Bjarki Már, Ómar Ingi og Viggó allir markahæstir en enginn vann leik | Löwen á toppnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2020 21:15 Viggó í baráttunni gegn Rhein-Neckar Löwen í vetur. Marco Wolf/Getty Images Alls voru þrír Íslendingar markahæstir hjá liðum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Enginn þeirra landaði þó sigri í kvöld. Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo töpuðu á heimavelli fyrir Balingen-Weilstetten, lokatölur 26-32. Viggó Kristjánsson, Elvar Ásgeirsson og liðsfélagar þeirra í Stuttgart heimsóttu Erlangen. Þar máttu þeir þola níu marka tap, lokatölur 34-25. Að lokum töpuðu þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson er Magdeburg lá gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen, lokatölur 31-33. Bjarki Már var allt í öllu í liði Lemgo í kvöld er Balingen-Weilstetten kom í heimsókn. Bjarki virtist hins vegar einn á móti rest en hann fékk litla hjálp frá samherjum sínum. Lemgo var sex mörkum undir í hálfleik, staðan þá 10-16. Tókst þeim ekki að brúa bilið í síðari hálfleik og munurinn enn sex mörk er flautað var til leiksloka, lokatölur 26-32. Skoraði Oddur Gretarsson tvö mörk í liði Balingen í kvöld en þetta var þeirra fyrsti sigur á tímabilinu. Alls skoraði Bjarki tíu af 26 mörkum Lemgo í kvöld. Er liðið sem stendur í 7. sæti að loknum sjö leikjum. Leikur Magdeburg og Rhein-Neckar Löwen var nokkuð spennandi en gestirnir voru þó alltaf sterkari aðilinn. Voru þeir þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-18. Heimamenn náðu aðeins að klóra í bakkann en er leiknum lauk var munurinn þó enn tvö mörk, lokatölur 31-33 Löwen í vil. Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk í leiknum fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir eitt. Ýmir Örn komst ekki á blað hjá Löwen en hann nældi sér þó í gult spjald. Alexander Petersson var ekki í leikmannahóp Löwen í kvöld. Ýmir og Alexander eru sem fyrr á toppi deildarinnar. Á sama tíma er Magdeburg í 6. sæti og Stuttgart þar fyrir ofan. Viggó var allt í öllu að venju í sóknarleik Stuttgart en líkt og hjá Bjarka þá gekk samherjum hans ekkert að þenja netmöskvana er liðið mætti Erlangen á útivelli. Það er í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 16-16. Í þeim síðari gekk allt upp hjá Erlangen sem skoraði hvert markið á fætur öðru og fór það svo að Erlangen vann níu marka sigur, lokatölur 34-25. Viggó skoraði sex mörk í leiknum á meðan Elvar komst ekki á blað. Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingar sitja fastir vegna lestarkaós í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Sjá meira
Alls voru þrír Íslendingar markahæstir hjá liðum sínum í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Enginn þeirra landaði þó sigri í kvöld. Bjarki Már Elísson og félagar í Lemgo töpuðu á heimavelli fyrir Balingen-Weilstetten, lokatölur 26-32. Viggó Kristjánsson, Elvar Ásgeirsson og liðsfélagar þeirra í Stuttgart heimsóttu Erlangen. Þar máttu þeir þola níu marka tap, lokatölur 34-25. Að lokum töpuðu þeir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson er Magdeburg lá gegn Ými Erni Gíslasyni og félögum í Rhein-Neckar Löwen, lokatölur 31-33. Bjarki Már var allt í öllu í liði Lemgo í kvöld er Balingen-Weilstetten kom í heimsókn. Bjarki virtist hins vegar einn á móti rest en hann fékk litla hjálp frá samherjum sínum. Lemgo var sex mörkum undir í hálfleik, staðan þá 10-16. Tókst þeim ekki að brúa bilið í síðari hálfleik og munurinn enn sex mörk er flautað var til leiksloka, lokatölur 26-32. Skoraði Oddur Gretarsson tvö mörk í liði Balingen í kvöld en þetta var þeirra fyrsti sigur á tímabilinu. Alls skoraði Bjarki tíu af 26 mörkum Lemgo í kvöld. Er liðið sem stendur í 7. sæti að loknum sjö leikjum. Leikur Magdeburg og Rhein-Neckar Löwen var nokkuð spennandi en gestirnir voru þó alltaf sterkari aðilinn. Voru þeir þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-18. Heimamenn náðu aðeins að klóra í bakkann en er leiknum lauk var munurinn þó enn tvö mörk, lokatölur 31-33 Löwen í vil. Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk í leiknum fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir eitt. Ýmir Örn komst ekki á blað hjá Löwen en hann nældi sér þó í gult spjald. Alexander Petersson var ekki í leikmannahóp Löwen í kvöld. Ýmir og Alexander eru sem fyrr á toppi deildarinnar. Á sama tíma er Magdeburg í 6. sæti og Stuttgart þar fyrir ofan. Viggó var allt í öllu að venju í sóknarleik Stuttgart en líkt og hjá Bjarka þá gekk samherjum hans ekkert að þenja netmöskvana er liðið mætti Erlangen á útivelli. Það er í síðari hálfleik en staðan í hálfleik var 16-16. Í þeim síðari gekk allt upp hjá Erlangen sem skoraði hvert markið á fætur öðru og fór það svo að Erlangen vann níu marka sigur, lokatölur 34-25. Viggó skoraði sex mörk í leiknum á meðan Elvar komst ekki á blað.
Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingar sitja fastir vegna lestarkaós í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Sjá meira