Léleg upplýsingagjöf lýtalækna til skoðunar í heilbrigðisráðuneytinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2020 14:16 Það skortir upplýsingagjöf frá lýtalæknum samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmanns Framsóknarflokks. Getty Fáir lýtalæknar hafa skilað umbeðnum gögnum um starfsemi sína til landlæknis á undanförnum árum. Embætti landlæknis hefur send heilbrigðisráðuneytinu erindi vegna upplýsingaskortsins og er málið nú til skoðunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Líneikar Önnu Sævarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Líneik lagði fram fyrirspurn á Alþingi þar sem spurt er hvort ráðherra telji lög um upplýsingaskyldu lýtalækna nægilega skýr. Í svarinu segir að sjálfstætt starfandi sérfræðingar eigi lögum samkvæmt að standa skil á samskiptaskrá. Það hafi verið mat embættis landlæknis að skráningin sé nauðsynleg vegna skipulagningar heilbrigðisþjónustu og eftirlits. Samkvæmt landlækni hafi hluti sjálfstætt starfandi sérfræðilækna ekki skilað gögnum í samskiptaskrána. „Embætti landlæknis hefur sent heilbrigðisráðuneytinu erindi vegna þessa sem nú er til skoðunar í ráðuneytinu,“ segir í svarinu. Enginn brást við beiðni um gögn frá 2018 Þá segir að samkvæmt nýjustu tölum séu hér á landi starfandi þrettán lýtaskurðlæknar. Á undanförnum árum hafi á bilinu þrír til fimm lýtaskurðlæknar skilað inn gögnum til landlæknis. Síðast var kallað eftir gögnum frá sjálfstætt starfandi sérfræðingum á árinu 2019, fyrir árin 2017 og 2018. Fimm lýtalæknar skiluðu inn gögnum fyrir árið 2017 og náðu þau til alls 6.922 samskipta við 3.407 einstaklinga. Í þeim gögnum sem hafi verið send inn undanfarin ár hafi þó aðeins verið upplýsingar um sjúkdómsgreiningar fyrir hluta samskiptanna „en þær upplýsingar eru forsenda þess að gögnin nýtist sem skyldi.“ Í gögnunum fyrir árið 2017 hafi til að mynda aðeins verið upplýsingar um sjúkdómsgreiningar fyrir 492, eða 7%, samskipta. Þá hafi engin gögn borist embætti landlæknis frá lýtaskurðlæknum fyrir árið 2018. Alþingi Lýtalækningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimm yngri en átján ára farið í brjóstastækkun síðustu ár Ellefu aðgerðir á skapabörmum stúlkna undir 18 ára aldri eru skráðar hjá heilbrigðisstofnunum landsins á tímabilinu 2011-2019. 3. nóvember 2020 20:53 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira
Fáir lýtalæknar hafa skilað umbeðnum gögnum um starfsemi sína til landlæknis á undanförnum árum. Embætti landlæknis hefur send heilbrigðisráðuneytinu erindi vegna upplýsingaskortsins og er málið nú til skoðunar í ráðuneytinu. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Líneikar Önnu Sævarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins. Líneik lagði fram fyrirspurn á Alþingi þar sem spurt er hvort ráðherra telji lög um upplýsingaskyldu lýtalækna nægilega skýr. Í svarinu segir að sjálfstætt starfandi sérfræðingar eigi lögum samkvæmt að standa skil á samskiptaskrá. Það hafi verið mat embættis landlæknis að skráningin sé nauðsynleg vegna skipulagningar heilbrigðisþjónustu og eftirlits. Samkvæmt landlækni hafi hluti sjálfstætt starfandi sérfræðilækna ekki skilað gögnum í samskiptaskrána. „Embætti landlæknis hefur sent heilbrigðisráðuneytinu erindi vegna þessa sem nú er til skoðunar í ráðuneytinu,“ segir í svarinu. Enginn brást við beiðni um gögn frá 2018 Þá segir að samkvæmt nýjustu tölum séu hér á landi starfandi þrettán lýtaskurðlæknar. Á undanförnum árum hafi á bilinu þrír til fimm lýtaskurðlæknar skilað inn gögnum til landlæknis. Síðast var kallað eftir gögnum frá sjálfstætt starfandi sérfræðingum á árinu 2019, fyrir árin 2017 og 2018. Fimm lýtalæknar skiluðu inn gögnum fyrir árið 2017 og náðu þau til alls 6.922 samskipta við 3.407 einstaklinga. Í þeim gögnum sem hafi verið send inn undanfarin ár hafi þó aðeins verið upplýsingar um sjúkdómsgreiningar fyrir hluta samskiptanna „en þær upplýsingar eru forsenda þess að gögnin nýtist sem skyldi.“ Í gögnunum fyrir árið 2017 hafi til að mynda aðeins verið upplýsingar um sjúkdómsgreiningar fyrir 492, eða 7%, samskipta. Þá hafi engin gögn borist embætti landlæknis frá lýtaskurðlæknum fyrir árið 2018.
Alþingi Lýtalækningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fimm yngri en átján ára farið í brjóstastækkun síðustu ár Ellefu aðgerðir á skapabörmum stúlkna undir 18 ára aldri eru skráðar hjá heilbrigðisstofnunum landsins á tímabilinu 2011-2019. 3. nóvember 2020 20:53 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sjá meira
Fimm yngri en átján ára farið í brjóstastækkun síðustu ár Ellefu aðgerðir á skapabörmum stúlkna undir 18 ára aldri eru skráðar hjá heilbrigðisstofnunum landsins á tímabilinu 2011-2019. 3. nóvember 2020 20:53