Búa sig undir tvær erfiðar vikur Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2020 11:47 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. Fleiri hafa nú verið lagðir inn á spítala í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins en þeirri fyrstu. 51 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala með Covid-tengd veikindi, þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Tíu Covid-sjúklingar útskrifuðust af Landspítala um helgina en tíu lögðust inn, að því er fram kom í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Alls hafa 115 verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid í þessari bylgju sem er „meira en nokkru sinni áður“, sagði Páll. 105 voru lagðir inn á sjúkrahús í fyrstu bylgju. Páll sagði alvarlega stöðu uppi á spítalanum og þróun atburðarásar næstu daga væri þrungin mikilli óvissu. Spítalinn byggi sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta. Gæti fjölgað í hópi smitaðra Páll sagði að eitt mikilvægasta verkefnið nú væri að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti rétt fyrir helgi. Alls hafa 79 smit nú verið rakin til Landakots, 27 hjá starfsfólki og 52 hjá sjúklingum. Smitin hafa greinst á þremur stofnunum; Landakoti, Reykjalundi og dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Af þessum 79 eru 20 starfsmenn Landspítala og 32 sjúklingar á Landakoti. Páll sagði að bæst gæti við þessa tölu smitaðra í sjúklingahópnum þó að stjórnendur voni að svo verði ekki. Sagði sögu ungs sjúkraliða Þá eru nú 270 starfsmenn Landspítala í sóttkví, stærstur hluti vegna sýkingarinnar á Landakoti. Páll notaði tækifærið og þakkaði starfsmönnum sem starfa við erfiðar aðstæður, einkum á Landakoti. „Ég vona að samfélagið skilji og meti framlag þessa fólks til þessarar baráttu og prófi að setja sig í þeirra spor,“ sagði Páll. Þá sagði hann sögu af ungri konu, sjúkraliða og einstæðri móður, sem vinnur á Landakoti. Hún reyndist ekki smituð af Covid-19 en Páll sagði að hún hefði ekki getað hugsað sér annað en að halda áfram að sinna vinnu sinni á Landakoti. „Því tók faðirinn börnin til sín og hún mætir í vinnuna í fullum varnarbúningi og fer einungis á milli heimilis og vinnu. Hún fer svo aftur í skimun á næstu dögum og við vonum auðvitað að hún reynist áfram neikvæð. Börnin sín sér hún ekki næstu tvær vikur. Svona er hún eins og aðrir á Landakoti vakin og sofin yfir sjúklingum sínum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Þrettán íbúar og fjórir starfsmenn Sólvalla smitaðir Ellefu íbúar og fjórir starfsmenn öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 25. október 2020 18:31 Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39 „Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. Fleiri hafa nú verið lagðir inn á spítala í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins en þeirri fyrstu. 51 sjúklingur liggur nú inni á Landspítala með Covid-tengd veikindi, þar af eru þrír á gjörgæslu og einn þeirra í öndunarvél. Tíu Covid-sjúklingar útskrifuðust af Landspítala um helgina en tíu lögðust inn, að því er fram kom í máli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítala, á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar í dag. Alls hafa 115 verið lagðir inn á sjúkrahús vegna Covid í þessari bylgju sem er „meira en nokkru sinni áður“, sagði Páll. 105 voru lagðir inn á sjúkrahús í fyrstu bylgju. Páll sagði alvarlega stöðu uppi á spítalanum og þróun atburðarásar næstu daga væri þrungin mikilli óvissu. Spítalinn byggi sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta. Gæti fjölgað í hópi smitaðra Páll sagði að eitt mikilvægasta verkefnið nú væri að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti rétt fyrir helgi. Alls hafa 79 smit nú verið rakin til Landakots, 27 hjá starfsfólki og 52 hjá sjúklingum. Smitin hafa greinst á þremur stofnunum; Landakoti, Reykjalundi og dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka. Af þessum 79 eru 20 starfsmenn Landspítala og 32 sjúklingar á Landakoti. Páll sagði að bæst gæti við þessa tölu smitaðra í sjúklingahópnum þó að stjórnendur voni að svo verði ekki. Sagði sögu ungs sjúkraliða Þá eru nú 270 starfsmenn Landspítala í sóttkví, stærstur hluti vegna sýkingarinnar á Landakoti. Páll notaði tækifærið og þakkaði starfsmönnum sem starfa við erfiðar aðstæður, einkum á Landakoti. „Ég vona að samfélagið skilji og meti framlag þessa fólks til þessarar baráttu og prófi að setja sig í þeirra spor,“ sagði Páll. Þá sagði hann sögu af ungri konu, sjúkraliða og einstæðri móður, sem vinnur á Landakoti. Hún reyndist ekki smituð af Covid-19 en Páll sagði að hún hefði ekki getað hugsað sér annað en að halda áfram að sinna vinnu sinni á Landakoti. „Því tók faðirinn börnin til sín og hún mætir í vinnuna í fullum varnarbúningi og fer einungis á milli heimilis og vinnu. Hún fer svo aftur í skimun á næstu dögum og við vonum auðvitað að hún reynist áfram neikvæð. Börnin sín sér hún ekki næstu tvær vikur. Svona er hún eins og aðrir á Landakoti vakin og sofin yfir sjúklingum sínum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Þrettán íbúar og fjórir starfsmenn Sólvalla smitaðir Ellefu íbúar og fjórir starfsmenn öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 25. október 2020 18:31 Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39 „Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Þrettán íbúar og fjórir starfsmenn Sólvalla smitaðir Ellefu íbúar og fjórir starfsmenn öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. 25. október 2020 18:31
Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. 25. október 2020 17:39
„Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. 25. október 2020 15:47