Óánægður með viðbrögð landlæknis í Landakotsmálinu Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 27. október 2020 07:00 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segist vera ósáttur við að heyra að svo gæti farið að kórónuveiurusmitið sem kom upp á Landakoti verði rannsakað sem alvarlegt atvik. Þetta segir Már Kristjánsson í samtali við Morgunblaðið í morgun og er þar að vísa til ummæla Kjartans Hreins Njálssonar aðstoðarmanns landlæknis sem sagði við mbl.is í gær að hópsmitið á Landakoti yrði mögulega tilkynnt sem alvarlegt atvik og yrði þá rannsakað sem slíkt. Lögregla rannsakar nú atvikið um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni en Kjartan Hreinn tekur þó fram í samtalinu við mbl.is að þau mál séu þó ekki sambærileg. Már segist samt mjög óánægður með þessi viðbrögð embættisins. Hann segir slík ummæli, að þetta sé atvik sem þurfi að rannsaka, ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Smitrakningin mikilvægust á farsóttartímum „Á farsóttartímum er mikilvægast að rekja smit – rakning er ígildi rannsóknar og rakning er tólið sem höfum til að finna út hvað er á seyði,“ segir Már í samtali við blaðið og bætir við að ekkert útlit sé fyrir að nokkuð glæpsamlegt hafi átt sér stað eða að misbrestur hafi endilega orðið í starfsemi Landakotsspítala. Sjálfsagt að skoða upptökin „Starsfmenn, sjúklingar og aðstandendur þeirra þurfa ekki á þessum tímapunkti að heyra af því að það sé verið að rannsaka þá eða að gefa í skyn að einhverja vanrækslu af þeirra hálfu.“ Már tekur þó fram að sjálfsagt sé að skoða upptök hópsmitsins til þess að koma megi í veg fyrir að svona hendi aftur, en bætir við að ekkert tilefni sé til að tilkynna um þetta atvik sérstaklega, „hvað þá að það leiði á endanum til kæru eða einhvers slíks.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47 „Það var enginn gleðskapur starfsmanna“ Engar vísbendingar eru um að starfsmenn Landakots hafi haldið gleðskap áður en hópsýking kom þar upp fyrir helgi. 26. október 2020 12:02 Þrettán íbúar og fjórir starfsmenn Sólvalla smitaðir Ellefu íbúar og fjórir starfsmenn öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 25. október 2020 18:31 Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. 25. október 2020 15:19 Fjölskylda Covid-sjúklings af Landakoti forviða: „Þetta er ótrúlegt ábyrgðarleysi“ Fjölskylda Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, sem er einn þeirra sjúklinga sem smitaðist af Covid-19 á Landakoti, er orðlaus yfir því hvernig staðið var að málum eftir að grunur kom upp um smit á stofnuninni. 24. október 2020 23:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans segist vera ósáttur við að heyra að svo gæti farið að kórónuveiurusmitið sem kom upp á Landakoti verði rannsakað sem alvarlegt atvik. Þetta segir Már Kristjánsson í samtali við Morgunblaðið í morgun og er þar að vísa til ummæla Kjartans Hreins Njálssonar aðstoðarmanns landlæknis sem sagði við mbl.is í gær að hópsmitið á Landakoti yrði mögulega tilkynnt sem alvarlegt atvik og yrði þá rannsakað sem slíkt. Lögregla rannsakar nú atvikið um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni en Kjartan Hreinn tekur þó fram í samtalinu við mbl.is að þau mál séu þó ekki sambærileg. Már segist samt mjög óánægður með þessi viðbrögð embættisins. Hann segir slík ummæli, að þetta sé atvik sem þurfi að rannsaka, ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Smitrakningin mikilvægust á farsóttartímum „Á farsóttartímum er mikilvægast að rekja smit – rakning er ígildi rannsóknar og rakning er tólið sem höfum til að finna út hvað er á seyði,“ segir Már í samtali við blaðið og bætir við að ekkert útlit sé fyrir að nokkuð glæpsamlegt hafi átt sér stað eða að misbrestur hafi endilega orðið í starfsemi Landakotsspítala. Sjálfsagt að skoða upptökin „Starsfmenn, sjúklingar og aðstandendur þeirra þurfa ekki á þessum tímapunkti að heyra af því að það sé verið að rannsaka þá eða að gefa í skyn að einhverja vanrækslu af þeirra hálfu.“ Már tekur þó fram að sjálfsagt sé að skoða upptök hópsmitsins til þess að koma megi í veg fyrir að svona hendi aftur, en bætir við að ekkert tilefni sé til að tilkynna um þetta atvik sérstaklega, „hvað þá að það leiði á endanum til kæru eða einhvers slíks.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47 „Það var enginn gleðskapur starfsmanna“ Engar vísbendingar eru um að starfsmenn Landakots hafi haldið gleðskap áður en hópsýking kom þar upp fyrir helgi. 26. október 2020 12:02 Þrettán íbúar og fjórir starfsmenn Sólvalla smitaðir Ellefu íbúar og fjórir starfsmenn öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 25. október 2020 18:31 Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. 25. október 2020 15:19 Fjölskylda Covid-sjúklings af Landakoti forviða: „Þetta er ótrúlegt ábyrgðarleysi“ Fjölskylda Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, sem er einn þeirra sjúklinga sem smitaðist af Covid-19 á Landakoti, er orðlaus yfir því hvernig staðið var að málum eftir að grunur kom upp um smit á stofnuninni. 24. október 2020 23:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. 26. október 2020 11:47
„Það var enginn gleðskapur starfsmanna“ Engar vísbendingar eru um að starfsmenn Landakots hafi haldið gleðskap áður en hópsýking kom þar upp fyrir helgi. 26. október 2020 12:02
Þrettán íbúar og fjórir starfsmenn Sólvalla smitaðir Ellefu íbúar og fjórir starfsmenn öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 25. október 2020 18:31
Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. 25. október 2020 15:19
Fjölskylda Covid-sjúklings af Landakoti forviða: „Þetta er ótrúlegt ábyrgðarleysi“ Fjölskylda Guðlaugs Jóns Bjarnasonar, sem er einn þeirra sjúklinga sem smitaðist af Covid-19 á Landakoti, er orðlaus yfir því hvernig staðið var að málum eftir að grunur kom upp um smit á stofnuninni. 24. október 2020 23:00