Samkomulagið sagt sársaukafullt og ósigur fyrir Armena Samúel Karl Ólason skrifar 10. nóvember 2020 15:05 Frá þingi Armeníu í morgun. EPA/VAHRAM BAGHDASARYAN Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina. Samkomulagið felur í sér að Aserbaídsjan mun halda því svæði sem Aserar hafa hertekið en þar á meðal er borgin Shusi, sem er sú næst stærsta í héraðinu. Þar að auki þurfa Armenar að gefa eftir umfangsmikið svæði fyrir 1. desember. Ríkin tvö hafa nú barist um Nagorno-Karabakh í um sex vikur. Það tilheyrir formlega Aserbaídsjan en því hefur þó í raun verið stjórnað af Armenunum sem búa þar. Samkomulaginu var fagnað í Baku, höfuðborg Aserbaídsjan, en í Jerevan, höfuðborg Armeníu, brutust út mikil mótmæli. Í morgun ruddust mótmælendur inn í þinghús landsins og gengu í skrokk á forseta þingsins. Þá hafa fregnir borist af því að skrifstofa forsætisráðherrann hafi verið rænd, samkvæmt frétt BBC. Hér má sjá myndefni frá þinghúsinu í Jerevan í morgun. VIDEO: Chaotic scenes erupted inside Armenia's parliament in the early hours of Tuesday as protesters angry at a ceasefire deal with Azerbaijan seized control of its chamber to denounce the country's leadership pic.twitter.com/2A4zjOwRz4— AFP news agency (@AFP) November 10, 2020 Hávær áköll eftir afsögn forsætisráðherra Armeníu hafa heyrst og sömuleiðis hefur verið kallað eftir því að Armenar fylgi samkomulaginu ekki eftir. Blaðamenn Reuters hafa eftir einhverjum Aserum sem rætt var við í Baku að þeir treysti Rússum ekki til að vera á svæðinu og til að ganga úr skugga um að samkomulaginu sé fylgt eftir. Þá er haft eftir Arayik Harutyunyan, pólitískum leiðtoga Nagorno-Karabakh, að ekkert annað hafi verið í boði en að semja um frið. Annars myndi allt héraðið tapast. Pashinyan, forsætisráðherra, hefur sagt að ekki sé endilega um ósigur að ræða, nema Armenar telji sig hafa verið sigraða. Útlit er fyrir að Armenar hafi misst fjölda hermanna, skriðdreka og annan herbúnað í átökunum. Það hefur að miklu leyti verið rakið til yfirburða Asera í lofti og þá sérstaklega vegna dróna sem Aserar fengu frá Tyrkjum, bakhjörlum sínum. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum í átökunum. Má þar nefna stórskotaliðsárásir á almenna borgara og aftökur fanga. Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22 Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 23:39 Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Rússneskir friðargæsluliðar eru nú komnir til Nagorno-Karabakh eftir að skrifað var undir samkomulag sem Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, segir hafa verið sársaukafullt fyrir sig og þjóðina. Samkomulagið felur í sér að Aserbaídsjan mun halda því svæði sem Aserar hafa hertekið en þar á meðal er borgin Shusi, sem er sú næst stærsta í héraðinu. Þar að auki þurfa Armenar að gefa eftir umfangsmikið svæði fyrir 1. desember. Ríkin tvö hafa nú barist um Nagorno-Karabakh í um sex vikur. Það tilheyrir formlega Aserbaídsjan en því hefur þó í raun verið stjórnað af Armenunum sem búa þar. Samkomulaginu var fagnað í Baku, höfuðborg Aserbaídsjan, en í Jerevan, höfuðborg Armeníu, brutust út mikil mótmæli. Í morgun ruddust mótmælendur inn í þinghús landsins og gengu í skrokk á forseta þingsins. Þá hafa fregnir borist af því að skrifstofa forsætisráðherrann hafi verið rænd, samkvæmt frétt BBC. Hér má sjá myndefni frá þinghúsinu í Jerevan í morgun. VIDEO: Chaotic scenes erupted inside Armenia's parliament in the early hours of Tuesday as protesters angry at a ceasefire deal with Azerbaijan seized control of its chamber to denounce the country's leadership pic.twitter.com/2A4zjOwRz4— AFP news agency (@AFP) November 10, 2020 Hávær áköll eftir afsögn forsætisráðherra Armeníu hafa heyrst og sömuleiðis hefur verið kallað eftir því að Armenar fylgi samkomulaginu ekki eftir. Blaðamenn Reuters hafa eftir einhverjum Aserum sem rætt var við í Baku að þeir treysti Rússum ekki til að vera á svæðinu og til að ganga úr skugga um að samkomulaginu sé fylgt eftir. Þá er haft eftir Arayik Harutyunyan, pólitískum leiðtoga Nagorno-Karabakh, að ekkert annað hafi verið í boði en að semja um frið. Annars myndi allt héraðið tapast. Pashinyan, forsætisráðherra, hefur sagt að ekki sé endilega um ósigur að ræða, nema Armenar telji sig hafa verið sigraða. Útlit er fyrir að Armenar hafi misst fjölda hermanna, skriðdreka og annan herbúnað í átökunum. Það hefur að miklu leyti verið rakið til yfirburða Asera í lofti og þá sérstaklega vegna dróna sem Aserar fengu frá Tyrkjum, bakhjörlum sínum. Þá hafa fregnir borist af ýmsum ódæðum í átökunum. Má þar nefna stórskotaliðsárásir á almenna borgara og aftökur fanga.
Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Hernaður Tengdar fréttir Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22 Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 23:39 Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Bandaríkjamenn og Rússar funda með Evrópu á hliðarlínunni Farþegaþota brotlenti og hafnaði á hvolfi Evrópa þurfi að vígbúast Skynjar „nýja evrópska staðfestu og alvarleika“ fyrir fundinn í París Páfi sagður þarfnast frekari sjúkrahússlegu vegna sýkingar „Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins Rubio mættur til Sádi-Arabíu og Lavrov segir Evrópu ekki eiga neitt erindi Blaðamenn AP í straffi hjá Hvíta húsinu vegna Mexíkóflóa Mette fulltrúi Norðurlanda á neyðarfundi í París Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Reiðubúinn til að senda hermenn til Úkraínu Ísraelar fá sprengjur frá Bandaríkjunum Átján létust í troðningi Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Sjá meira
Rússneskir friðargæsluliðar á leið til Nagorno-Karabakh Rússneskir friðargæsluliðar lögðu í morgun af stað til Nagorno Karabakh héraðs í Aserbaídjan eins og ráð var fyrir gert í vopnahléssamningnum sem undirritaður var í gær af stríðandi fylkingum. Aserar og Armenar hafa háð harða bardaga um héraðið undanfarna mánuði. 10. nóvember 2020 08:22
Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 23:39
Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37
Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27