Telja ófært að spítalinn tapi rödd læknaráðs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. október 2020 23:25 Læknaráð var skipað bráðabirgðastjórn á fundi þess í gær. Vísir/Vilhelm Læknar endurvöktu læknaráð Landspítalans úr dvala í gærmorgun þegar fundur var haldinn á vegum ráðsins í fyrsta skipti frá því að ný lög um heilbrigðisþjónustu voru samþykkt í sumar. Í lögunum höfðu ákvæði um lækna- og hjúkrunarráð verið felld út og þess í stað kveðið á um sameiginlegt fagráð allra heilbrigðisstétta á heilbrigðisstofnunum. Á fundinum var samþykkt bráðabirgðastjórn sem skipuð er fráfarandi stjórn læknaráðs og mun hún skilgreina framtíðarhlutverk ráðsins þar til ný stjórn verður skipuð. Þorbjörn Jónsson, sérfræðilæknir hjá Blóðbankanum og stjórnarmeðlimur, segir í tilkynningu á vef Læknafélags Íslands ráðið gegna mikilvægu hlutverki. „Okkar rödd hefur heyrst í gegnum tíðina og full ástæða til að læknaráð haldi í einhverri mynd áfram starfi sínu þó að löggjafinn hafi viljað leysa þennan selskap upp. Það er nokkuð ljóst að nýtt fagráð sem er skipað einum fulltrúa úr mörgum stéttum og skipað af forstjóra verður líklega aldrei með sjálfstæða rödd heldur ein samhljóma rödd inn í stjórnkerfi spítalans,“ segir Þorbjörn. Í bráðabirgðastjórn eru Berglind Bergmann Sverrisdóttir sérnámslæknir í lyflækningum, Guðrún Dóra Bjarnadóttir sérfræðilæknir í geðþjónustu, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir sérfræðilæknir á meðferðarsviði, Rafn Hilmarsson sérfræðilæknir í þvagfæraskurðlækningum og Þorbjörn Jónsson sérfræðilæknir hjá Blóðbankanum. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélagsins sagði á fundinum að ófært væri að spítalinn tapaði rödd læknaráðs. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38 Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Læknar endurvöktu læknaráð Landspítalans úr dvala í gærmorgun þegar fundur var haldinn á vegum ráðsins í fyrsta skipti frá því að ný lög um heilbrigðisþjónustu voru samþykkt í sumar. Í lögunum höfðu ákvæði um lækna- og hjúkrunarráð verið felld út og þess í stað kveðið á um sameiginlegt fagráð allra heilbrigðisstétta á heilbrigðisstofnunum. Á fundinum var samþykkt bráðabirgðastjórn sem skipuð er fráfarandi stjórn læknaráðs og mun hún skilgreina framtíðarhlutverk ráðsins þar til ný stjórn verður skipuð. Þorbjörn Jónsson, sérfræðilæknir hjá Blóðbankanum og stjórnarmeðlimur, segir í tilkynningu á vef Læknafélags Íslands ráðið gegna mikilvægu hlutverki. „Okkar rödd hefur heyrst í gegnum tíðina og full ástæða til að læknaráð haldi í einhverri mynd áfram starfi sínu þó að löggjafinn hafi viljað leysa þennan selskap upp. Það er nokkuð ljóst að nýtt fagráð sem er skipað einum fulltrúa úr mörgum stéttum og skipað af forstjóra verður líklega aldrei með sjálfstæða rödd heldur ein samhljóma rödd inn í stjórnkerfi spítalans,“ segir Þorbjörn. Í bráðabirgðastjórn eru Berglind Bergmann Sverrisdóttir sérnámslæknir í lyflækningum, Guðrún Dóra Bjarnadóttir sérfræðilæknir í geðþjónustu, Helga Ágústa Sigurjónsdóttir sérfræðilæknir á meðferðarsviði, Rafn Hilmarsson sérfræðilæknir í þvagfæraskurðlækningum og Þorbjörn Jónsson sérfræðilæknir hjá Blóðbankanum. Reynir Arngrímsson formaður Læknafélagsins sagði á fundinum að ófært væri að spítalinn tapaði rödd læknaráðs.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38 Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Læknar segja hættuástand vera orðið daglegur veruleiki á Landspítala Í ályktun frá Félagi sjúkrahúslækna og Félagi almennra lækna er lýst yfir þungum áhyggjum af "viðvarandi óviðunandi og stöðugt versnandi ástandi á Landspítala.“ 9. janúar 2020 18:38
Stjórn læknaráðs ályktar um ástandið á bráðamóttöku Stjórnin segir meðhöndlun sjúklings í sjúkrabílum vegna plássleysis á bráðamóttöku vera dæmi um óásættanlega stöðu. 8. janúar 2020 14:21