„Hræðilegt að heyra af þessu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 11. nóvember 2020 10:32 Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að málefni Arnarholts verði skoðuð hjá borgaryfirvöldum. Vísir/Vilhelm Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgaryfirvöld muni í dag óska eftir gögnum varðandi starfsemi vistheimilisins Arnarholts frá árinu 1971 sem fjallað var um í fréttum RÚV í gærkvöldi. Um er að ræða vitnaleiðslur yfir 24 þáverandi og fyrrverandi starfsmönnum Arnarholts þar sem meðal annars var lýst vanrækslu, slæmum aðbúnaði og því að vistmenn hafi verið látnir sæta einangrun í litlum klefa í refsingarskyni, jafnvel svo vikum skipti. Vistheimilið var rekið af Reykjavíkurborg frá árinu 1945 og heyrði undir félagsmálastofnun borgarinnar fram í september 1971 þegar það varð hluti af geðdeild Borgaraspítala. Var það eftir að borgarstjórn ákvað að starfsemi heimilisins skyldi rannsökuð. Í kjölfar þeirrar rannsóknar taldi borgarstjórn þörf á að grípa til aðgerða, þvert á niðurstöðu nefndar þriggja lækna sem rannsökuðu starfsemina. Heiða Björg segir í samtali við fréttastofu að hún hafi fyrst heyrt af aðbúnaði fólks á Arnarholti í fréttum í gær. Það sé hræðilegt að heyra af því og hún harmi það. Aðspurð hvernig tekið verði á málinu hjá borginni segir hún að óskað eftir aðgangi að umræddum gögnum. „Og reyna að kynna okkur þetta betur. Það er auðvitað langt um liðið en mikilvægt að fara vel yfir þetta. Þetta er líka bara góð hvatning að vera alltaf á tánum með aðbúnað fólks og ég veit að ekkert viðlíka þessu viðgengst núna en engu að síður er hræðilegt að heyra af þessu og ég held að við þurfum bara alltaf að vera á tánum með það að við séum að koma vel og fallega fram við allt fólk,“ segir Heiða. Finna þurfi málinu réttan farveg innan borgarinnar og hún sé ekki viss um að þetta verði akkúrat tekið fyrir í velferðarráði. „En ég gæti alveg eins trúað að við tökum þetta fyrir strax í dag. Það er enginn fundur í dag í velferðarráði þannig að við þurfum bara að finna rétta vettvanginn en við munum kalla eftir þessum gögnum strax og fara yfir þetta.“ Þá kveðst hún hafa ekki upplýsingar um bótaskyldu í málinu eða annað slíkt og hver bæri þá ábyrgð þar og hvernig. „Fyrst og fremst þurfum við að fá þessi gögn og kynna okkur þau og læra af þessu. Ef einhver er einhvers staðar sem þessu tengist þá harma ég þetta og ég held að allir hljóti að gera það sem lesa um þessa meðferð á fólki; harmi þetta innilega og myndu vilja biðja alla hlutaðeigandi afsökunar og við munum bara gera það sem í okkar valdi stendur til að það sé skýrt,“ segir Heiða. Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Vistheimili Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir að borgaryfirvöld muni í dag óska eftir gögnum varðandi starfsemi vistheimilisins Arnarholts frá árinu 1971 sem fjallað var um í fréttum RÚV í gærkvöldi. Um er að ræða vitnaleiðslur yfir 24 þáverandi og fyrrverandi starfsmönnum Arnarholts þar sem meðal annars var lýst vanrækslu, slæmum aðbúnaði og því að vistmenn hafi verið látnir sæta einangrun í litlum klefa í refsingarskyni, jafnvel svo vikum skipti. Vistheimilið var rekið af Reykjavíkurborg frá árinu 1945 og heyrði undir félagsmálastofnun borgarinnar fram í september 1971 þegar það varð hluti af geðdeild Borgaraspítala. Var það eftir að borgarstjórn ákvað að starfsemi heimilisins skyldi rannsökuð. Í kjölfar þeirrar rannsóknar taldi borgarstjórn þörf á að grípa til aðgerða, þvert á niðurstöðu nefndar þriggja lækna sem rannsökuðu starfsemina. Heiða Björg segir í samtali við fréttastofu að hún hafi fyrst heyrt af aðbúnaði fólks á Arnarholti í fréttum í gær. Það sé hræðilegt að heyra af því og hún harmi það. Aðspurð hvernig tekið verði á málinu hjá borginni segir hún að óskað eftir aðgangi að umræddum gögnum. „Og reyna að kynna okkur þetta betur. Það er auðvitað langt um liðið en mikilvægt að fara vel yfir þetta. Þetta er líka bara góð hvatning að vera alltaf á tánum með aðbúnað fólks og ég veit að ekkert viðlíka þessu viðgengst núna en engu að síður er hræðilegt að heyra af þessu og ég held að við þurfum bara alltaf að vera á tánum með það að við séum að koma vel og fallega fram við allt fólk,“ segir Heiða. Finna þurfi málinu réttan farveg innan borgarinnar og hún sé ekki viss um að þetta verði akkúrat tekið fyrir í velferðarráði. „En ég gæti alveg eins trúað að við tökum þetta fyrir strax í dag. Það er enginn fundur í dag í velferðarráði þannig að við þurfum bara að finna rétta vettvanginn en við munum kalla eftir þessum gögnum strax og fara yfir þetta.“ Þá kveðst hún hafa ekki upplýsingar um bótaskyldu í málinu eða annað slíkt og hver bæri þá ábyrgð þar og hvernig. „Fyrst og fremst þurfum við að fá þessi gögn og kynna okkur þau og læra af þessu. Ef einhver er einhvers staðar sem þessu tengist þá harma ég þetta og ég held að allir hljóti að gera það sem lesa um þessa meðferð á fólki; harmi þetta innilega og myndu vilja biðja alla hlutaðeigandi afsökunar og við munum bara gera það sem í okkar valdi stendur til að það sé skýrt,“ segir Heiða.
Reykjavík Félagsmál Borgarstjórn Vistheimili Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira