Allt skalf og nötraði hjá þríeykinu sem hélt kúlinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2020 15:24 Þríeykið á einum af fyrstu upplýsingafundunum áður en tveggja metra reglan tók gildi. Vísir/Vilhelm Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúa Almannavarna sem sat fundinn með þríeykinu í dag, segir alla hafa haldið kyrru fyrir en í framhaldi af skjálftanum yfirgefið bygginguna. „Katrínartúnið er há bygging. Húsið skalf og nötraði,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann svarar játandi aðspurður hvort allir hafi haldið kúlinu. Kjartan Hreinn Njálsson er aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm „Við biðum eftir því að skjálftinn gekk yfir. Að því loknu fórum við út úr byggingunni ásamt öðru samstarfsfólki.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sat fundinn með fjarfundarbúnaði en hann var staddur á heimili sínu í Hafnarfirði. Jóhann segir þríeykið fyrst hafa séð skjálftann á skjánum, því allt hristist hjá Kjartani enda nær skjálftaupptökunum, en svo fundið fyrir skjálftanum sjálft. „Þetta var óþægilegt,“ segir Jóhann. Jóhann K. Jóhannsson á upplýsingafundi með þeim Víði og Þórólfi.Vísir/Vilhelm „Við sáum fyrst allt hristast hjá honum og svo nokkrum sekúndum síðar þegar skjálftinn náði til okkar. Í minningunni líður mér eins og þetta hafi verið sex, sjö, átta sekúndur.“ Jarðskjálftinn fannst víða á landinu og hafa borist tilkynningar um að myndir hafi fallið af veggjum og smáhlutir dottið úr hillum á Suður- og Vesturlandi. Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum. Jóhann segir almannavarnir biðla til fólks að kynna sér varnir og viðbúnað við jarðskjálfta á heimasíðu almannavarna. „Svo er áríðandi að þeir sem fundu fyrir skjálftanum tilkynni það,“ segir Jóhann. Það má gera hér. Það muni hjálpa við mat á skjálftanum og við áætlanagerð til framtíðar. Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Alma Möller landlæknir, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn og Þórólfur Guðnason voru saman á fundi í húsakynnum Landlæknis í Katrínartúni 2, Höfðatorgsturninum, þegar stór skjálfti reið yfir suðvesturhornið klukkan 13:43. Jóhann K. Jóhannsson, upplýsingafulltrúa Almannavarna sem sat fundinn með þríeykinu í dag, segir alla hafa haldið kyrru fyrir en í framhaldi af skjálftanum yfirgefið bygginguna. „Katrínartúnið er há bygging. Húsið skalf og nötraði,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. Hann svarar játandi aðspurður hvort allir hafi haldið kúlinu. Kjartan Hreinn Njálsson er aðstoðarmaður landlæknis.Vísir/Vilhelm „Við biðum eftir því að skjálftinn gekk yfir. Að því loknu fórum við út úr byggingunni ásamt öðru samstarfsfólki.“ Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sat fundinn með fjarfundarbúnaði en hann var staddur á heimili sínu í Hafnarfirði. Jóhann segir þríeykið fyrst hafa séð skjálftann á skjánum, því allt hristist hjá Kjartani enda nær skjálftaupptökunum, en svo fundið fyrir skjálftanum sjálft. „Þetta var óþægilegt,“ segir Jóhann. Jóhann K. Jóhannsson á upplýsingafundi með þeim Víði og Þórólfi.Vísir/Vilhelm „Við sáum fyrst allt hristast hjá honum og svo nokkrum sekúndum síðar þegar skjálftinn náði til okkar. Í minningunni líður mér eins og þetta hafi verið sex, sjö, átta sekúndur.“ Jarðskjálftinn fannst víða á landinu og hafa borist tilkynningar um að myndir hafi fallið af veggjum og smáhlutir dottið úr hillum á Suður- og Vesturlandi. Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum. Jóhann segir almannavarnir biðla til fólks að kynna sér varnir og viðbúnað við jarðskjálfta á heimasíðu almannavarna. „Svo er áríðandi að þeir sem fundu fyrir skjálftanum tilkynni það,“ segir Jóhann. Það má gera hér. Það muni hjálpa við mat á skjálftanum og við áætlanagerð til framtíðar.
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira