Metdagur í Frakklandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 7. nóvember 2020 08:31 Olivier Verán, heilbrigðisráðherra Frakklands, segir stöðuna grafalvarlega. Aurelien Meunier/Getty Alls greindust 60.486 manns með kórónuveiruna í Frakklandi í gær. Aldrei hafa jafn margir greinst með veiruna á einum sólarhring. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins og vísað í tölur frá Johns Hopkins-háskóla. Alls hefur nú meira en 1,7 milljónir manna greinst með veiruna í Frakklandi og hátt í 40.000 látið lífið af völdum hennar. Þar af létust 828 í gær. Vika er síðan gripið var til hertra aðgerða í Frakklandi til að freista þess að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar verði í gildi út nóvembermánuð. Meðal þess sem felst í aðgerðunum er útgöngubann með ákveðnum undantekningum. Ekki er leyfilegt að yfirgefa heimili sitt nema til þess að fara til vinnu, sé ekki unnt að vinna heima, til þess að kaupa nauðsynjavörur eða sækja sér heilbrigðisþjónustu. Þá er heimilt að stunda líkamsrækt utandyra í allt að eina klukkustund á dag. Öllum verslunum og þjónustustöðum sem ekki veita nauðsynlega þjónustu hefur verið lokað. Skólar, leikskólar og dagheimili barna eru þó áfram opin. Þá er í gildi útgöngubann frá klukkan tíu að kvöldi til sex að morgni og nær það yfir allt landið. Olibier Véran, heilbrigðisráðherra Frakklands, hefur biðlað til fólks um að fylgja reglunum. Án þeirra segir hann að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa í landinu myndu sligast undan álagi um miðjan nóvember. „Því strangari sem við erum, því styttra varir útgöngubannið,“ sagði Véran á blaðamannafundi. „Málið er grafalvarlegt. Önnur bylgjan er hafin og hún er ofbeldisfull.“ Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Alls greindust 60.486 manns með kórónuveiruna í Frakklandi í gær. Aldrei hafa jafn margir greinst með veiruna á einum sólarhring. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins og vísað í tölur frá Johns Hopkins-háskóla. Alls hefur nú meira en 1,7 milljónir manna greinst með veiruna í Frakklandi og hátt í 40.000 látið lífið af völdum hennar. Þar af létust 828 í gær. Vika er síðan gripið var til hertra aðgerða í Frakklandi til að freista þess að hefta frekari útbreiðslu veirunnar. Gert er ráð fyrir að aðgerðirnar verði í gildi út nóvembermánuð. Meðal þess sem felst í aðgerðunum er útgöngubann með ákveðnum undantekningum. Ekki er leyfilegt að yfirgefa heimili sitt nema til þess að fara til vinnu, sé ekki unnt að vinna heima, til þess að kaupa nauðsynjavörur eða sækja sér heilbrigðisþjónustu. Þá er heimilt að stunda líkamsrækt utandyra í allt að eina klukkustund á dag. Öllum verslunum og þjónustustöðum sem ekki veita nauðsynlega þjónustu hefur verið lokað. Skólar, leikskólar og dagheimili barna eru þó áfram opin. Þá er í gildi útgöngubann frá klukkan tíu að kvöldi til sex að morgni og nær það yfir allt landið. Olibier Véran, heilbrigðisráðherra Frakklands, hefur biðlað til fólks um að fylgja reglunum. Án þeirra segir hann að gjörgæsludeildir sjúkrahúsa í landinu myndu sligast undan álagi um miðjan nóvember. „Því strangari sem við erum, því styttra varir útgöngubannið,“ sagði Véran á blaðamannafundi. „Málið er grafalvarlegt. Önnur bylgjan er hafin og hún er ofbeldisfull.“
Frakkland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira