Hringja í skjólstæðinga í auknum mæli til að draga úr smithættu Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2020 14:23 Kórónuveirusmitum hefur fjölgað í Eyjafirði síðustu daga. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur tilkynnt breytt fyrirkomulag á þjónustu heilsugæslunnar á Akureyri og verður í auknum mæli hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í gegnum síma. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þetta sé liður í aðgerðum til að tryggja órofinn rekstur og þjónustu við almenning. „Tekið verður við bókunum um viðtöl og símtöl við lækni eða hjúkrunarfræðing, en í auknum mæli verður hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í síma. Skjólstæðingar eru einnig beðnir um að panta tíma ef kostur er fyrir komu á vaktþjónustu heilsugæslunnar. Með þessum aðgerðum er vonast til að hægt sé að fækka komum á heilsugæslustöð og þar með að draga úr smithættu.“ Smitum hefur fjölgað Haft er eftir Jóni Torfa Halldórssyni yfirlækni á heilsugæslunni á Akureyri, að margir hafi smitast af Covid19 á stuttum tíma á svæðinu í þessari bylgju faraldursins, sérstaklega á Akureyri og Dalvík. „HSN stendur fyrir allri sýnatöku á Norðurlandi, en um þessar mundir eru um 2000 sýni tekin í hverri viku. Vegna þessa og annarra verkefna tengdum Covid19 höfum við því orðið að forgangsraða þjónustu okkar á heilsugæslunni töluvert og hugsa hlutina upp á nýtt. Það er augljóst að þetta hefur skapað gríðarlegt álag á starfsfólk sem að auki sinnir allri almennri heilsugæsluþjónustu. Starfsfólk hefur sýnt mikinn dug í sínum störfum, verið sveigjanlegt og lausnamiðað. Þessi breyting á fyrirkomulagi á þjónustu er eitt dæmi um það og liður í að geta tryggt þjónustu við almenning,” segir Jón Torfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Akureyri Tengdar fréttir Forstjóri SAk á von á fleiri innlögnum Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. 2. nóvember 2020 16:16 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur tilkynnt breytt fyrirkomulag á þjónustu heilsugæslunnar á Akureyri og verður í auknum mæli hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í gegnum síma. Í tilkynningu frá stofnuninni segir að þetta sé liður í aðgerðum til að tryggja órofinn rekstur og þjónustu við almenning. „Tekið verður við bókunum um viðtöl og símtöl við lækni eða hjúkrunarfræðing, en í auknum mæli verður hringt í skjólstæðinga og athugað hvort mögulegt sé að leysa erindin í síma. Skjólstæðingar eru einnig beðnir um að panta tíma ef kostur er fyrir komu á vaktþjónustu heilsugæslunnar. Með þessum aðgerðum er vonast til að hægt sé að fækka komum á heilsugæslustöð og þar með að draga úr smithættu.“ Smitum hefur fjölgað Haft er eftir Jóni Torfa Halldórssyni yfirlækni á heilsugæslunni á Akureyri, að margir hafi smitast af Covid19 á stuttum tíma á svæðinu í þessari bylgju faraldursins, sérstaklega á Akureyri og Dalvík. „HSN stendur fyrir allri sýnatöku á Norðurlandi, en um þessar mundir eru um 2000 sýni tekin í hverri viku. Vegna þessa og annarra verkefna tengdum Covid19 höfum við því orðið að forgangsraða þjónustu okkar á heilsugæslunni töluvert og hugsa hlutina upp á nýtt. Það er augljóst að þetta hefur skapað gríðarlegt álag á starfsfólk sem að auki sinnir allri almennri heilsugæsluþjónustu. Starfsfólk hefur sýnt mikinn dug í sínum störfum, verið sveigjanlegt og lausnamiðað. Þessi breyting á fyrirkomulagi á þjónustu er eitt dæmi um það og liður í að geta tryggt þjónustu við almenning,” segir Jón Torfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Akureyri Tengdar fréttir Forstjóri SAk á von á fleiri innlögnum Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. 2. nóvember 2020 16:16 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ekki púað á Snorra Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Fleiri fréttir „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Sjá meira
Forstjóri SAk á von á fleiri innlögnum Fjórir liggja nú inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19. Forstjóri sjúkrahússins á von á fleiri innlögnum næstu daga í ljósi fjölgunar smita á Norðurlandi eystra. Hann biðlar til bæjarbúa að viðhafa sóttvarnir og fara að reglum. 2. nóvember 2020 16:16