Bjóðum fólk velkomið Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2020 11:00 Við sem búum á Íslandi höfum það alla jafna mjög gott. Þó að veðrið leiki okkur stundum grátt búum við mjög vel. Við erum eitt ríkasta land í heimi og höfum byggt okkur öflugt velferðarkerfi. Við höfum flest nóg að bíta og brenna en sannarlega er það viðvarandi verkefni að tryggja öllum gott viðurværi alltaf. Þannig virkar gott og heilbrigt samfélag. Það ætti því ekki að koma okkur á óvart að hingað sækir fólk sem vill setjast að og búa sér gott heimili. Sá hópur er ekki einsleitur. Þar er um að ræða fólk sem flýr hræðilegar aðstæður og fólk með mjög háar tekjur sem hefur heyrt að hér sé friðsælt að vera í fallegu landi. Og allt þar á milli. Það er lykilatriði að við séum tilbúin að taka á móti fjölbreyttri flóru fólks. Við höfum til þess ákveðna ferla og reglur. En ferlar og reglur ná bara ákveðið langt þegar talað er um fólk og stundum kemur í ljós að ferlarnir eru ekki gagnlegir. Sem dæmi má nefna veitingu atvinnuleyfa hér á landi en þar eru alltof margar flækjur. Til að sækja um atvinnuleyfi hér á landi má til dæmis ekki vera á landinu og þú verður að vera með ráðningarsamning og í sumum tilfellum þarf atvinnurekandi að tryggja húsnæði. Þannig er fólk alfarið upp á sinn atvinnurekanda komið. Það er ekkert svigrúm fyrir fólk sem hefur ef til vill komið hingað, kunnað vel við, sig og viljað setjast að. Til þess þarf að fara aftur úr landi. Ef þú kemur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA eða Færeyja, mæta þér ótal flækjustig. Þannig útilokum við fólk. Við útilokum fjölbreyttan hópfólks sem vill búa hér og vill taka þátt í að auðga okkar góða samfélag. Ég hef ásamt þingflokki Vinstri grænna lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að tekið verði á þessum málum. Tillagan snýr að því að stofnaður verði starfshópur sem fengi það verkefni að móta tillögur um að auka réttindi útlendinga til atvinnu hér á landi. Það er mikilvægt að við slíka vinnu sé mikið samráð við aðila vinnumarkaðarins og því leggjum við til að í þeim hópi eigi sæti fulltrúar Alþýðusambands Íslands, BSRB, BHM, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka íslenskra sveitarfélaga, forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Fólksflutningar hafa aukist mjög síðustu ár vegna styrjalda, borgarastríða, skertra mannréttinda og loftslagsvár meðal annars. Það er því mikilvægt að við lítum í eigin barm og athugum hvaða ferla má bæta til að fólk viti hvert það getur leitað. Undanfarin ár hefur umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi til dæmis fjölgað mikið. Sumir sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi falla utan skilgreininga um það hverjir skuli hljóta vernd, svo sem um pólítíska flóttamenn. Fái fólk synjun um alþjóðlega vernd hefur það enga aðra leið til að óska þess að vera hér áfram. Kerfið, sem er mannanna verk, leyfir það ekki. Þetta viljum við Vinstri græn laga. Við viljum búa hér til kerfi og samfélag sem tekur fólki opnum örmum. Til þess eru margar leiðir. Að bæta ferla í kringum atvinnuleyfi útlendinga er eitt skref í rétta átt. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Alþingi Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Við sem búum á Íslandi höfum það alla jafna mjög gott. Þó að veðrið leiki okkur stundum grátt búum við mjög vel. Við erum eitt ríkasta land í heimi og höfum byggt okkur öflugt velferðarkerfi. Við höfum flest nóg að bíta og brenna en sannarlega er það viðvarandi verkefni að tryggja öllum gott viðurværi alltaf. Þannig virkar gott og heilbrigt samfélag. Það ætti því ekki að koma okkur á óvart að hingað sækir fólk sem vill setjast að og búa sér gott heimili. Sá hópur er ekki einsleitur. Þar er um að ræða fólk sem flýr hræðilegar aðstæður og fólk með mjög háar tekjur sem hefur heyrt að hér sé friðsælt að vera í fallegu landi. Og allt þar á milli. Það er lykilatriði að við séum tilbúin að taka á móti fjölbreyttri flóru fólks. Við höfum til þess ákveðna ferla og reglur. En ferlar og reglur ná bara ákveðið langt þegar talað er um fólk og stundum kemur í ljós að ferlarnir eru ekki gagnlegir. Sem dæmi má nefna veitingu atvinnuleyfa hér á landi en þar eru alltof margar flækjur. Til að sækja um atvinnuleyfi hér á landi má til dæmis ekki vera á landinu og þú verður að vera með ráðningarsamning og í sumum tilfellum þarf atvinnurekandi að tryggja húsnæði. Þannig er fólk alfarið upp á sinn atvinnurekanda komið. Það er ekkert svigrúm fyrir fólk sem hefur ef til vill komið hingað, kunnað vel við, sig og viljað setjast að. Til þess þarf að fara aftur úr landi. Ef þú kemur frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins, EFTA eða Færeyja, mæta þér ótal flækjustig. Þannig útilokum við fólk. Við útilokum fjölbreyttan hópfólks sem vill búa hér og vill taka þátt í að auðga okkar góða samfélag. Ég hef ásamt þingflokki Vinstri grænna lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að tekið verði á þessum málum. Tillagan snýr að því að stofnaður verði starfshópur sem fengi það verkefni að móta tillögur um að auka réttindi útlendinga til atvinnu hér á landi. Það er mikilvægt að við slíka vinnu sé mikið samráð við aðila vinnumarkaðarins og því leggjum við til að í þeim hópi eigi sæti fulltrúar Alþýðusambands Íslands, BSRB, BHM, Samtaka atvinnulífsins, Samtaka íslenskra sveitarfélaga, forsætisráðuneytis, fjármála- og efnahagsráðuneytis, dómsmálaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis. Fólksflutningar hafa aukist mjög síðustu ár vegna styrjalda, borgarastríða, skertra mannréttinda og loftslagsvár meðal annars. Það er því mikilvægt að við lítum í eigin barm og athugum hvaða ferla má bæta til að fólk viti hvert það getur leitað. Undanfarin ár hefur umsóknum um alþjóðlega vernd hér á landi til dæmis fjölgað mikið. Sumir sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi falla utan skilgreininga um það hverjir skuli hljóta vernd, svo sem um pólítíska flóttamenn. Fái fólk synjun um alþjóðlega vernd hefur það enga aðra leið til að óska þess að vera hér áfram. Kerfið, sem er mannanna verk, leyfir það ekki. Þetta viljum við Vinstri græn laga. Við viljum búa hér til kerfi og samfélag sem tekur fólki opnum örmum. Til þess eru margar leiðir. Að bæta ferla í kringum atvinnuleyfi útlendinga er eitt skref í rétta átt. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun