Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 13:13 Forstjóri Landhelgisgæslunnar óttast að ótímabundið verkfall flugvirkja hjá gæslunni muni hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu ef það dregst á langinn. Vélar geti bilað með skömmum fyrirvara. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. Samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Hjá gæslunni starfa 18 flugvirkjar. Ef frá eru dregin launatengd gjöld voru meðalheildarlaun flugvirkjanna í fyrra 1.764.291 kr. á mánuði. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá gæslunni. Þegar fréttastofa náði tali af Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, hafði hann nýlokið fundi um verkfallið. „Við erum vakin og sofin yfir þessu og höfum haldið marga og langa fundi til að undirbúa okkur og bregðast við. Það er það sem við erum að gera núna; reyna að takmarka tjónið eins og nokkur kostur er“. Hann var spurður hvort aðgerðirnar hefðu mikil áhrif á störf gæslunnar. „Það fer eftir því hvernig þetta þróast en dragist þetta verkfall á langinn þá mun það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu Landhelgisgæslunnar en það er hins vegar óvíst hvenær þessara áhrifa fer að gæta, það gæti gerst í dag, morgun eða eftir einhverja daga“. TF Líf á flugiVísir/Vilhelm Vélarnar geti bilað með afar skömmum fyrirvara „Sem stendur erum við bara með eina tiltæka, hinar vélarnar eru í skoðunum og meðan á verkfalli stendur þá er ekki unnið í þeim. Ef koma upp bilanir í þeirri einu sem er til taks, þá gæti verið erfitt að leysa úr því á meðan á verkfalli stendur“. Georg kveðst bjartsýnn á framhaldið þó staðan sé ekki góð í dag, á fyrsta degi verkfalls. „Þetta er fyrst og fremst erfitt þar sem um er að ræða neyðarþjónustu og þetta getur verið spursmál um mannslíf. Ég vona bara að menn sýni ábyrgð og geri sér grein fyrir þeim skyldum sem á þeim hvíla gagnvart þjóðinni allri, sér í lagi eins og ástandið er núna,“ sagði Georg. Laun flugvirkja á síðasta ári Fréttastofa kallaði eftir svörum frá Landhelgisgæslunni um heildarlaun flugvirkja. Upplýsingafulltrúi gæslunnar svaraði jafnharðan: „Flugvirkjar í áhöfnum (spilmenn) eru á bakvöktum og fá því álagsgreiðslur, yfirvinnugreiðslur og fleira sem hefur áhrif á laun þeirra til hækkunar miðað við flugvirkja sem starfa alla jafna einungis í dagvinnu: Heildarlaun spilmanna án launatengdra gjalda voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.061.523 kr. til 2.513.236 kr. á mánuði og að meðaltali 2.039.515 kr.“ Heildarlaun flugvirkja í dagvinnu í skýli voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 708.466 kr. til 1.036.095 kr. á mánuði og að meðaltali 907.913 kr. Heildarlaun flugvirkja á skrifstofu (viðhaldsáætlanir) voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.472.258 kr. til 2.041.860 kr. á mánuði og að meðaltali 1.667.843 kr. Landhelgisgæslan Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. Samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Hjá gæslunni starfa 18 flugvirkjar. Ef frá eru dregin launatengd gjöld voru meðalheildarlaun flugvirkjanna í fyrra 1.764.291 kr. á mánuði. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá gæslunni. Þegar fréttastofa náði tali af Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, hafði hann nýlokið fundi um verkfallið. „Við erum vakin og sofin yfir þessu og höfum haldið marga og langa fundi til að undirbúa okkur og bregðast við. Það er það sem við erum að gera núna; reyna að takmarka tjónið eins og nokkur kostur er“. Hann var spurður hvort aðgerðirnar hefðu mikil áhrif á störf gæslunnar. „Það fer eftir því hvernig þetta þróast en dragist þetta verkfall á langinn þá mun það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu Landhelgisgæslunnar en það er hins vegar óvíst hvenær þessara áhrifa fer að gæta, það gæti gerst í dag, morgun eða eftir einhverja daga“. TF Líf á flugiVísir/Vilhelm Vélarnar geti bilað með afar skömmum fyrirvara „Sem stendur erum við bara með eina tiltæka, hinar vélarnar eru í skoðunum og meðan á verkfalli stendur þá er ekki unnið í þeim. Ef koma upp bilanir í þeirri einu sem er til taks, þá gæti verið erfitt að leysa úr því á meðan á verkfalli stendur“. Georg kveðst bjartsýnn á framhaldið þó staðan sé ekki góð í dag, á fyrsta degi verkfalls. „Þetta er fyrst og fremst erfitt þar sem um er að ræða neyðarþjónustu og þetta getur verið spursmál um mannslíf. Ég vona bara að menn sýni ábyrgð og geri sér grein fyrir þeim skyldum sem á þeim hvíla gagnvart þjóðinni allri, sér í lagi eins og ástandið er núna,“ sagði Georg. Laun flugvirkja á síðasta ári Fréttastofa kallaði eftir svörum frá Landhelgisgæslunni um heildarlaun flugvirkja. Upplýsingafulltrúi gæslunnar svaraði jafnharðan: „Flugvirkjar í áhöfnum (spilmenn) eru á bakvöktum og fá því álagsgreiðslur, yfirvinnugreiðslur og fleira sem hefur áhrif á laun þeirra til hækkunar miðað við flugvirkja sem starfa alla jafna einungis í dagvinnu: Heildarlaun spilmanna án launatengdra gjalda voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.061.523 kr. til 2.513.236 kr. á mánuði og að meðaltali 2.039.515 kr.“ Heildarlaun flugvirkja í dagvinnu í skýli voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 708.466 kr. til 1.036.095 kr. á mánuði og að meðaltali 907.913 kr. Heildarlaun flugvirkja á skrifstofu (viðhaldsáætlanir) voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.472.258 kr. til 2.041.860 kr. á mánuði og að meðaltali 1.667.843 kr.
Landhelgisgæslan Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira