Tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi hækki um tæpa þrjá milljarða á næsta ári Birgir Olgeirsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 28. október 2020 18:30 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að kerfið sé að virka. Vísir/Egill Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verði 7,5 milljarðar króna á næsta ári. Gangi það eftir yrði það tæplega þriggja milljarða hækkun frá árinu í ár. Sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að veiðigjaldskerfið sé að virka. Sjávarútvegsráðherra gerði grein fyrir þessari áætlun á fundi ríkisstjórnar í vikunni. Tekjur af veiðigjaldi á þessu ári eru áætlaðar 4,8 milljarðar. Ástæðan fyrir því að talið er að tekjurnar muni hækka í 7,5 milljarða á næsta ári er einkum rakin til sérstakra aðstæðna sem voru árið 2018, sem eru við miðunarár veiðigjalds 2020. Þá fór saman lágt aflaverðmæti, sem tengja má við hátt gengi krónunnar og samdráttar í afla. Auk þess var fyrning veiðiskipa nokkuð há vegna endurnýjunar í fiskveiðiflotanum. Ráðherra segir þessa hækkun sýna að núverandi fyrirkomulag veiðigjaldsins virki. Vísir/Vilhelm „Um leið og afkoma útgerðarinnar batnar þá hækkar gjaldið en um leið og afkoman dregst saman af veiðum þá dregst gjaldið saman. Þannig að það er meira samhengi á milli þess hvernig gengur í greininni og þeirrar sérstöku gjaldtöku sem þarna á sér stað,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Helstu breytingar í reiknistofni milli áranna 2020 og 2021 eru þær að aflaverðmæti eykst í takt við hagstæðara gengi árið 2019 miðað við 2018 og að eldsneytiskostnaður lækkar nokkuð. Ráðherra segir ákvörðunina nú komna frá framkvæmdavaldinu eftir að reglur um útreikninga á veiðigjaldinu voru festar í lög. „Nú er það sú stofnun sem er færust um að meta upplýsingar frá fyrirtækjunum, það er að segja Skatturinn, sem að reiknar einfaldlega gjaldið út í stað þess að áður var þetta á grunni ákveðinnar nefndar sem var pólitískt skipuð og gerði tillögur til ráðherra um fjárhæðir veiðigjalda,“ segir Kristján Þór. Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Áætlað er að tekjur ríkissjóðs af veiðigjaldi verði 7,5 milljarðar króna á næsta ári. Gangi það eftir yrði það tæplega þriggja milljarða hækkun frá árinu í ár. Sjávarútvegsráðherra segir þetta til marks um að veiðigjaldskerfið sé að virka. Sjávarútvegsráðherra gerði grein fyrir þessari áætlun á fundi ríkisstjórnar í vikunni. Tekjur af veiðigjaldi á þessu ári eru áætlaðar 4,8 milljarðar. Ástæðan fyrir því að talið er að tekjurnar muni hækka í 7,5 milljarða á næsta ári er einkum rakin til sérstakra aðstæðna sem voru árið 2018, sem eru við miðunarár veiðigjalds 2020. Þá fór saman lágt aflaverðmæti, sem tengja má við hátt gengi krónunnar og samdráttar í afla. Auk þess var fyrning veiðiskipa nokkuð há vegna endurnýjunar í fiskveiðiflotanum. Ráðherra segir þessa hækkun sýna að núverandi fyrirkomulag veiðigjaldsins virki. Vísir/Vilhelm „Um leið og afkoma útgerðarinnar batnar þá hækkar gjaldið en um leið og afkoman dregst saman af veiðum þá dregst gjaldið saman. Þannig að það er meira samhengi á milli þess hvernig gengur í greininni og þeirrar sérstöku gjaldtöku sem þarna á sér stað,“ segir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Helstu breytingar í reiknistofni milli áranna 2020 og 2021 eru þær að aflaverðmæti eykst í takt við hagstæðara gengi árið 2019 miðað við 2018 og að eldsneytiskostnaður lækkar nokkuð. Ráðherra segir ákvörðunina nú komna frá framkvæmdavaldinu eftir að reglur um útreikninga á veiðigjaldinu voru festar í lög. „Nú er það sú stofnun sem er færust um að meta upplýsingar frá fyrirtækjunum, það er að segja Skatturinn, sem að reiknar einfaldlega gjaldið út í stað þess að áður var þetta á grunni ákveðinnar nefndar sem var pólitískt skipuð og gerði tillögur til ráðherra um fjárhæðir veiðigjalda,“ segir Kristján Þór.
Sjávarútvegur Skattar og tollar Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira