Prestur í Lyon í Frakklandi er sagður í lífshættulegu ástandi eftir að hafa verið skotinn tvisvar í kviðinn. Árásin átti sér stað um klukkan fjögur að staðartíma í dag. Sky News greinir frá.
Talið er að árásarmaðurinn hafi verið einn á ferð og notast við veiðiriffil.
Lögregla leitar nú árásarmannsins en presturinn var að loka kirkjunni síðdegis þegar árásarmaðurinn hleypti af byssunni. Svæðinu í kring hefur verið lokað og hefur lögregla beðið almenning um að halda sig fjarri.
🔴 #Lyon : un homme blessé par balle rue St-Lazare dans le 7e arrondissement, dans des circonstances encore obscures. Le tireur serait en fuite. Le secteur actuellement bouclé par les #policiers @lyonmag pic.twitter.com/8RUoFFXDNi
— Julien Damboise (@JDANDOU) October 31, 2020
Þetta er fjórða árásin í Frakklandi í þessum mánuði sem vekur mikinn óhug í Frakklandi.
Í gær létust þrír í áras við Notre Dame kirkjuna í miðborg Nice og skömmu síðar skaut lögregla mann til bana í frönsku borginni Avignon eftir að hann hafði reynt að stinga lögreglumenn á götu úti.
Fyrsta árásin átti sér stað um miðjan októbermánuð þegar franskur kennari myrtur og afhöfðaður í úthverfi Parísar. Hann hafði sýnt myndir af spámanninum Múhameð í kennslustund.
Eftir árásina í Nice voru þjóðaröryggisráðstafanir voru færðar á hæsta stig í Frakklandi. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagðist ætla að tvöfalda þann fjölda hermanna sem sinnir öryggisgæslu innan landamæranna, úr 3.000 í 7.000.
„Við verðum í viðbragðsstöðu og munum standa vörð um öll bænahús, sérstaklega kirkjur svo allraheilagramessa geti farið fram. Þá munum við einnig vera í viðbragðsstöðu við skóla,“ sagði Macron.