Manchester City bikarmeistari eftir framlengdan leik | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. nóvember 2020 17:46 Manchester City er FA-bikarmeistari kvenna 2020 á Englandi. Catherine Ivill/Getty Images Manchester City lagði Everton í úrslitum enska FA-bikarsins kvenna megin. Er um að ræða úrslitaleik síðasta tímabils en tímabilinu var aflýst vegna kórónuveirunnar. Úrslitaleiknum var hins vegar frestað og hann loks leikinn í dag. Var um að ræða 50. úrslitaleik FA-bikarsins í kvennaflokki á Englandi. Fór það svo að Manchester City varði titilinn með 3-1 sigri á Everton eftir framlengdan leik. Leikurinn var stál í stál framan af en City þó alltaf skrefi framar. Komst City svo yfir með góðum skalla Samantha Mewis eftir hornspyrnu Alex Greenwood á 39. mínútu leiksins. Staðan orðin 1-0 City í vil og þannig var hún í hálfleik. Deadlock broken @sammymewy bags the first goal in the #WomensFACupFinal for @ManCityWomen pic.twitter.com/tQBdJ6G1F2— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 City hefði átt að komast í 2-0 en Alexandra MacIver, markvörður Everton, átti eina af vörslum ársins og sá til þess að lið sitt var enn í leiknum. That is special from @SandyMacIver_ who keeps @EvertonWomen in it with a stunning reaction pic.twitter.com/FgumxbJ1oy— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 Það var svo aðeins nokkrum mínútum síðar sem Valérie Gauvin jafnaði metin fyrir Everton þegar tæpur klukkutími var liðinn af leiknum. Aftur var um skallamark að ræða eftir hornspyrnu. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt þangað til flautað var til loka venjulegs leiktíma. Alls voru sex mínútur í uppbótartíma en hvorugu liði tókst að pota inn sigurmarki og því þurfti að framlengja. MacIver hélt Everton áfram inn í leiknum en á 111. mínútu leiksins komst City aftur yfir. Varamaðurinn Georgia Stanway skoraði þá eftir að hafa sloppið ein í gegnum vörn Everton. MacIver kom engum vörnum við og staðan orðin 2-1. There it is! Could that be the winner from @StanwayGeorgia? pic.twitter.com/DxCKQ4Grjs— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 Það var svo í uppbótartíma framlengingar sem Janine Beckie skoraði þriðja mark City og tryggði endanlega sigurinn. Lokatölur 3-1 og City því bikarmeistari á Englandi annað tímabilið í röð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Manchester City lagði Everton í úrslitum enska FA-bikarsins kvenna megin. Er um að ræða úrslitaleik síðasta tímabils en tímabilinu var aflýst vegna kórónuveirunnar. Úrslitaleiknum var hins vegar frestað og hann loks leikinn í dag. Var um að ræða 50. úrslitaleik FA-bikarsins í kvennaflokki á Englandi. Fór það svo að Manchester City varði titilinn með 3-1 sigri á Everton eftir framlengdan leik. Leikurinn var stál í stál framan af en City þó alltaf skrefi framar. Komst City svo yfir með góðum skalla Samantha Mewis eftir hornspyrnu Alex Greenwood á 39. mínútu leiksins. Staðan orðin 1-0 City í vil og þannig var hún í hálfleik. Deadlock broken @sammymewy bags the first goal in the #WomensFACupFinal for @ManCityWomen pic.twitter.com/tQBdJ6G1F2— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 City hefði átt að komast í 2-0 en Alexandra MacIver, markvörður Everton, átti eina af vörslum ársins og sá til þess að lið sitt var enn í leiknum. That is special from @SandyMacIver_ who keeps @EvertonWomen in it with a stunning reaction pic.twitter.com/FgumxbJ1oy— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 Það var svo aðeins nokkrum mínútum síðar sem Valérie Gauvin jafnaði metin fyrir Everton þegar tæpur klukkutími var liðinn af leiknum. Aftur var um skallamark að ræða eftir hornspyrnu. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún allt þangað til flautað var til loka venjulegs leiktíma. Alls voru sex mínútur í uppbótartíma en hvorugu liði tókst að pota inn sigurmarki og því þurfti að framlengja. MacIver hélt Everton áfram inn í leiknum en á 111. mínútu leiksins komst City aftur yfir. Varamaðurinn Georgia Stanway skoraði þá eftir að hafa sloppið ein í gegnum vörn Everton. MacIver kom engum vörnum við og staðan orðin 2-1. There it is! Could that be the winner from @StanwayGeorgia? pic.twitter.com/DxCKQ4Grjs— Barclays FA Women's Super League (@BarclaysFAWSL) November 1, 2020 Það var svo í uppbótartíma framlengingar sem Janine Beckie skoraði þriðja mark City og tryggði endanlega sigurinn. Lokatölur 3-1 og City því bikarmeistari á Englandi annað tímabilið í röð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira