Árásarmaðurinn kom frá Túnis fyrir nokkrum dögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 23:31 Frá Nice í dag. AP/Eric Gaillard Árásarmaðurinn sem stakk tvær konur og karl til bana í Nice í Frakklandi í morgun kom til landsins fyrir nokkrum dögum síðan að sögn franskra yfirvalda. Hann var með þrjá hnífa á sér, þar af var einn þeirra þrjátíu sentimetra langur. BBC greinir frá Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu og hefur verið nafngreindur sem Brahim Aioussaoi, 21 árs gamall Túnisbúi sem kom til Frakklands fyrir örfáum dögum síðan frá Túnis. Hann er sagður hafa áður komið til Evrópu frá Túnis í síðasta mánuði. Hann var skotinn í aðgerðum lögreglu og er ástand hans sagt alvarlegt. Lögregla segist hafa fundið Kóraninn, tvo síma, einn þrjátíu sentimetra langan hníf með sautján sentimetra löngu blaði sem notaður var í árásinni og tvo aðra hnífa sem voru ónotaðir í fórum árásarmannsins. Yfirvöld segja að um hryðjuverkaárás hafi verið um að ræða. Yfirvöld segja að eitt fórnarlambana, kona á sjötugsaldri, hafi verið nær afhöfðað í árásinni. Þá var karlmaður á sextugsaldri skorinn á háls og kona á fimmtugsaldri lést af völdum stungusára skömmu eftir árásina eftir að henni tókst að flýja árásarmanninn. Árásin var framin við Notre Dame kirkjuna í miðborg Nice í morgun en fregnir herma að karlmaðurinn sem lést í árásinni hafi verið starfsmaður kirkjunnar. Frakkar hafa gripið til hertra aðgerða gegn meintum öfgahópum í landinu í kjölfar þess að Samuel Paty, kennari í París, var myrtur á dögunum eftir að hafa sýnt nemendum sínum umdeildar skopmyndir blaðsins Charlie Hebdo af Múhameð spámanni. Morðið vakti hörð viðbrögð í Frakklandi. Ríkisstjórn Emmanuels Macrons forseta hefur meðal annars hert eftirlit með moskum í kjölfar þeirrar árásar og forsetinn hefur neitað að fordæma skopmyndirnar. Þessi viðbrögð hafa farið öfugt ofan í fjölda múslima bæði innan Frakklands sem utan. Al Jazeera sagði frá því að margir franskir múslimar óttist nú útskúfun og þá hafa leiðtogar fjölda múslimaríkja hvatt landa sína til að sniðganga franskar vörur. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ætlat að tvöfalda þann fjölda hermanna sem sinnir öryggisgæslu innan landamæranna, úr 3.000 í 7.000. Frakkland Túnis Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri hermenn munu gæta öryggis Frakka Þjóðaröryggisráðstafanir voru færðar á hæsta stig í Frakklandi eftir að 21 árs karlmaður frá Túnis stakk þrennt til bana í Nice. 29. október 2020 18:30 Lögregla skaut árásarmann til bana í Avignon Maður vopnaður hnífi var skotinn til bana af lögreglu í frönsku borginni Avignon um klukkan 11:15 í morgun að staðartíma eftir að sá hafði reynt að stinga lögreglumenn á götu úti. 29. október 2020 11:19 Þrír látnir eftir árás við kirkju í Nice Að minnsta kosti þrír eru látnir og nokkrir eru særðir eftir hnífstunguárás við Notre Dame í miðborg frönsku borgarinnar Nice í morgun. Borgarstjóri segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða. 29. október 2020 09:10 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Árásarmaðurinn sem stakk tvær konur og karl til bana í Nice í Frakklandi í morgun kom til landsins fyrir nokkrum dögum síðan að sögn franskra yfirvalda. Hann var með þrjá hnífa á sér, þar af var einn þeirra þrjátíu sentimetra langur. BBC greinir frá Árásarmaðurinn er í haldi lögreglu og hefur verið nafngreindur sem Brahim Aioussaoi, 21 árs gamall Túnisbúi sem kom til Frakklands fyrir örfáum dögum síðan frá Túnis. Hann er sagður hafa áður komið til Evrópu frá Túnis í síðasta mánuði. Hann var skotinn í aðgerðum lögreglu og er ástand hans sagt alvarlegt. Lögregla segist hafa fundið Kóraninn, tvo síma, einn þrjátíu sentimetra langan hníf með sautján sentimetra löngu blaði sem notaður var í árásinni og tvo aðra hnífa sem voru ónotaðir í fórum árásarmannsins. Yfirvöld segja að um hryðjuverkaárás hafi verið um að ræða. Yfirvöld segja að eitt fórnarlambana, kona á sjötugsaldri, hafi verið nær afhöfðað í árásinni. Þá var karlmaður á sextugsaldri skorinn á háls og kona á fimmtugsaldri lést af völdum stungusára skömmu eftir árásina eftir að henni tókst að flýja árásarmanninn. Árásin var framin við Notre Dame kirkjuna í miðborg Nice í morgun en fregnir herma að karlmaðurinn sem lést í árásinni hafi verið starfsmaður kirkjunnar. Frakkar hafa gripið til hertra aðgerða gegn meintum öfgahópum í landinu í kjölfar þess að Samuel Paty, kennari í París, var myrtur á dögunum eftir að hafa sýnt nemendum sínum umdeildar skopmyndir blaðsins Charlie Hebdo af Múhameð spámanni. Morðið vakti hörð viðbrögð í Frakklandi. Ríkisstjórn Emmanuels Macrons forseta hefur meðal annars hert eftirlit með moskum í kjölfar þeirrar árásar og forsetinn hefur neitað að fordæma skopmyndirnar. Þessi viðbrögð hafa farið öfugt ofan í fjölda múslima bæði innan Frakklands sem utan. Al Jazeera sagði frá því að margir franskir múslimar óttist nú útskúfun og þá hafa leiðtogar fjölda múslimaríkja hvatt landa sína til að sniðganga franskar vörur. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ætlat að tvöfalda þann fjölda hermanna sem sinnir öryggisgæslu innan landamæranna, úr 3.000 í 7.000.
Frakkland Túnis Tengdar fréttir Tvöfalt fleiri hermenn munu gæta öryggis Frakka Þjóðaröryggisráðstafanir voru færðar á hæsta stig í Frakklandi eftir að 21 árs karlmaður frá Túnis stakk þrennt til bana í Nice. 29. október 2020 18:30 Lögregla skaut árásarmann til bana í Avignon Maður vopnaður hnífi var skotinn til bana af lögreglu í frönsku borginni Avignon um klukkan 11:15 í morgun að staðartíma eftir að sá hafði reynt að stinga lögreglumenn á götu úti. 29. október 2020 11:19 Þrír látnir eftir árás við kirkju í Nice Að minnsta kosti þrír eru látnir og nokkrir eru særðir eftir hnífstunguárás við Notre Dame í miðborg frönsku borgarinnar Nice í morgun. Borgarstjóri segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða. 29. október 2020 09:10 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Tvöfalt fleiri hermenn munu gæta öryggis Frakka Þjóðaröryggisráðstafanir voru færðar á hæsta stig í Frakklandi eftir að 21 árs karlmaður frá Túnis stakk þrennt til bana í Nice. 29. október 2020 18:30
Lögregla skaut árásarmann til bana í Avignon Maður vopnaður hnífi var skotinn til bana af lögreglu í frönsku borginni Avignon um klukkan 11:15 í morgun að staðartíma eftir að sá hafði reynt að stinga lögreglumenn á götu úti. 29. október 2020 11:19
Þrír látnir eftir árás við kirkju í Nice Að minnsta kosti þrír eru látnir og nokkrir eru særðir eftir hnífstunguárás við Notre Dame í miðborg frönsku borgarinnar Nice í morgun. Borgarstjóri segir að um mögulega hryðjuverkaárás sé að ræða. 29. október 2020 09:10