Sífellt fleiri sveitarfélög segja sig frá rekstri hjúkrunarheimila Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. október 2020 19:01 Vísir/Hafsteinn Fjögur sveitarfélög hafa sagt upp samningum sínum við ríkið og það fimmta íhugar það vegna óánægju með framlög til starfseminnar. Heilbrigðisráðherra sem hefur verið gagnrýnd fyrir að svelta einkarekin hjúkrunaheimili, vísar því á bug. Akureyrarbær, Vestmanneyjabær, Hornafjörður og Fjarðarbyggð hafa þegar sagt upp samningum sínum sínum við Sjúkratryggingar Íslands á þessu ári vegna reksturs hjúkrunarheimila og Vopnafjarðarhreppur íhugar að segja upp samningi sínum samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Áður hafa Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær og Garðabær sagt sig frá rekstrinum og ríkið sér um hann. Þá gagnrýndi Gísli Páll Pálsson forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimila Grundar í fréttum okkar á föstudag að stjórnvöld væru vísvitandi að svelta öldrunaheimili landsins til að geta ríkisvætt þau. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vísar þessu á bug. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það að ég hafi einhverjar skoðanir og vilji koma þessum hjúkrunarheimilum í einhvern bobba vísa ég því til föðurhúsanna því það er rangt,“ segir Svandís. Svandís skipaði starfshóp til að greina rekstur hjúkrunarheimilanna og skilar hann niðurstöðu í næsta mánuði. „Þessi greining er forsenda þess að við skiljum betur út frá hverju samningar um reksturinn eiga að ganga. Það vil ég gera í fullri einlægni og hef marg tjáð einaaðilum og sveitarfélögum það,“segir Svandís. Hún segir að stefna sín í málaflokknumsé að auka fjölbreytni í þjónustu við eldri borgara. „Mínar áherslur varðandi þessi mál er að það sé boðið uppá miklu fjölþættari þjónustu fyrir eldra fólk en hjúkrunarheimili, Við þurfum að stórauka dagdvalarþjónustu. Þá er ég er að setja nýjar 250 milljónir á fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár til heimahjúkrunar svo að fólk geti búið lengur heima hjá sér,“ segir Svandís. Svandís segir að einkareknu hjúkrunarheimilin fái nú greiðslur í samræmi við gerða samninga. Það sem sé hins vegar á bið séu sérstakar greiðslur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Sjúkratryggingar Íslands hafa talað um það í mínu umboði að það þurfi að gera upp við hjúkrunarheimilin í heild eftir árið ef þau hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna faraldursins. Ef að í ljós kemur að hjúkrunarheimilin hafa ekki getað nýtt rými hjá sér að fullu vegna Covid-19 þá eigi að vera til fjármagn til að fá það bætt,“ segir Svandís. Heilbrigðismál Félagsmál Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Fjögur sveitarfélög hafa sagt upp samningum sínum við ríkið og það fimmta íhugar það vegna óánægju með framlög til starfseminnar. Heilbrigðisráðherra sem hefur verið gagnrýnd fyrir að svelta einkarekin hjúkrunaheimili, vísar því á bug. Akureyrarbær, Vestmanneyjabær, Hornafjörður og Fjarðarbyggð hafa þegar sagt upp samningum sínum sínum við Sjúkratryggingar Íslands á þessu ári vegna reksturs hjúkrunarheimila og Vopnafjarðarhreppur íhugar að segja upp samningi sínum samkvæmt upplýsingum frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Áður hafa Mosfellsbær, Seltjarnarnesbær og Garðabær sagt sig frá rekstrinum og ríkið sér um hann. Þá gagnrýndi Gísli Páll Pálsson forstjóri dvalar- og hjúkrunarheimila Grundar í fréttum okkar á föstudag að stjórnvöld væru vísvitandi að svelta öldrunaheimili landsins til að geta ríkisvætt þau. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra vísar þessu á bug. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Vísir/Vilhelm „Það að ég hafi einhverjar skoðanir og vilji koma þessum hjúkrunarheimilum í einhvern bobba vísa ég því til föðurhúsanna því það er rangt,“ segir Svandís. Svandís skipaði starfshóp til að greina rekstur hjúkrunarheimilanna og skilar hann niðurstöðu í næsta mánuði. „Þessi greining er forsenda þess að við skiljum betur út frá hverju samningar um reksturinn eiga að ganga. Það vil ég gera í fullri einlægni og hef marg tjáð einaaðilum og sveitarfélögum það,“segir Svandís. Hún segir að stefna sín í málaflokknumsé að auka fjölbreytni í þjónustu við eldri borgara. „Mínar áherslur varðandi þessi mál er að það sé boðið uppá miklu fjölþættari þjónustu fyrir eldra fólk en hjúkrunarheimili, Við þurfum að stórauka dagdvalarþjónustu. Þá er ég er að setja nýjar 250 milljónir á fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár til heimahjúkrunar svo að fólk geti búið lengur heima hjá sér,“ segir Svandís. Svandís segir að einkareknu hjúkrunarheimilin fái nú greiðslur í samræmi við gerða samninga. Það sem sé hins vegar á bið séu sérstakar greiðslur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Sjúkratryggingar Íslands hafa talað um það í mínu umboði að það þurfi að gera upp við hjúkrunarheimilin í heild eftir árið ef þau hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna faraldursins. Ef að í ljós kemur að hjúkrunarheimilin hafa ekki getað nýtt rými hjá sér að fullu vegna Covid-19 þá eigi að vera til fjármagn til að fá það bætt,“ segir Svandís.
Heilbrigðismál Félagsmál Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira