Mikilvægt að Íslendingar standi saman Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 09:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði reyna á Íslendinga og nú þurfi þeir að sýna hvað í þeim búi. Hann sagði skipta miklu máli að sýna styrk og samstöðu og lagast að aðstæðum. Þetta sagði Guðni í Bítinu á Bylgjunni og morgunsjónvarpi Stöðvar 2 og Vísis. Horfa má á spjallið við Guðna hér að ofan. Guðni sagði heimilislífið á Bessastöðum háð samkomubanninu og börn á grunnskólaaldri væru heima við. Þá hefði öllum fundum forsetans verið aflýst. „Þetta eru erfiðir dagar og við tökumst á við það að jafnaðargeði og reynum að lagast að aðstæðum,“ sagði Guðni. Hann sagði skrifstofu forsetans bera merki þessa tíma og að allir sem hefðu tök á ynnu að heiman. „Nú reynir á okkur og nú sýnum við hvað í okkur býr.“ Guðni segist fylgjast með nýjustu vendingum vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 og lýsti hann yfir mikilli ánægju með og trausti á störf þeirra sem standa í framlínunni. „Það sem er gott að finna líka er hversu breið samstaða er meðal landsmanna um það að við fylkjum okkur á bakvið þessa framvarðarsveit. Þökkum þeim. Mig langar líka að þakka öllu heilbrigðisstarfsfólki fyrir allt þeirra starf núna. Það er unnið myrkranna á milli.“ Hann sendi einnig góðar batakveðjur til þeirra sem er lasið vegna veirunnar. Sýna að við viljum láta gott af okkur leiða „Það skiptir svo miklu máli núna að við sýnum þennan styrk og þessa samstöðu sem verður að svo miklu gagni. Það finnst mér einna mikilvægasta að sá eða sú sem að í þessu embætti er, sem ég gegni núna, geri. Að við reynum að fá fólk til að standa saman.“ Guðni sagði að ekki mætti taka þessari veiru af léttúð. Hún væri virkilega skæð. Á sama tíma mætti fólk þó ekki missa sig í angist og óðagot. Guðni sagðist ánægður með sjálfsprottinn anda í samfélaginu og nefndi nokkur dæmi þess að Íslendingar væru að leggjast á eitt. „Við erum að sýna að við viljum láta gott af okkur leiða.“ Guðni sagðist vonast til þess að þegar Íslendingar líti um öxl eftir 20, 30 ár, geti Íslendingar verið stoltir af því hvernig til tókst gegn veirunni. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Samkomubann á Íslandi Bítið Tengdar fréttir Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00 Hvetja almenning til að skrásetja og senda inn minningar og upplifanir um faraldurinn Handritasafn Landsbókasafns Íslands hvetur almenning til þess að skrifa niður minningar sínar og upplifanir af faraldri kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 16. mars 2020 05:41 Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði reyna á Íslendinga og nú þurfi þeir að sýna hvað í þeim búi. Hann sagði skipta miklu máli að sýna styrk og samstöðu og lagast að aðstæðum. Þetta sagði Guðni í Bítinu á Bylgjunni og morgunsjónvarpi Stöðvar 2 og Vísis. Horfa má á spjallið við Guðna hér að ofan. Guðni sagði heimilislífið á Bessastöðum háð samkomubanninu og börn á grunnskólaaldri væru heima við. Þá hefði öllum fundum forsetans verið aflýst. „Þetta eru erfiðir dagar og við tökumst á við það að jafnaðargeði og reynum að lagast að aðstæðum,“ sagði Guðni. Hann sagði skrifstofu forsetans bera merki þessa tíma og að allir sem hefðu tök á ynnu að heiman. „Nú reynir á okkur og nú sýnum við hvað í okkur býr.“ Guðni segist fylgjast með nýjustu vendingum vegna útbreiðslu nýju kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 og lýsti hann yfir mikilli ánægju með og trausti á störf þeirra sem standa í framlínunni. „Það sem er gott að finna líka er hversu breið samstaða er meðal landsmanna um það að við fylkjum okkur á bakvið þessa framvarðarsveit. Þökkum þeim. Mig langar líka að þakka öllu heilbrigðisstarfsfólki fyrir allt þeirra starf núna. Það er unnið myrkranna á milli.“ Hann sendi einnig góðar batakveðjur til þeirra sem er lasið vegna veirunnar. Sýna að við viljum láta gott af okkur leiða „Það skiptir svo miklu máli núna að við sýnum þennan styrk og þessa samstöðu sem verður að svo miklu gagni. Það finnst mér einna mikilvægasta að sá eða sú sem að í þessu embætti er, sem ég gegni núna, geri. Að við reynum að fá fólk til að standa saman.“ Guðni sagði að ekki mætti taka þessari veiru af léttúð. Hún væri virkilega skæð. Á sama tíma mætti fólk þó ekki missa sig í angist og óðagot. Guðni sagðist ánægður með sjálfsprottinn anda í samfélaginu og nefndi nokkur dæmi þess að Íslendingar væru að leggjast á eitt. „Við erum að sýna að við viljum láta gott af okkur leiða.“ Guðni sagðist vonast til þess að þegar Íslendingar líti um öxl eftir 20, 30 ár, geti Íslendingar verið stoltir af því hvernig til tókst gegn veirunni.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Samkomubann á Íslandi Bítið Tengdar fréttir Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00 Hvetja almenning til að skrásetja og senda inn minningar og upplifanir um faraldurinn Handritasafn Landsbókasafns Íslands hvetur almenning til þess að skrifa niður minningar sínar og upplifanir af faraldri kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 16. mars 2020 05:41 Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Meirihluti kórónuveirusmitaðra nú utan Kína Þau tímamót urðu í nótt að meirihluti þeirra sem greinst hafa með kórónuveirusmit í heiminum eru nú utan Kína. 16. mars 2020 07:00
Hvetja almenning til að skrásetja og senda inn minningar og upplifanir um faraldurinn Handritasafn Landsbókasafns Íslands hvetur almenning til þess að skrifa niður minningar sínar og upplifanir af faraldri kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 16. mars 2020 05:41
Ýmsar breytingar gerðar á skóla- og tómstundastarfi vegna kórónuveirunnar Ýmsar breytingar verða gerðar á skólastarfi, starfsemi íþróttamiðstöðva, sundlauga og menningarhúsa á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu næstu vikur. Gripið verður til aðgerða í samræmi við tilmæli sóttvarnarlæknis og stjórnvalda. 15. mars 2020 18:25