Vill hækka refsihámark fyrir vörslu barnaníðsefnis í sex ár Kolbeinn Tumi Daðason og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. október 2020 19:31 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari hjá ríkissaksóknara. Vísir/ArnarHalldórs Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. Í nýjum Kompás þætti, sem sjá má hér að neðan, er fjallað um á fjórða tug manna sem eru til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar grófar nauðganir ábörnum allt niður í nokkrra mánaða gömlum. Hámarksrefsing samkvæmt núgildandi lögum fyrir vörslu barnaníðsefnis er tvö ár. Það gæti hins vegar breyst á næstunni en til stendur að leggja fram frumvarp um að refsihámark verði hækkað úr tveimur árum í sex. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari ætlar að leggja frumvarpið fram, en það er hennar fyrsta frumvarp. Sjálf vann hún lengi við saksókn í málum sem þessum. „Þar sem lögregla er að fá inn til sín langt um stærri mál en verið hefur og tveggja ára refsihámark nær einfaldlega ekki utan um alvarleika málanna. Líka það að brotin eru að breyast. Það eru menn sem eru teknir með tugi þúsunda mynda og meira en það jafnvel og efnið er grófara en við höfum áður séð,“ segir Þorbjörg. Þá sé markmiðið jafnframt að fæla menn frá slíkum afbrotum. Refsirammi flestra Norðurlandanna er nú þyngri en hérlendis, með refsihámark allt að 6 árum. Þorbjörg segir menn sem skoða barnaníðsefni eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni sé framleitt. „Við framleiðslu svona efnis er það auðvitað þannig að það er brotið kynferðislega gegn barni,“ segir hún. Dómar sé ekki nógu þungir. Í dómi frá 2015 var maður sakfelldur fyrir að vera með 34.000 myndir og 585 myndbönd. Hluti efnissins sýndi fullorðna beita börn kynferðislegu ofbeldi eða börn að hafa kynmök sín á milli. Hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, en þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir. „Í sumum þessara mál hefði mátt stíga fastar niður fæti,“ segir Þorbjörg. Kompás Dómstólar Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05 „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar sem unnið hefur að frumvarpi um aukningu refsinga við vörslu barnaníðsefnis vill hækka refsihámarkið úr tveggja ára fangelsi í sex. Tveggja ára refsihámark endurspegli engan veginn alvarleika málanna. Í nýjum Kompás þætti, sem sjá má hér að neðan, er fjallað um á fjórða tug manna sem eru til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar grófar nauðganir ábörnum allt niður í nokkrra mánaða gömlum. Hámarksrefsing samkvæmt núgildandi lögum fyrir vörslu barnaníðsefnis er tvö ár. Það gæti hins vegar breyst á næstunni en til stendur að leggja fram frumvarp um að refsihámark verði hækkað úr tveimur árum í sex. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi saksóknari ætlar að leggja frumvarpið fram, en það er hennar fyrsta frumvarp. Sjálf vann hún lengi við saksókn í málum sem þessum. „Þar sem lögregla er að fá inn til sín langt um stærri mál en verið hefur og tveggja ára refsihámark nær einfaldlega ekki utan um alvarleika málanna. Líka það að brotin eru að breyast. Það eru menn sem eru teknir með tugi þúsunda mynda og meira en það jafnvel og efnið er grófara en við höfum áður séð,“ segir Þorbjörg. Þá sé markmiðið jafnframt að fæla menn frá slíkum afbrotum. Refsirammi flestra Norðurlandanna er nú þyngri en hérlendis, með refsihámark allt að 6 árum. Þorbjörg segir menn sem skoða barnaníðsefni eiga veigamikinn þátt í því að barnaníðsefni sé framleitt. „Við framleiðslu svona efnis er það auðvitað þannig að það er brotið kynferðislega gegn barni,“ segir hún. Dómar sé ekki nógu þungir. Í dómi frá 2015 var maður sakfelldur fyrir að vera með 34.000 myndir og 585 myndbönd. Hluti efnissins sýndi fullorðna beita börn kynferðislegu ofbeldi eða börn að hafa kynmök sín á milli. Hann var dæmdur í 15 mánaða fangelsi, en þar af voru 12 mánuðir skilorðsbundnir. „Í sumum þessara mál hefði mátt stíga fastar niður fæti,“ segir Þorbjörg.
Kompás Dómstólar Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05 „Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Menn með barnagirnd koma að tómum kofanum Anna Kristín Newton, sálfræðingur, segir að menn sem finna fyrir barnagirnd og vilji koma í veg fyrir að þeir brjóti af sér hafi engan aðgang að aðstoð. Fyrsta skrefið sé að gera upplýsingar aðgengilegar. Einu upplýsingarnar sem þeir fái á netinu í dag séu að þeir séu skrímsli. 28. október 2020 13:05
„Eins ógeðslegt og þú getur hugsað þér sinnum milljón“ Á fjórða tug íslenskra karlmanna er til rannsóknar lögreglu fyrir vörslu barnaníðsefnis. Sumir eru fjölskyldumenn. Myndirnar hlaupa á hundruðum þúsunda og sýna margar þeirra grófar nauðganir á börnum allt niður í nokkurra mánaða gömlum. Í Kompás er rætt við rannsakendur málanna, spurt hvers eðlis brotin eru og hvernig það sé að þurfa að skoða þessar hræðilegu myndir. 27. október 2020 08:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent