Mótmæla sýningu Fósturbarna í kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2020 16:59 Þriðja þáttaröð Fósturbarna er í sýningu á Stöð 2. Þátturinn í kvöld er sá fimmti í þáttaröðinni. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mótmælir sýningu þáttarins Fósturbörn sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Forsvarsmenn Stöðvar 2 segjast hafa tekið athugasemdir nefndarinnar til greina við eftirvinnslu þáttarins sem sýndur verður í kvöld. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar segist í yfirlýsingu hafa komið því á framfæri við Sindra Sindrason, ritstjóra Fósturbarna, og forráðamenn Stöðvar 2 að nefndin hafi verulegar áhyggjur af þeim afleiðingum sem geti fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. „Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Þá tekur nefndin fram að hún hafi ekki tekið neinn þátt í vinnslu þáttarins sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Undir yfirlýsinguna rita Vilborg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar, og Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður. Sindri Sindrason, ritstjóri þáttanna, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðar 2, segja í tilefni af yfirlýsingunni að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hafi verið upplýst um efnistök þáttarins og fengið þáttinn til skoðunar. „Í eftirvinnslu þáttarins voru gerðar breytingar sem tóku mið af þeim athugasemdum sem bárust frá nefndinni, enda var kappkostað við gerð þáttarins að gæta að hagsmunum allra hlutaðeigandi,“ segja þeir Sindri og Þórhallur. Yfirlýsing frá Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, sem fer með forsjá barnsins, tók engan þátt í vinnslu þáttarins. Nefndin hefur mótmælt sýningu þáttarins og komið á framfæri við umsjónarmann Fósturbarna og forráðamenn Stöðvar 2, verulegum áhyggjum af þeim afleiðingum sem geta fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Vilborg Þórarinsdóttir frkv. Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar Saga Ýrr Jónsdóttir hrl. Vísir er í eigu Sýnar sem á jafnframt Stöð 2. Fósturbörn Bíó og sjónvarp Barnavernd Akureyri Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar mótmælir sýningu þáttarins Fósturbörn sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Forsvarsmenn Stöðvar 2 segjast hafa tekið athugasemdir nefndarinnar til greina við eftirvinnslu þáttarins sem sýndur verður í kvöld. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar segist í yfirlýsingu hafa komið því á framfæri við Sindra Sindrason, ritstjóra Fósturbarna, og forráðamenn Stöðvar 2 að nefndin hafi verulegar áhyggjur af þeim afleiðingum sem geti fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. „Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Þá tekur nefndin fram að hún hafi ekki tekið neinn þátt í vinnslu þáttarins sem sýndur verður á Stöð 2 í kvöld. Undir yfirlýsinguna rita Vilborg Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar, og Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður. Sindri Sindrason, ritstjóri þáttanna, og Þórhallur Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðar 2, segja í tilefni af yfirlýsingunni að Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar hafi verið upplýst um efnistök þáttarins og fengið þáttinn til skoðunar. „Í eftirvinnslu þáttarins voru gerðar breytingar sem tóku mið af þeim athugasemdum sem bárust frá nefndinni, enda var kappkostað við gerð þáttarins að gæta að hagsmunum allra hlutaðeigandi,“ segja þeir Sindri og Þórhallur. Yfirlýsing frá Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, sem fer með forsjá barnsins, tók engan þátt í vinnslu þáttarins. Nefndin hefur mótmælt sýningu þáttarins og komið á framfæri við umsjónarmann Fósturbarna og forráðamenn Stöðvar 2, verulegum áhyggjum af þeim afleiðingum sem geta fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Vilborg Þórarinsdóttir frkv. Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar Saga Ýrr Jónsdóttir hrl. Vísir er í eigu Sýnar sem á jafnframt Stöð 2.
Yfirlýsing frá Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar, sem fer með forsjá barnsins, tók engan þátt í vinnslu þáttarins. Nefndin hefur mótmælt sýningu þáttarins og komið á framfæri við umsjónarmann Fósturbarna og forráðamenn Stöðvar 2, verulegum áhyggjum af þeim afleiðingum sem geta fylgt opinberri umfjöllun um þetta tiltekna mál. Hlutverk barnaverndar er að vernda hagsmuni barns og telur nefndin að hér sé gróflega brotið gegn friðhelgi einkalífs barnsins. Barnaverndarnefnd Eyjafjarðar harmar ákvörðun Stöðvar 2 að hunsa mótmæli nefndarinnar og hafa hagsmuni barnsins að engu með sýningu þessa þáttar. Vilborg Þórarinsdóttir frkv. Barnaverndarnefndar Eyjafjarðar Saga Ýrr Jónsdóttir hrl.
Fósturbörn Bíó og sjónvarp Barnavernd Akureyri Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira