Armenar mótmæla vegna friðarsamnings við Aserbaídsjan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 23:39 Mótmælendur hafa safnast saman fyrir utan opinberar byggingar til að mótmæla friðarsamningi við Aserbaídsjan. Vísir/Twitter Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. Talsmaður yfirvalda í Rússlandi staðfesti fréttirnar. Engin viðbrögð hafa borist frá yfirvöldum í Aserbaídsjan. Arayik Harutyunyan, leiðtogi Nagorno-Karabakh birt í kjölfarið Facebook-færslu þar sem hann sagðist sammála að binda þyrfti endi á stríðið eins fljótt og auðið er. Átökin hafa nú varið í um sex vikur og hafa átökin verið hörð. Aserskar hersveitir hafa lagt undir sig mikið land í héraðinu og tilkynntu asersk yfirvöld í dag að þau hefðu hertekið tugi bæja í dag. Þá var greint frá því fyrr í dag að Aserskar hersveitir hefðu fyrir slysni skotið niður rússneska herþyrlu á landi Armena og létust tveir þyrluhermenn í árásinni. Armenar mótmæla friðarsamningnum Mikil mótmæli hafa brotist út í Jerevan, höfuðborg Armeníu, vegna tilkynningar forsætisráðherrans og hafa óstaðfestar fregnir borist af því að mótmælendur hafi brotist inn í opinberar byggingar. Gunfire into the air. Ministry of Foreign Affairs just went dark as I passed it. Guy walking away tells me 'be careful there.'— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Neil Hauer fréttamaður birti myndbönd af mótmælunum á Twitter og segir að hann hafi heyrt byssuskot. Mass unrest at Republic Square in front of the government building. pic.twitter.com/YxjDwUoMZd— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Þá segir hann að þegar hann hafi átt leið hjá utanríkisráðuneyti landsins hafi öll ljósin slokknað á sama tíma og að maður sem hann mætti hafi beðið hann að fara varlega. Protesters at the government building screaming 'GHA-RA-BAGH' (Karabakh) - the same slogan that kicked it all off in February 1988. pic.twitter.com/MMcNdZgsMH— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Vilja forðast útbreiddara stríð á svæðinu Deilurnar vegna héraðsins má rekja allt að þrjátíu ár aftur í tímann, en á árunum 1988 til 1994 geisaði blóðugt stríð um héraðið en bundinn var endi á stríðið með tilkomu Frakka, Rússa og Bandaríkjanna eða Mínsk-hópsins svokallaða. Meirihluti íbúa í Nagorno-Karabakh er af armenskum uppruna en héraðið er hluti af Armeníu. Fyrir þrjátíu árum lýstu aðskilnaðarsinnar í héraðinu yfir sjálfstæði þess en það hefur ekki verið viðurkennt af alþjóðasamfélaginu, og ekki einu sinni Armeníu. Átökin hófust að nýju þann 27. september og hafa minnst þúsund látist. Talan er hins vegar talin mun hærri og greindi Vladimír Pútín Rússlandsforseti frá því í október að hátt í fimm þúsund hafi látið lífið. Þetta er fjórði friðarsamningurinn sem ríkin tvö hafa undirritað frá því að átökin hófust fyrir sex vikum en hafa vopnahléin þrjú öll verið brotin. Margir hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að átökin gætu leitt til útbreiddara stríðs á svæðinu, en Tyrkir hafa stutt Asera opinberlega og Rússar eiga í varnarbandalagi við Armena þó að Rússar hafi hingað til reynt að halda sig á hliðarlínunni en komið að friðarviðræðum. Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Nikol Pahinyan forsætisráðherra Armeníu greindi frá því í kvöld að hann hefur skrifað undir friðarsamning við leiðtoga Aserbaídsjan og Rússlands til að binda endi á átökin vegna héraðsins Nagorno-Karabakh. Talsmaður yfirvalda í Rússlandi staðfesti fréttirnar. Engin viðbrögð hafa borist frá yfirvöldum í Aserbaídsjan. Arayik Harutyunyan, leiðtogi Nagorno-Karabakh birt í kjölfarið Facebook-færslu þar sem hann sagðist sammála að binda þyrfti endi á stríðið eins fljótt og auðið er. Átökin hafa nú varið í um sex vikur og hafa átökin verið hörð. Aserskar hersveitir hafa lagt undir sig mikið land í héraðinu og tilkynntu asersk yfirvöld í dag að þau hefðu hertekið tugi bæja í dag. Þá var greint frá því fyrr í dag að Aserskar hersveitir hefðu fyrir slysni skotið niður rússneska herþyrlu á landi Armena og létust tveir þyrluhermenn í árásinni. Armenar mótmæla friðarsamningnum Mikil mótmæli hafa brotist út í Jerevan, höfuðborg Armeníu, vegna tilkynningar forsætisráðherrans og hafa óstaðfestar fregnir borist af því að mótmælendur hafi brotist inn í opinberar byggingar. Gunfire into the air. Ministry of Foreign Affairs just went dark as I passed it. Guy walking away tells me 'be careful there.'— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Neil Hauer fréttamaður birti myndbönd af mótmælunum á Twitter og segir að hann hafi heyrt byssuskot. Mass unrest at Republic Square in front of the government building. pic.twitter.com/YxjDwUoMZd— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Þá segir hann að þegar hann hafi átt leið hjá utanríkisráðuneyti landsins hafi öll ljósin slokknað á sama tíma og að maður sem hann mætti hafi beðið hann að fara varlega. Protesters at the government building screaming 'GHA-RA-BAGH' (Karabakh) - the same slogan that kicked it all off in February 1988. pic.twitter.com/MMcNdZgsMH— Neil Hauer (@NeilPHauer) November 9, 2020 Vilja forðast útbreiddara stríð á svæðinu Deilurnar vegna héraðsins má rekja allt að þrjátíu ár aftur í tímann, en á árunum 1988 til 1994 geisaði blóðugt stríð um héraðið en bundinn var endi á stríðið með tilkomu Frakka, Rússa og Bandaríkjanna eða Mínsk-hópsins svokallaða. Meirihluti íbúa í Nagorno-Karabakh er af armenskum uppruna en héraðið er hluti af Armeníu. Fyrir þrjátíu árum lýstu aðskilnaðarsinnar í héraðinu yfir sjálfstæði þess en það hefur ekki verið viðurkennt af alþjóðasamfélaginu, og ekki einu sinni Armeníu. Átökin hófust að nýju þann 27. september og hafa minnst þúsund látist. Talan er hins vegar talin mun hærri og greindi Vladimír Pútín Rússlandsforseti frá því í október að hátt í fimm þúsund hafi látið lífið. Þetta er fjórði friðarsamningurinn sem ríkin tvö hafa undirritað frá því að átökin hófust fyrir sex vikum en hafa vopnahléin þrjú öll verið brotin. Margir hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að átökin gætu leitt til útbreiddara stríðs á svæðinu, en Tyrkir hafa stutt Asera opinberlega og Rússar eiga í varnarbandalagi við Armena þó að Rússar hafi hingað til reynt að halda sig á hliðarlínunni en komið að friðarviðræðum.
Armenía Aserbaídsjan Rússland Tyrkland Nagorno-Karabakh Tengdar fréttir Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37 Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27 Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Sjá meira
Rússnesk herþyrla skotin niður af Aserbaídsjan Tveir létust þegar rússnesk herþyrla var skotin niður í Armeníu í dag. Aserbaídsjan hefur nú viðurkennt að hafa skotið þyrluna niður fyrir slysni og hefur berist afsökunar. Árásin tengist átökum milli Asera og Armena um héraðið Nagorno-Karabakh. 9. nóvember 2020 17:37
Átök halda áfram í Nagorno-Karabakh Átök brutust út á milli hersveita Aserbaídsjan og Armena sem búsettir eru í Nagorno-Karabakh í dag. Aserar og Armenar hafa báðir kennt hvor öðrum um að hafa komið í veg fyrir friðsamlegar málalyktir í átökunum um héraðið. 25. október 2020 20:27
Pútín segir tæplega 5.000 hafa dáið í Nagorno-Karabakh Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir að nærri fimm þúsund manns hafi látist í átökum Aserbaídsjan og Armeníu um héraðið Nagorno-Karabakh. 22. október 2020 21:14
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent