Segir verkfallið hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu dragist það á langinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 13:13 Forstjóri Landhelgisgæslunnar óttast að ótímabundið verkfall flugvirkja hjá gæslunni muni hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu ef það dregst á langinn. Vélar geti bilað með skömmum fyrirvara. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. Samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Hjá gæslunni starfa 18 flugvirkjar. Ef frá eru dregin launatengd gjöld voru meðalheildarlaun flugvirkjanna í fyrra 1.764.291 kr. á mánuði. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá gæslunni. Þegar fréttastofa náði tali af Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, hafði hann nýlokið fundi um verkfallið. „Við erum vakin og sofin yfir þessu og höfum haldið marga og langa fundi til að undirbúa okkur og bregðast við. Það er það sem við erum að gera núna; reyna að takmarka tjónið eins og nokkur kostur er“. Hann var spurður hvort aðgerðirnar hefðu mikil áhrif á störf gæslunnar. „Það fer eftir því hvernig þetta þróast en dragist þetta verkfall á langinn þá mun það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu Landhelgisgæslunnar en það er hins vegar óvíst hvenær þessara áhrifa fer að gæta, það gæti gerst í dag, morgun eða eftir einhverja daga“. TF Líf á flugiVísir/Vilhelm Vélarnar geti bilað með afar skömmum fyrirvara „Sem stendur erum við bara með eina tiltæka, hinar vélarnar eru í skoðunum og meðan á verkfalli stendur þá er ekki unnið í þeim. Ef koma upp bilanir í þeirri einu sem er til taks, þá gæti verið erfitt að leysa úr því á meðan á verkfalli stendur“. Georg kveðst bjartsýnn á framhaldið þó staðan sé ekki góð í dag, á fyrsta degi verkfalls. „Þetta er fyrst og fremst erfitt þar sem um er að ræða neyðarþjónustu og þetta getur verið spursmál um mannslíf. Ég vona bara að menn sýni ábyrgð og geri sér grein fyrir þeim skyldum sem á þeim hvíla gagnvart þjóðinni allri, sér í lagi eins og ástandið er núna,“ sagði Georg. Laun flugvirkja á síðasta ári Fréttastofa kallaði eftir svörum frá Landhelgisgæslunni um heildarlaun flugvirkja. Upplýsingafulltrúi gæslunnar svaraði jafnharðan: „Flugvirkjar í áhöfnum (spilmenn) eru á bakvöktum og fá því álagsgreiðslur, yfirvinnugreiðslur og fleira sem hefur áhrif á laun þeirra til hækkunar miðað við flugvirkja sem starfa alla jafna einungis í dagvinnu: Heildarlaun spilmanna án launatengdra gjalda voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.061.523 kr. til 2.513.236 kr. á mánuði og að meðaltali 2.039.515 kr.“ Heildarlaun flugvirkja í dagvinnu í skýli voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 708.466 kr. til 1.036.095 kr. á mánuði og að meðaltali 907.913 kr. Heildarlaun flugvirkja á skrifstofu (viðhaldsáætlanir) voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.472.258 kr. til 2.041.860 kr. á mánuði og að meðaltali 1.667.843 kr. Landhelgisgæslan Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira
Ótímabundið verkfall flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni er skollið á. Forstjóri Landhelgisgæslunnar kveðst vakinn og sofinn yfir málinu og reynir að takmarka tjónið eins og kostur er. Dragist verkfallið á langinn muni það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu. Samningar hafa verið lausir frá 31. desember 2019. Verkfallið nær til allra flugvirkja sem starfa hjá Landhelgisgæslunni sem sinna ekki neyðarþjónustu. Hjá gæslunni starfa 18 flugvirkjar. Ef frá eru dregin launatengd gjöld voru meðalheildarlaun flugvirkjanna í fyrra 1.764.291 kr. á mánuði. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá gæslunni. Þegar fréttastofa náði tali af Georg Lárussyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar, hafði hann nýlokið fundi um verkfallið. „Við erum vakin og sofin yfir þessu og höfum haldið marga og langa fundi til að undirbúa okkur og bregðast við. Það er það sem við erum að gera núna; reyna að takmarka tjónið eins og nokkur kostur er“. Hann var spurður hvort aðgerðirnar hefðu mikil áhrif á störf gæslunnar. „Það fer eftir því hvernig þetta þróast en dragist þetta verkfall á langinn þá mun það hafa alvarleg áhrif á þyrlubjörgunarþjónustu Landhelgisgæslunnar en það er hins vegar óvíst hvenær þessara áhrifa fer að gæta, það gæti gerst í dag, morgun eða eftir einhverja daga“. TF Líf á flugiVísir/Vilhelm Vélarnar geti bilað með afar skömmum fyrirvara „Sem stendur erum við bara með eina tiltæka, hinar vélarnar eru í skoðunum og meðan á verkfalli stendur þá er ekki unnið í þeim. Ef koma upp bilanir í þeirri einu sem er til taks, þá gæti verið erfitt að leysa úr því á meðan á verkfalli stendur“. Georg kveðst bjartsýnn á framhaldið þó staðan sé ekki góð í dag, á fyrsta degi verkfalls. „Þetta er fyrst og fremst erfitt þar sem um er að ræða neyðarþjónustu og þetta getur verið spursmál um mannslíf. Ég vona bara að menn sýni ábyrgð og geri sér grein fyrir þeim skyldum sem á þeim hvíla gagnvart þjóðinni allri, sér í lagi eins og ástandið er núna,“ sagði Georg. Laun flugvirkja á síðasta ári Fréttastofa kallaði eftir svörum frá Landhelgisgæslunni um heildarlaun flugvirkja. Upplýsingafulltrúi gæslunnar svaraði jafnharðan: „Flugvirkjar í áhöfnum (spilmenn) eru á bakvöktum og fá því álagsgreiðslur, yfirvinnugreiðslur og fleira sem hefur áhrif á laun þeirra til hækkunar miðað við flugvirkja sem starfa alla jafna einungis í dagvinnu: Heildarlaun spilmanna án launatengdra gjalda voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.061.523 kr. til 2.513.236 kr. á mánuði og að meðaltali 2.039.515 kr.“ Heildarlaun flugvirkja í dagvinnu í skýli voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 708.466 kr. til 1.036.095 kr. á mánuði og að meðaltali 907.913 kr. Heildarlaun flugvirkja á skrifstofu (viðhaldsáætlanir) voru árið 2019 að meðaltali á bilinu 1.472.258 kr. til 2.041.860 kr. á mánuði og að meðaltali 1.667.843 kr.
Landhelgisgæslan Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Hitnar undir feldi Péturs Innlent Fleiri fréttir Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Sjá meira