Lenti vél Icelandair án heimildar eftir óhapp á Keflavíkurflugvelli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. október 2020 22:10 Boeing 757-200 vél Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Samskonar vél og var lent án heimildar umræddan dag. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú tvö atvik sem komu upp á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraflugvél rann út af flugbrautarenda sem varð til þess að flugvöllurinn lokaðist. Vél Icelandair á leið frá Seattle á sama tíma var sett í biðflug vegna atviksins en flugmenn vélarinnar lentu henni á lokaðri flugbraut án heimildar. RÚV greindi fyrst frá. Þetta kemur fram í tveimur stöðuskýrslum nefndarinnar vegna atvikanna sem áttu sér stað þann 28. október á síðasta ári. Þar segir að snemma morguns þann dag hafi sjúkraflugvél lent á Keflavíkurflugvelli. Að lokinni lendingu ók flugmaður flugvélarinnar henni út að enda flugbrautarinnar, þar sem að flugumferðarstjóri hafði beðið hann að rýma flugbrautina á akvegi N við norðurenda flugbrautarinnar. Þegar flugvélin nálgaðist enda flugbrautarinnar, náði flugmaður hennar ekki að hægja nægilega á flugvélinni vegna hálku á flugbrautarendanum og rann flugvélin út af flugbrautarendanum og inn á öryggissvæði utan flugbrautarinnar. Stöðvaðist flugvélin að lokum við enda öryggissvæðisins. Á meðan unnið var að því að fjarlægja flugvélina, var flugbraut 01/19 á Keflavíkurflugvelli lokuð. Við það lokaðist flugvöllurinn þar sem að flugbrautum 10/28 hafði ekki verið haldið opnum þessa nótt. Rannsóknin nefndarinnar beindist að hálkuvörnum á Keflavíkurflugvelli. Lýsti yfir neyðarástandi Á sama tíma umræddan morgun var flugvél Icelandair á leið frá Seattle að nálgast Keflavíkurflugvöll. Eftir að flugvöllurinn lokaðist vegna sjúkraflugvélarinnar var Icelandair-vélin sett í biðflug nálægt Keflavíkurflugvelli. Á meðan á biðfluginu stóð lýsti flugstjóri flugvélar Icelandair yfir neyðarástandi og sagðist verða að lenda á flugbraut 01 á Keflavíkurflugvelli vegna lágrar eldsneytisstöðu. Skömmu síðar lenti flugvél TF-ISF, án heimildar, á lokaðri flugbraut 01 á Keflavíkurflugvelli. Rannsókn nefndarinnar á þessu atviki snýr meðal annars meðal annars að eldsneytismálum flugrekandans, undirbúningi flugsins, eldsneyti flugsins, veðri, þjónustustigi Keflavíkurflugvallar, hálkuvarna á Keflavíkurflugvelli, viðbragðsgetu við opnun varaflugvalla, viðbragðsgetu við hálkuvarnir varaflugvalla, sem og kerfislægra misbresta. Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsakar nú tvö atvik sem komu upp á Keflavíkurflugvelli eftir að sjúkraflugvél rann út af flugbrautarenda sem varð til þess að flugvöllurinn lokaðist. Vél Icelandair á leið frá Seattle á sama tíma var sett í biðflug vegna atviksins en flugmenn vélarinnar lentu henni á lokaðri flugbraut án heimildar. RÚV greindi fyrst frá. Þetta kemur fram í tveimur stöðuskýrslum nefndarinnar vegna atvikanna sem áttu sér stað þann 28. október á síðasta ári. Þar segir að snemma morguns þann dag hafi sjúkraflugvél lent á Keflavíkurflugvelli. Að lokinni lendingu ók flugmaður flugvélarinnar henni út að enda flugbrautarinnar, þar sem að flugumferðarstjóri hafði beðið hann að rýma flugbrautina á akvegi N við norðurenda flugbrautarinnar. Þegar flugvélin nálgaðist enda flugbrautarinnar, náði flugmaður hennar ekki að hægja nægilega á flugvélinni vegna hálku á flugbrautarendanum og rann flugvélin út af flugbrautarendanum og inn á öryggissvæði utan flugbrautarinnar. Stöðvaðist flugvélin að lokum við enda öryggissvæðisins. Á meðan unnið var að því að fjarlægja flugvélina, var flugbraut 01/19 á Keflavíkurflugvelli lokuð. Við það lokaðist flugvöllurinn þar sem að flugbrautum 10/28 hafði ekki verið haldið opnum þessa nótt. Rannsóknin nefndarinnar beindist að hálkuvörnum á Keflavíkurflugvelli. Lýsti yfir neyðarástandi Á sama tíma umræddan morgun var flugvél Icelandair á leið frá Seattle að nálgast Keflavíkurflugvöll. Eftir að flugvöllurinn lokaðist vegna sjúkraflugvélarinnar var Icelandair-vélin sett í biðflug nálægt Keflavíkurflugvelli. Á meðan á biðfluginu stóð lýsti flugstjóri flugvélar Icelandair yfir neyðarástandi og sagðist verða að lenda á flugbraut 01 á Keflavíkurflugvelli vegna lágrar eldsneytisstöðu. Skömmu síðar lenti flugvél TF-ISF, án heimildar, á lokaðri flugbraut 01 á Keflavíkurflugvelli. Rannsókn nefndarinnar á þessu atviki snýr meðal annars meðal annars að eldsneytismálum flugrekandans, undirbúningi flugsins, eldsneyti flugsins, veðri, þjónustustigi Keflavíkurflugvallar, hálkuvarna á Keflavíkurflugvelli, viðbragðsgetu við opnun varaflugvalla, viðbragðsgetu við hálkuvarnir varaflugvalla, sem og kerfislægra misbresta.
Icelandair Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgönguslys Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Fleiri fréttir Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Sjá meira