Markmiðið var alltaf að vinna tvöfalt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2020 19:00 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks. Vísir/Hulda Margrét Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. „Ég er bara nokkuð ánægður. Sérstaklega með að hafa unnið á þessum skrítnum tímum. Í grunninn finnst mér við eiga það skilið. Þó svo við hefðum viljað klára Íslandsmótið og Mjólkurbikarinn þá er þetta nokkuð skiljanleg niðurstaða að öllu leyti samt sem áður,“ sagði Þorsteinn þegar Vísir heyrði í honum. Var hann kominn upp í sumarbústað þegar hann fékk skilaboð um að hætt hefði verið keppni á Íslandsmótinu og að Breiðablik væri orðið Íslandsmeistari. Ætlar liðið að hittast á samskiptaforritinu Zoom í kvöld og fagna þessum undarlega Íslandsmeistaratitli. Blikar tóku létta æfingu í gær og miðað við hljóðið í heilbrigðisyfirvöldum ákvað Steini að gefa liði sínu frí fram yfir helgi. Þorsteinn átti erfitt með að finna eitt orð til að lýsa Íslandsmótinu árið 2020. „Þetta er búið að vera fjölbreytt, óvanalegt, merkilegt, stundum skemmtilegt en stundum leið manni eins og maður væri að spila leiki sem skiptu litlu máli – það var einfaldlega ekki sama stemningin og oft áður. Í sumum leikjum voru engir áhorfendur, í öðrum leikjum voru mjög fáir áhorfendur. Allar þessar takmarkanir voru svo mjög íþyngjandi.“ „Samt sem áður vorum við að spila mjög vel og við erum mjög sáttar við tímabilið. Við gengum auðvitað í gegnum miklu meira en bara Covid,“ sagði Þorsteinn og er þar eflaust að vitna í fjölda meiðsla á sínu liði. Þá varð lykilmaður í liðinu ólétt og önnur var seld út í atvinnumennsku á miðju sumri. „Maður er svona enn að meðtaka þetta allt saman. Ég er mjög sáttur við tímabilið en við hefðum viljað vinna tvöfalt, takmarkið var að vinan tvöfalt. Svekkjandi að geta ekki gert það og auðvitað eru vonbrigði að geta ekki klárað mótið að öllu leyti. Þetta er auðvitað ömurlegt fyrir mjög marga, ég sýni þeim liðum skilning sem eru aðeins einu marki frá því að ná markmiði sínu, þetta er ömurlegt á margan máta fyrir mörg lið,“ sagði Þorsteinn um sumarið. Þá nefndi hann hversu ömurlegt þetta væri fyrir landslið Íslands og hversu mikil áhrif þetta hefur haft á undirbúning þeirra fyrir mikilvæga landsleiki. Að lokum var Þorsteinn spurður út í næsta tímabil. „Það er erfitt að spá í hluti sem maður veit ekkert um og ég held að í sjálfu sér geti maður lítið spáð í það. Við erum að vonast til þess að geta farið að æfa á almennilega á nýju ári og er skipulagið svolítið miðað út frá því,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu, var nokkuð ánægður með að lið hans væri orðið meistari er Vísir heyrði í honum í kvöld. Hann hefði þó viljað vinna tvöfalt í ár. „Ég er bara nokkuð ánægður. Sérstaklega með að hafa unnið á þessum skrítnum tímum. Í grunninn finnst mér við eiga það skilið. Þó svo við hefðum viljað klára Íslandsmótið og Mjólkurbikarinn þá er þetta nokkuð skiljanleg niðurstaða að öllu leyti samt sem áður,“ sagði Þorsteinn þegar Vísir heyrði í honum. Var hann kominn upp í sumarbústað þegar hann fékk skilaboð um að hætt hefði verið keppni á Íslandsmótinu og að Breiðablik væri orðið Íslandsmeistari. Ætlar liðið að hittast á samskiptaforritinu Zoom í kvöld og fagna þessum undarlega Íslandsmeistaratitli. Blikar tóku létta æfingu í gær og miðað við hljóðið í heilbrigðisyfirvöldum ákvað Steini að gefa liði sínu frí fram yfir helgi. Þorsteinn átti erfitt með að finna eitt orð til að lýsa Íslandsmótinu árið 2020. „Þetta er búið að vera fjölbreytt, óvanalegt, merkilegt, stundum skemmtilegt en stundum leið manni eins og maður væri að spila leiki sem skiptu litlu máli – það var einfaldlega ekki sama stemningin og oft áður. Í sumum leikjum voru engir áhorfendur, í öðrum leikjum voru mjög fáir áhorfendur. Allar þessar takmarkanir voru svo mjög íþyngjandi.“ „Samt sem áður vorum við að spila mjög vel og við erum mjög sáttar við tímabilið. Við gengum auðvitað í gegnum miklu meira en bara Covid,“ sagði Þorsteinn og er þar eflaust að vitna í fjölda meiðsla á sínu liði. Þá varð lykilmaður í liðinu ólétt og önnur var seld út í atvinnumennsku á miðju sumri. „Maður er svona enn að meðtaka þetta allt saman. Ég er mjög sáttur við tímabilið en við hefðum viljað vinna tvöfalt, takmarkið var að vinan tvöfalt. Svekkjandi að geta ekki gert það og auðvitað eru vonbrigði að geta ekki klárað mótið að öllu leyti. Þetta er auðvitað ömurlegt fyrir mjög marga, ég sýni þeim liðum skilning sem eru aðeins einu marki frá því að ná markmiði sínu, þetta er ömurlegt á margan máta fyrir mörg lið,“ sagði Þorsteinn um sumarið. Þá nefndi hann hversu ömurlegt þetta væri fyrir landslið Íslands og hversu mikil áhrif þetta hefur haft á undirbúning þeirra fyrir mikilvæga landsleiki. Að lokum var Þorsteinn spurður út í næsta tímabil. „Það er erfitt að spá í hluti sem maður veit ekkert um og ég held að í sjálfu sér geti maður lítið spáð í það. Við erum að vonast til þess að geta farið að æfa á almennilega á nýju ári og er skipulagið svolítið miðað út frá því,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks, að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik Tengdar fréttir Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50 Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fleiri fréttir Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Sjá meira
Keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu hætt Knattspyrnusamband Íslands greindi frá því nú rétt í þessu að keppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu yrði hætt. Var þetta samþykkt á fundi sambandsins nú í dag. 30. október 2020 17:50