Haukur um meiðslin: Mikill skellur en algjör klassi að fá að koma heim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2020 12:00 Haukur Þrastarson verður heima á Íslandi á næstunni um leið og hann byrjar á löngu ferðalagi sínu aftur inn á handboltavöllinn. Skjámynd/S2 Sport Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður án Hauks Þrastarsonar næstu mánuðina en næsta verkefni landsliðsins er í byrjun næsta mánaðar. „Þar verður enginn Haukur Þrastarson, því miður. Vonarstjarnan okkar lenti i mjög erfiðum meiðslum og spilar væntanlega ekki handbolta á þessum vetri. Ég hitti Hauk sem er kominn heim á Selfoss og ræddi aðeins við hann um meiðslin og framhaldið,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Haukur var nýfarinn af stað í atvinnumennsku með pólska liðinu Lomza Vive Kielce þegar hann sleit krossband. Var þetta ekki ofboðslegt áfall? Var að komast í gang eftir hin meiðslin „Jú, ég get alveg viðurkennt það. Ég var að komast í gang eftir hin meiðslin sem ég mætti út með. Ég var að komast almennilega í gang og aðlagast hlutunum. Þetta var því mikill skellur og svolítið sjokk,“ sagði Haukur Þrastarson við Henry Birgir. Haukur meiddist á hné í Meistaradeildarleik á móti norska félaginu Elverum sem fór fram 2. október síðastliðinn. Gerði Haukur sér strax grein fyrir alvarleika meiðslanna? Mig grunaði það. Ég fann alveg um leið að eitthvað gerðist en ég hafði ekkert til að miða við. Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður en ég fann um leið og ég lendi að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Ég var nánast viss um það að þetta væri frekar slæmt,“ sagði Haukur. „Ég fór í skoðun um kvöldið og það leit allt vel út. Ég var samt aldrei viss og grunaði alltaf að þetta væri eitthvað verra,“ sagði Haukur. Komunikat odno nie kontuzji Haukura Thrastarsona https://t.co/8pnhFAZMLlJeste my z Tob "Haki" #gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/ZaN6bYuJzq— om a Vive Kielce (@kielcehandball) October 6, 2020 Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir „Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir og ég var langt niðri til að byrja með. Síðan þýðir ekkert að staldra við það og leggjast niður og fara að væla. Ég ætla að skilja það eftir. Ég fékk að koma heim sem er geggjað. Svo verð ég bara að tækla þetta,“ sagði Haukur en hvenær fer hann í aðgerð? „Staðan er bara fín núna. Ég er laus úr sóttkví og get farið að vinna með Jónda [Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari] og við munum vinna saman fram að aðgerð sem verður vonandi eftir um það bil tvær vikur. Annars er ég bara með Jónda fram að því sem er frábært. Hann er geggjaður og ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að koma heima og vera með honum og Örnólfi í þessu í staðinn fyrir að vera allan tímann úti,“ sagði Haukur. Félagið mjög skilningsríkt Pólska félagið Lomza Vive Kielce var mjög skilningsríkt. Það leyfði Hauki að koma heim, fara í aðgerðina hér og taka hluta af endurhæfingunni heima á Íslandi. „Eins og staðan er núna þá er það pælingin að ég taki einhvern hluta af endurhæfingunni hérna. Ég veit ekki alveg hversu langur tími það verður en ég held ég fái að vera hér stærsta hlutann af henni. Alla vega til að byrja með og það er algjör klassi,“ sagði Haukur. „Það þýðir ekki að láta þetta hafa alltof mikil áhrif á sig. Auðvitað er þetta hundleiðinlegt og allt það en ég verð bara að tækla þetta. Þetta er langur tími og grautfúlt en það er ekkert annað í stöðunni en að koma sterkari til baka,“ sagði Haukur Þrastarson en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Haukur Þrastarson um meiðslin sín Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira
Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður án Hauks Þrastarsonar næstu mánuðina en næsta verkefni landsliðsins er í byrjun næsta mánaðar. „Þar verður enginn Haukur Þrastarson, því miður. Vonarstjarnan okkar lenti i mjög erfiðum meiðslum og spilar væntanlega ekki handbolta á þessum vetri. Ég hitti Hauk sem er kominn heim á Selfoss og ræddi aðeins við hann um meiðslin og framhaldið,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson í Seinni bylgjunni í gær. Haukur var nýfarinn af stað í atvinnumennsku með pólska liðinu Lomza Vive Kielce þegar hann sleit krossband. Var þetta ekki ofboðslegt áfall? Var að komast í gang eftir hin meiðslin „Jú, ég get alveg viðurkennt það. Ég var að komast í gang eftir hin meiðslin sem ég mætti út með. Ég var að komast almennilega í gang og aðlagast hlutunum. Þetta var því mikill skellur og svolítið sjokk,“ sagði Haukur Þrastarson við Henry Birgir. Haukur meiddist á hné í Meistaradeildarleik á móti norska félaginu Elverum sem fór fram 2. október síðastliðinn. Gerði Haukur sér strax grein fyrir alvarleika meiðslanna? Mig grunaði það. Ég fann alveg um leið að eitthvað gerðist en ég hafði ekkert til að miða við. Ég hef aldrei lent í neinu slíku áður en ég fann um leið og ég lendi að eitthvað alvarlegt hefði gerst. Ég var nánast viss um það að þetta væri frekar slæmt,“ sagði Haukur. „Ég fór í skoðun um kvöldið og það leit allt vel út. Ég var samt aldrei viss og grunaði alltaf að þetta væri eitthvað verra,“ sagði Haukur. Komunikat odno nie kontuzji Haukura Thrastarsona https://t.co/8pnhFAZMLlJeste my z Tob "Haki" #gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/ZaN6bYuJzq— om a Vive Kielce (@kielcehandball) October 6, 2020 Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir „Fyrstu dagarnir eftir þetta voru erfiðir og ég var langt niðri til að byrja með. Síðan þýðir ekkert að staldra við það og leggjast niður og fara að væla. Ég ætla að skilja það eftir. Ég fékk að koma heim sem er geggjað. Svo verð ég bara að tækla þetta,“ sagði Haukur en hvenær fer hann í aðgerð? „Staðan er bara fín núna. Ég er laus úr sóttkví og get farið að vinna með Jónda [Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari] og við munum vinna saman fram að aðgerð sem verður vonandi eftir um það bil tvær vikur. Annars er ég bara með Jónda fram að því sem er frábært. Hann er geggjaður og ég mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að koma heima og vera með honum og Örnólfi í þessu í staðinn fyrir að vera allan tímann úti,“ sagði Haukur. Félagið mjög skilningsríkt Pólska félagið Lomza Vive Kielce var mjög skilningsríkt. Það leyfði Hauki að koma heim, fara í aðgerðina hér og taka hluta af endurhæfingunni heima á Íslandi. „Eins og staðan er núna þá er það pælingin að ég taki einhvern hluta af endurhæfingunni hérna. Ég veit ekki alveg hversu langur tími það verður en ég held ég fái að vera hér stærsta hlutann af henni. Alla vega til að byrja með og það er algjör klassi,“ sagði Haukur. „Það þýðir ekki að láta þetta hafa alltof mikil áhrif á sig. Auðvitað er þetta hundleiðinlegt og allt það en ég verð bara að tækla þetta. Þetta er langur tími og grautfúlt en það er ekkert annað í stöðunni en að koma sterkari til baka,“ sagði Haukur Þrastarson en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Haukur Þrastarson um meiðslin sín
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Hágrét af sorg þegar hann tók við viðurkenningunni Ósáttur bæjarstjóri gaf öllum frí til að styðja sveina Dags Báðu Dag að sýna tilfinningar: „Ég er glaður“ Sjá meira