Greiddi nemendum til að benda á kennarann Kjartan Kjartansson skrifar 21. október 2020 19:45 Jean-Francois Richard, saksóknari í hryðjuverkamálum, greindi frá því í dag að tveir nemendur hefðu aðstoðað morðingjann við að bera kennsl á Paty. AP/Lewis Joly Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að morðingi Samuels Paty hafi greitt tveimur nemendum við skólann fyrir að benda honum á hann. Átján ára gamall piltur myrti Paty og afhöfðaði hann, að því er virðist vegna þess að kennarinn hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni. Paty, sem var sögukennari, var myrtur á hrottalegan hátt í úthverfi Parísar á föstudag. Átján ára piltur af téténskum uppruna var skotinn til bana af lögreglu skammt frá vettvangi. Morðinginn var ekki nemandi við skólann og virðist hafa lagt land undir fót til að fremja morðið. Morðinginn er sagður hafa greitt nemendunum um 300 evrur, jafnvirði rúmra 49 þúsund íslenskra króna, fyrir að bera kennsl á Paty fyrir sig. Nemendurnir sögðu lögreglu að morðinginn hafi sagt þeim að hann ætlaði að taka upp myndband af Paty og láta hann biðjast afsökunar á skopmyndunum. Hann vildi niðurlægja kennarann og slá hann, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir saksóknurunum. Nemendurnir, sem eru 14 og 15 ára gamlir, eru sagðir hafa beðið með morðingjanum fyrir utan skólann í tvo tíma þar til Paty birtist að skóladeginum loknum. Unglingarnir eru á meðal sjö einstaklinga sem yfirvöld hyggjast sækja til saka vegna morðsins. Morðið sagt tengjast hatursherferð Saksóknarar halda því ennfremur fram að morðið á Paty hafi bein tengsl við hatursherferð gegn honum á netinu. Þeir segja að faðir nemanda við skólann hafi hrundið henni af stað. Komið hefur fram að maðurinn og morðinginn hafi skipst á skilaboðum áður en Paty var myrtur. Paty hafði mátt þola hótanir eftir að hann ræddi við nemendur sínar um tjáningarfrelsi í tíma og sýndi þeim umdeildar skopmyndir af Múhammeð spámanni. Bannað er að teikna myndir eða gera líkneski af spámanninum eða guði samkvæmt kenningum íslams. Frakkland Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25 Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46 Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Saksóknarar í Frakklandi halda því fram að morðingi Samuels Paty hafi greitt tveimur nemendum við skólann fyrir að benda honum á hann. Átján ára gamall piltur myrti Paty og afhöfðaði hann, að því er virðist vegna þess að kennarinn hafði sýnt nemendum sínum skopmyndir af Múhammeð spámanni. Paty, sem var sögukennari, var myrtur á hrottalegan hátt í úthverfi Parísar á föstudag. Átján ára piltur af téténskum uppruna var skotinn til bana af lögreglu skammt frá vettvangi. Morðinginn var ekki nemandi við skólann og virðist hafa lagt land undir fót til að fremja morðið. Morðinginn er sagður hafa greitt nemendunum um 300 evrur, jafnvirði rúmra 49 þúsund íslenskra króna, fyrir að bera kennsl á Paty fyrir sig. Nemendurnir sögðu lögreglu að morðinginn hafi sagt þeim að hann ætlaði að taka upp myndband af Paty og láta hann biðjast afsökunar á skopmyndunum. Hann vildi niðurlægja kennarann og slá hann, að því er breska ríkisútvarpið BBC hefur eftir saksóknurunum. Nemendurnir, sem eru 14 og 15 ára gamlir, eru sagðir hafa beðið með morðingjanum fyrir utan skólann í tvo tíma þar til Paty birtist að skóladeginum loknum. Unglingarnir eru á meðal sjö einstaklinga sem yfirvöld hyggjast sækja til saka vegna morðsins. Morðið sagt tengjast hatursherferð Saksóknarar halda því ennfremur fram að morðið á Paty hafi bein tengsl við hatursherferð gegn honum á netinu. Þeir segja að faðir nemanda við skólann hafi hrundið henni af stað. Komið hefur fram að maðurinn og morðinginn hafi skipst á skilaboðum áður en Paty var myrtur. Paty hafði mátt þola hótanir eftir að hann ræddi við nemendur sínar um tjáningarfrelsi í tíma og sýndi þeim umdeildar skopmyndir af Múhammeð spámanni. Bannað er að teikna myndir eða gera líkneski af spámanninum eða guði samkvæmt kenningum íslams.
Frakkland Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25 Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46 Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
Fimmtán í haldi lögreglu vegna hrottalegs morðs í Frakklandi Fimmtán manns eru í haldi lögreglu eftir hrottalegt morð kennara í úthverfi Parísar á föstudag. 19. október 2020 23:25
Húsleit hjá meintum íslömskum öfgamönnum eftir hrottalegt morð Franska lögreglan gerði húsleit á heimilum tuga grunaðra íslamskra öfgamanna í morgun í kjölfar hrottalegs morðs á kennara í úthverfi Parísar á föstudag. Tugir samtaka múslima eru einnig sagðir til rannsóknar. 19. október 2020 12:46
Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. 17. október 2020 14:42