Knúðu dyra og stálu síma og 600 þúsund krónum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 18:48 Guðrún Jack rannsóknarlögreglumaður segir að þrátt fyrir aukningu á innbrotum sé óvarlegt að tala um faraldur. Hún segir að lögreglueftirlit hafi verið aukið en bendir á kosti nágrannavörslu. Vísir/Sigurjón Innbrotahrina hefur verið í nokkrum hverfum höfuðborgarinnar að undanförnu og dæmi eru um að fólk hafi orðið fyrir stórtjóni. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til þess að huga vel að nærumhverfi sínu. Mikil umræða hefur átt sér stað um innbrotahrinu, meðal annars í Mosfellsbæ en þar eru íbúar uggandi yfir ástandinu. Dæmi eru um að brotist hafi verið inn í eitt og sama fjölbýlishúsið fjórum sinnum og íbúi sem fréttastofa ræddi við segist hafa orðið fyrir tugmilljóna tjóni, sem sé ekki síður tilfinningalegt tjón. Einn var handtekinn í tengslum við innbrotin í dag eftir að húsleit var gerð á tveimur stöðum í Mosfellsbæ, þar sem lagt var hald muni sem taldir eru vera þýfi. Þá eru íbúar í Háleitis- og Bústaðahverfi einnig áhyggjufullir, en innbrotin á svæðinu eru orðin 82 talsins á meðan þau voru 50 allt árið í fyrra. „Ég vil ekki meina að það sé neinn faraldur í gangi frekar en í öðrum hverfum en í þessu tilfelli eru við bara óheppin, vil ég meina. Hér er fólk sem er að stela og taka eigur annarra og það þýðir bara að við þurfum að vera meira vakandi,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur til dæmis verið farið inn í geymslur, íbúðir, brotist inn í bíla, bílum stolið og svo framvegis.“ Hún nefnir dæmi um konu sem opnaði í sakleysi sínu fyrir fólki sem hafði knúið dyra. „Þeir fóru inn til hennar og stálu úlpunni hennar með síma og kortum og tóku út af kortinu fyrir sex hundruð þúsund,“ segir Guðrún. Einhverjir hafi verið handteknir og sum mál séu í ákæruferli. „Við vitum hverjir einhverjir þessara einstaklinga eru. Og þeir hafa verið handteknir, við höfum fundið þýfi heima hjá þeim og í fórum þeirra en þeir eiga ekkert endilega allt sem er stolið eða tengjast öllum innbrotum í hverfinu, alls ekki.“ Lögreglumál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Innbrotahrina hefur verið í nokkrum hverfum höfuðborgarinnar að undanförnu og dæmi eru um að fólk hafi orðið fyrir stórtjóni. Rannsóknarlögreglumaður hvetur fólk til þess að huga vel að nærumhverfi sínu. Mikil umræða hefur átt sér stað um innbrotahrinu, meðal annars í Mosfellsbæ en þar eru íbúar uggandi yfir ástandinu. Dæmi eru um að brotist hafi verið inn í eitt og sama fjölbýlishúsið fjórum sinnum og íbúi sem fréttastofa ræddi við segist hafa orðið fyrir tugmilljóna tjóni, sem sé ekki síður tilfinningalegt tjón. Einn var handtekinn í tengslum við innbrotin í dag eftir að húsleit var gerð á tveimur stöðum í Mosfellsbæ, þar sem lagt var hald muni sem taldir eru vera þýfi. Þá eru íbúar í Háleitis- og Bústaðahverfi einnig áhyggjufullir, en innbrotin á svæðinu eru orðin 82 talsins á meðan þau voru 50 allt árið í fyrra. „Ég vil ekki meina að það sé neinn faraldur í gangi frekar en í öðrum hverfum en í þessu tilfelli eru við bara óheppin, vil ég meina. Hér er fólk sem er að stela og taka eigur annarra og það þýðir bara að við þurfum að vera meira vakandi,“ segir Guðrún Jack, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það hefur til dæmis verið farið inn í geymslur, íbúðir, brotist inn í bíla, bílum stolið og svo framvegis.“ Hún nefnir dæmi um konu sem opnaði í sakleysi sínu fyrir fólki sem hafði knúið dyra. „Þeir fóru inn til hennar og stálu úlpunni hennar með síma og kortum og tóku út af kortinu fyrir sex hundruð þúsund,“ segir Guðrún. Einhverjir hafi verið handteknir og sum mál séu í ákæruferli. „Við vitum hverjir einhverjir þessara einstaklinga eru. Og þeir hafa verið handteknir, við höfum fundið þýfi heima hjá þeim og í fórum þeirra en þeir eiga ekkert endilega allt sem er stolið eða tengjast öllum innbrotum í hverfinu, alls ekki.“
Lögreglumál Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira