Fótbolti 2040 Björn Berg Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2020 08:01 Ísak Bergmann ætlar að klára glæstan ferilinn sem spilandi aðstoðarþjálfari heima á Skaganum. 37 ára gamall er kominn tími til að feta í fótspor pabba og afa og rífa liðið í gang. Enn er deilt um hvort hlaupabrautin eigi að víkja af Laugardalsvelli en það er þó búið að skipa starfshóp um nýjan þjóðarleikvang og því fullt tilefni til bjartsýni. En hvað gengur á úti í hinum stóra heimi? Hvernig lítur landslagið út meðal þeirra bestu? Lítum á mögulega stöðu eftir tvo áratugi ef fram heldur sem horfir. Aukin völd hinna bestu Umræða um evrópska úrvalsdeild, Project Big Picture og heimsmeistarakeppni félagsliða var ekki bara frekja í örfáum eigendum sem vildu stærri sneið af kökunni. Þetta var upphafið á meiriháttar stefnubreytingu í alþjóðlegri knattspyrnu sem færði aukinn hluta tekna til þeirra sem mestar höfðu fyrir. Þegar Bartomeu hrökklaðist frá borði sem formaður Barcelona kvaddi hann með þeim orðum að stórveldið hefði „samþykkt tillögu um að taka þátt í evrópskri ofurdeild, sem tryggja mun fjárhag félagsins til framtíðar.“ Nýrri stjórn Barca var að sjálfsögðu umhugað um að koma liðinu aftur í hóp þeirra allra bestu eftir niðurrifsstarfsemi sumarsins 2020 og lagði ríka áherslu á að ofurdeildin yrði að veruleika. Þar með var skriðþunginn orðinn of mikill og ekki var aftur snúið. Mohamed Salah fagnar marki í leik gegn Midtjylland í Meistaradeildinni í síðustu viku.EPA Ofurdeild Evrópu Ofurdeildin fór vel af stað tímabilið 2022-2023. Amazon keypti útsendingarréttinn á hundruð milljóna punda og 10 lið fóru sameignlega með stjórn hennar og skiptu að mestu með sér tekjunum. Auk Barcelona voru það Madrídarfélögin Real og Atletico, Juventus, Bayern, PSG, Liverpool, Manchester United, Manchester City og Chelsea. Tveimur liðum var boðin þátttaka að auki; Benfica og Galatasaray, þar sem Portúgal og Tyrkland voru stærstu markaðir álfunnar hvað greiðslur fyrir sjónvarpsútsendingar varðar utan þeirra sem stóðu að deildinni. Meistaradeildin Þessi nýja deild var stofnuð þrátt fyrir hávær mótmæli knattspyrnusambands Evrópu en þau stoðuðu lítið. Árið 2024 rann þáverandi fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar út. Sambandið blikkaði fyrst í störukeppninni og til að tryggja áframhaldandi þátttöku stærstu félaganna var samþykkt að færa deildirnar nær hefðbundnu deildarfyrirkomulagi með úrslitakeppni og að stærri hluti tekna UEFA af rekstri mótanna rynnu til þeirra félaga sem bestum árangri næðu. Að sama skapi var hámarksfjöldi skráðra leikmanna í leikmannahópi aukinn. Þetta gerði það að verkum að stærstu liðin gátu, samhliða auknum tekjum, ráðið til sín fleiri leikmenn í hæsta gæðaflokki og keppt á öllum vígstöðvum. Deildarkeppnir Í deildunum heima fyrir var þróunin æði misjöfn, enda staðan ólík árið 2020, en þó á eina leið. Forskot hinna bestu jókst. Á Spáni höfðu sem dæmi Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid fyrir löngu tryggt sér stærstan hluta sölu sjónvarpsréttar en á Englandi hafði slíkum tekjum að mestu verið dreift jafnt á félögin. Breyting sem gerð hafði verið árið 2019 kom sér þó vel fyrir bestu liðin, en með henni rann stærra hlutfall erlendra sjónvarpstekna til þeirra sem bestum árangri náðu í stað jafnrar dreifingar. Allur tekjuvöxtur áratuganna tveggja frá 2020 kom erlendis frá, enda stöðnun í Bretlandi og fótbolti vinsælasta íþróttagrein heims. Alþjóðlega millistéttin óx um 2 milljarða manna fyrsta áratuginn eftir að hagkerfi heimsins fóru að jafna sig í kjölfar COVID-19 og hélt áfram að vaxa um mörg hundruð miljónir á ári hverju. Stærri millistétt þýddi að fleiri gátu varið peningum í afþreyingu og áhugamál sín og tók fótboltinn, sem fyrr, sinn skerf. Um 90% vaxtarins var í Asíu og voru það því þekktustu félagsliðin og leikmennirnir sem nær alfarið tóku til sín þá gríðarlegu tekjuaukningu sem þessu fylgdi. Það hafði bæði í för með sér meiri sjónvarpstekjur til þeirra bestu en jók auk þess stórlega markaðstekjur þeirra, á meðan minni félög höfðu ekkert aðgengi að slíku nema í gegnum asísk veðmálafyrirtæki sem vildu tryggja vörumerki sitt á sjónvarpsskjám í Asíu. Þó svo Project Big Picture tillögur Liverpool og Manchester United hafi farið öfugar ofan í mannskapinn (amk. opinberlega) haustið 2020 var áfram þrýst á ensku úrvalsdeildina. Svo fór að samþykkt var að leggja niður deildarbikarinn og fækka þar með leikjum. Þá yrðu félögin í deildinni 18 í stað 20. Ekki var samþykkt að 6 félög fengju aukið atkvæðavægi eins og lagt var upp með en knattspyrnusambandið studdi í staðinn hugmyndir um evrópska ofurdeild og nýja heimsmeistarakeppni félagsliða, sem ruddi helstu hindrunum úr vegi. Í stað þeirra sæta sem fækkað var um í deildinni var samþykkt að 15% síhækkandi sjónvarpstekna úrvalsdeildarinnar rynnu til deildanna þriggja fyrir neðan. Varð fjárhagur fjölda liða þar með talsvert betri en draumurinn um fast sæti í úrvalsdeildinni væntanlega úr sögunni þar sem bilið milli efstu deildar og allra annarra óx bara með árunum. Gianni Infantino er forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA.Getty Heimsmeistaramót félagsliða Gianni Infantino, einn af fáum forsvarsmönnum FIFA sem hlaut einungis minniháttar dóm, fékk sínu loks framgengt seint á þriðja áratugnum. Ákveðið var að þiggja 18 milljarða punda frá Sádí Arabíu gegn því að stofnuð yrði 24 liða heimsmeistarakeppni félagsliða, sem Infantino hafði reynt að koma á laggirnar árið 2018, án þess þó að vilja tiltaka hvaðan fjármunirnir kæmu. Þátttökurétt fengu nokkur helstu félög stærstu sjónvarpsmarkaða heims auk þeirra liða sem tryggðu sér sæti með árangri í ofurdeild og Meistaradeild Evrópu. Enn frekar jók þetta fjárhagslegt forskot hinna stærstu. Leikmenn Tekjumunur einstakra leikmanna hélt áfram að aukast á tímabilinu. Þar sem einungis ákveðinn fjöldi leikmanna hefur möguleika á að verða heimsfrægur, rétt eins og í öðrum afþreyingariðnaði á borð við kvikmyndir og tónlist, tóku þeir til sín sífellt meiri auð og leituðu til þeirra félagsliða sem tryggt höfðu sér fjárhagslegt forskot og gátu greitt hæstu launin. Á meðan launaþak var enn við lýði í hinum ýmsu löndum og neðri deildum Englands, margfölduðust laun þeirra allra bestu. Sem leikmaður Chelsea fékk fyrrnefndur Ísak okkar 300.000 pund á viku þegar hann skrifaði undir sumarið 2029, en hann lék fyrst og fremst í ensku úrvalsdeildinni og stöku leik í alþjóðlegum keppnum. Hvernig viljum að fótboltinn þróist? Óheftur vöxtur og samþjöppun auðs skilaði fótboltanum á þennan stað árið 2040. Sumir nefndu að rómantíkin væri farin úr boltanum og allt snérist um peninga en aðrir sögðu að það hafi nú löngu verið byrjað hvort eð er. Öll framkvæmd var hins vegar til fyrirmyndar og nýju mótin hin besta skemmtun. Aldrei hafði fótboltinn verið viðlíka sjónarspil í sjónvarpi. Hver vill ekki sjá þá bestu eigast við í nánast hverri viku? „Munið þið þegar United og City mættust bara tvisvar, þrisvar á ári?“ heyrðist einn hrópa á Rauða ljóninu yfir tíunda leik félaganna það tímabilið. Fótboltinn 2040 hefði kannski aldrei orðið svona frábær ef þessar framsæknu hugmyndir sem fram komu tveimur áratugum fyrr hefðu verið stöðvaðar. Yfirveguð umræða um það fyrir hvern fótboltinn er og hvernig við viljum sjá hann þróast hefðu mögulega veitt þróuninni annan farveg, en þetta eru auðvitað allt saman bara getgátur. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fótbolti Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísak Bergmann ætlar að klára glæstan ferilinn sem spilandi aðstoðarþjálfari heima á Skaganum. 37 ára gamall er kominn tími til að feta í fótspor pabba og afa og rífa liðið í gang. Enn er deilt um hvort hlaupabrautin eigi að víkja af Laugardalsvelli en það er þó búið að skipa starfshóp um nýjan þjóðarleikvang og því fullt tilefni til bjartsýni. En hvað gengur á úti í hinum stóra heimi? Hvernig lítur landslagið út meðal þeirra bestu? Lítum á mögulega stöðu eftir tvo áratugi ef fram heldur sem horfir. Aukin völd hinna bestu Umræða um evrópska úrvalsdeild, Project Big Picture og heimsmeistarakeppni félagsliða var ekki bara frekja í örfáum eigendum sem vildu stærri sneið af kökunni. Þetta var upphafið á meiriháttar stefnubreytingu í alþjóðlegri knattspyrnu sem færði aukinn hluta tekna til þeirra sem mestar höfðu fyrir. Þegar Bartomeu hrökklaðist frá borði sem formaður Barcelona kvaddi hann með þeim orðum að stórveldið hefði „samþykkt tillögu um að taka þátt í evrópskri ofurdeild, sem tryggja mun fjárhag félagsins til framtíðar.“ Nýrri stjórn Barca var að sjálfsögðu umhugað um að koma liðinu aftur í hóp þeirra allra bestu eftir niðurrifsstarfsemi sumarsins 2020 og lagði ríka áherslu á að ofurdeildin yrði að veruleika. Þar með var skriðþunginn orðinn of mikill og ekki var aftur snúið. Mohamed Salah fagnar marki í leik gegn Midtjylland í Meistaradeildinni í síðustu viku.EPA Ofurdeild Evrópu Ofurdeildin fór vel af stað tímabilið 2022-2023. Amazon keypti útsendingarréttinn á hundruð milljóna punda og 10 lið fóru sameignlega með stjórn hennar og skiptu að mestu með sér tekjunum. Auk Barcelona voru það Madrídarfélögin Real og Atletico, Juventus, Bayern, PSG, Liverpool, Manchester United, Manchester City og Chelsea. Tveimur liðum var boðin þátttaka að auki; Benfica og Galatasaray, þar sem Portúgal og Tyrkland voru stærstu markaðir álfunnar hvað greiðslur fyrir sjónvarpsútsendingar varðar utan þeirra sem stóðu að deildinni. Meistaradeildin Þessi nýja deild var stofnuð þrátt fyrir hávær mótmæli knattspyrnusambands Evrópu en þau stoðuðu lítið. Árið 2024 rann þáverandi fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu og Evrópudeildarinnar út. Sambandið blikkaði fyrst í störukeppninni og til að tryggja áframhaldandi þátttöku stærstu félaganna var samþykkt að færa deildirnar nær hefðbundnu deildarfyrirkomulagi með úrslitakeppni og að stærri hluti tekna UEFA af rekstri mótanna rynnu til þeirra félaga sem bestum árangri næðu. Að sama skapi var hámarksfjöldi skráðra leikmanna í leikmannahópi aukinn. Þetta gerði það að verkum að stærstu liðin gátu, samhliða auknum tekjum, ráðið til sín fleiri leikmenn í hæsta gæðaflokki og keppt á öllum vígstöðvum. Deildarkeppnir Í deildunum heima fyrir var þróunin æði misjöfn, enda staðan ólík árið 2020, en þó á eina leið. Forskot hinna bestu jókst. Á Spáni höfðu sem dæmi Barcelona, Real Madrid og Atletico Madrid fyrir löngu tryggt sér stærstan hluta sölu sjónvarpsréttar en á Englandi hafði slíkum tekjum að mestu verið dreift jafnt á félögin. Breyting sem gerð hafði verið árið 2019 kom sér þó vel fyrir bestu liðin, en með henni rann stærra hlutfall erlendra sjónvarpstekna til þeirra sem bestum árangri náðu í stað jafnrar dreifingar. Allur tekjuvöxtur áratuganna tveggja frá 2020 kom erlendis frá, enda stöðnun í Bretlandi og fótbolti vinsælasta íþróttagrein heims. Alþjóðlega millistéttin óx um 2 milljarða manna fyrsta áratuginn eftir að hagkerfi heimsins fóru að jafna sig í kjölfar COVID-19 og hélt áfram að vaxa um mörg hundruð miljónir á ári hverju. Stærri millistétt þýddi að fleiri gátu varið peningum í afþreyingu og áhugamál sín og tók fótboltinn, sem fyrr, sinn skerf. Um 90% vaxtarins var í Asíu og voru það því þekktustu félagsliðin og leikmennirnir sem nær alfarið tóku til sín þá gríðarlegu tekjuaukningu sem þessu fylgdi. Það hafði bæði í för með sér meiri sjónvarpstekjur til þeirra bestu en jók auk þess stórlega markaðstekjur þeirra, á meðan minni félög höfðu ekkert aðgengi að slíku nema í gegnum asísk veðmálafyrirtæki sem vildu tryggja vörumerki sitt á sjónvarpsskjám í Asíu. Þó svo Project Big Picture tillögur Liverpool og Manchester United hafi farið öfugar ofan í mannskapinn (amk. opinberlega) haustið 2020 var áfram þrýst á ensku úrvalsdeildina. Svo fór að samþykkt var að leggja niður deildarbikarinn og fækka þar með leikjum. Þá yrðu félögin í deildinni 18 í stað 20. Ekki var samþykkt að 6 félög fengju aukið atkvæðavægi eins og lagt var upp með en knattspyrnusambandið studdi í staðinn hugmyndir um evrópska ofurdeild og nýja heimsmeistarakeppni félagsliða, sem ruddi helstu hindrunum úr vegi. Í stað þeirra sæta sem fækkað var um í deildinni var samþykkt að 15% síhækkandi sjónvarpstekna úrvalsdeildarinnar rynnu til deildanna þriggja fyrir neðan. Varð fjárhagur fjölda liða þar með talsvert betri en draumurinn um fast sæti í úrvalsdeildinni væntanlega úr sögunni þar sem bilið milli efstu deildar og allra annarra óx bara með árunum. Gianni Infantino er forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA.Getty Heimsmeistaramót félagsliða Gianni Infantino, einn af fáum forsvarsmönnum FIFA sem hlaut einungis minniháttar dóm, fékk sínu loks framgengt seint á þriðja áratugnum. Ákveðið var að þiggja 18 milljarða punda frá Sádí Arabíu gegn því að stofnuð yrði 24 liða heimsmeistarakeppni félagsliða, sem Infantino hafði reynt að koma á laggirnar árið 2018, án þess þó að vilja tiltaka hvaðan fjármunirnir kæmu. Þátttökurétt fengu nokkur helstu félög stærstu sjónvarpsmarkaða heims auk þeirra liða sem tryggðu sér sæti með árangri í ofurdeild og Meistaradeild Evrópu. Enn frekar jók þetta fjárhagslegt forskot hinna stærstu. Leikmenn Tekjumunur einstakra leikmanna hélt áfram að aukast á tímabilinu. Þar sem einungis ákveðinn fjöldi leikmanna hefur möguleika á að verða heimsfrægur, rétt eins og í öðrum afþreyingariðnaði á borð við kvikmyndir og tónlist, tóku þeir til sín sífellt meiri auð og leituðu til þeirra félagsliða sem tryggt höfðu sér fjárhagslegt forskot og gátu greitt hæstu launin. Á meðan launaþak var enn við lýði í hinum ýmsu löndum og neðri deildum Englands, margfölduðust laun þeirra allra bestu. Sem leikmaður Chelsea fékk fyrrnefndur Ísak okkar 300.000 pund á viku þegar hann skrifaði undir sumarið 2029, en hann lék fyrst og fremst í ensku úrvalsdeildinni og stöku leik í alþjóðlegum keppnum. Hvernig viljum að fótboltinn þróist? Óheftur vöxtur og samþjöppun auðs skilaði fótboltanum á þennan stað árið 2040. Sumir nefndu að rómantíkin væri farin úr boltanum og allt snérist um peninga en aðrir sögðu að það hafi nú löngu verið byrjað hvort eð er. Öll framkvæmd var hins vegar til fyrirmyndar og nýju mótin hin besta skemmtun. Aldrei hafði fótboltinn verið viðlíka sjónarspil í sjónvarpi. Hver vill ekki sjá þá bestu eigast við í nánast hverri viku? „Munið þið þegar United og City mættust bara tvisvar, þrisvar á ári?“ heyrðist einn hrópa á Rauða ljóninu yfir tíunda leik félaganna það tímabilið. Fótboltinn 2040 hefði kannski aldrei orðið svona frábær ef þessar framsæknu hugmyndir sem fram komu tveimur áratugum fyrr hefðu verið stöðvaðar. Yfirveguð umræða um það fyrir hvern fótboltinn er og hvernig við viljum sjá hann þróast hefðu mögulega veitt þróuninni annan farveg, en þetta eru auðvitað allt saman bara getgátur. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun