðirnar, eins og þær eru núna, ekki loka fyrir það að fólk geti lagt á bílastæðinu næst líkamsræktarstöðinni. „Almennum stæðum verður þó fækkað og þessi hringakstur verður ekki lengur í boði.“ Ása Margrét Einardóttir Umræða í hverfinu Mikil umræða skapaðist um ástandið á göngustígnum í íbúagrúppum á Facebook árið 2017 og kom þá fram hugmynd á vefnum Betri Reykjavík um að láta loka fyrir akstur yfir göngustíginn. „Á sumrin hjóla þarna krakkar, alveg niður í smábörn, sem eru á leið inn í Laugardal. Mér finnst þetta mjög dýrkeypt lúxusstæði,“ sagði Auður Agla Óladóttir, íbúi í Laugardal, í samtali við Vísi þá. Það var Ása Margrét Einarsdóttir sem setti tillöguna inn á vefinn Betri Reykjavík eftir að umræður hófust um hana á meðal íbúa Laugarneshverfis. Voru margir á því að aðeins tímaspursmál væri hvenær yrði þar slys á gangandi vegfarendum. „Mikil umferð hjólandi og gangandi og hröð umferð bíla sem hafa enga þörf fyrir að fara þarna yfir. Mun enda með slysi,“ sagði Ása Margrét um hugmyndina þá.
Reykjavík Líkamsræktarstöðvar Skipulag Umferðaröryggi Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent