„Ég hefði átt að taka forseta Alþingis með mér“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 20. október 2020 20:05 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis sat hinn rólegasti á meðan skjálftinn reið yfir. VÍSIR „Það voru ákveðin mistök hjá mér að hlaupa þarna einn undir hurðarkarminn. Ég hefði átt að taka forseta Alþingis með mér eins og bent hefur verið á en ég bara man það næst,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata um hlaupin úr pontu þegar jarðskjálftinn reið yfir. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og sat Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis hinn rólegasti á meðan Helgi Hrafn tók á rás. Jarðskjálftinn varð um fimm kílómetrum vestan við Kleifarvatn klukkan 13.43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist hann 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og fer þeim fjölgandi. Jarðskjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og var hann á allra vörum í dag. Þeir Viktor Frans Hjartarson og Kacper Kaczynski voru í dálitla stund að fatta að um jarðskjálfta væri að ræða. „Ég áttaði mig ekki á því að þetta væri jarðskjálfti. Svo fattaði ég það seinna þegar allir voru í sjokki. Allir vinir okkar sendu á okkur sklaboð.“ Hefur ekki fundið svona sterkan skjálfta í langan tíma „Manni brá bara. Auðvitað datt manni strax í hug að þetta væri jarðskjálfti. Það var allt í lagi hér. Það hristist ekkert mjög mikið og ekkert féll úr hillum,“ sagði Agnes Sigurðardóttir. „Það hristist allt hér. Ég hef ekki fundið fyrir svona sterkum skjálfta í langan tíma,“ sagði Alexandra Lýðsdóttir. Í myndbandinu hér að neðan má heyra hvað fólk hafði að segja um jarðskjálftann. Eldgos og jarðhræringar Alþingi Reykjavík Píratar Grín og gaman Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56 Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
„Það voru ákveðin mistök hjá mér að hlaupa þarna einn undir hurðarkarminn. Ég hefði átt að taka forseta Alþingis með mér eins og bent hefur verið á en ég bara man það næst,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata um hlaupin úr pontu þegar jarðskjálftinn reið yfir. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og sat Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis hinn rólegasti á meðan Helgi Hrafn tók á rás. Jarðskjálftinn varð um fimm kílómetrum vestan við Kleifarvatn klukkan 13.43 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mældist hann 5,6 að stærð. Um fimmtíu eftirskjálftar hafa orðið á svæðinu í kjölfarið og fer þeim fjölgandi. Jarðskjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og var hann á allra vörum í dag. Þeir Viktor Frans Hjartarson og Kacper Kaczynski voru í dálitla stund að fatta að um jarðskjálfta væri að ræða. „Ég áttaði mig ekki á því að þetta væri jarðskjálfti. Svo fattaði ég það seinna þegar allir voru í sjokki. Allir vinir okkar sendu á okkur sklaboð.“ Hefur ekki fundið svona sterkan skjálfta í langan tíma „Manni brá bara. Auðvitað datt manni strax í hug að þetta væri jarðskjálfti. Það var allt í lagi hér. Það hristist ekkert mjög mikið og ekkert féll úr hillum,“ sagði Agnes Sigurðardóttir. „Það hristist allt hér. Ég hef ekki fundið fyrir svona sterkum skjálfta í langan tíma,“ sagði Alexandra Lýðsdóttir. Í myndbandinu hér að neðan má heyra hvað fólk hafði að segja um jarðskjálftann.
Eldgos og jarðhræringar Alþingi Reykjavík Píratar Grín og gaman Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47 Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56 Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Allt lék á reiðiskjálfi á suðvesturhorni landsins Stór jarðskjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu nú á öðrum tímanum. 20. október 2020 13:47
Myndband sýnir vel hvernig jarðskjálftinn gekk yfir Myndband sem Borgnesingurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir tók upp á meðan jarðskálftinn reið yfir Suðvesturhornið í dag sýnir vel hvernig hann gekk yfir. 20. október 2020 15:56
Rúmlega 400 eftirskjálftar Skjálftavirkni á Núpshlíðarhálsi og í Fagradalsfjalli mælist enn mikil. Samkvæmt Veðurstofu Íslands hafa mælst rúmlega 400 eftirskjálftar frá því stærsti skjálftinn varð klukkan 13:43 í dag. 20. október 2020 18:28