Ákæra rússneska hermenn fyrir skæðar tölvuárásir Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2020 19:03 Rússarnir sex eru sagðir starfa fyrir GRU, leyniþjónstu herafla Rússlands. AP/Andrew Harnik Yfirvöld Bandaríkjanna hafa ákært sex Rússa sem starfa hjá leyniþjónustu Herafla Rússlands, GRU. Þeir eru ákærðir fyrir nokkrar alræmdar tölvuárásir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Meðal annars er um að ræða árás á dreifikerfi Úkraínu og að hafa gert tölvurárás á stjórnmálaflokk Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í aðdraganda forsetakosninganna 2017. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa dreift vírusnum NotPetya árið 2017. Sá vírus smitaði tölvur um allan heim og olli miklum skaða víða. NotPetya virkaði þannig að hann smitaði tölvur og læsti þeim. Eigendur þeirra fengu eingöngu skilaboð um að borgar lausnargjald í Bitcoin til að opna tölvurnar aftur. Bretar sökuðu Rússa um að hafa gert árásina en hún kom verulega niður á tölvukerfi sjúkrahúsa í landinu. Ofan á það eru mennirnir sakaðir um að hafa gert tölvuárásir sem komu niður á rannsókn yfirvalda í Bretlandi á eitrun fyrrverandi njósnarans rússneska, Sergei Skripal, og dóttur hans. Tilheyra umdeildri deild tölvuþrjóta Samkvæmt AP fréttaveitunni tilheyra mennirnir sex sömu herdeild og þeir menn sem Bandaríkjamenn hafa þegar sakað um tölvuárásir og aðrar aðgerðir í tengslum við afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Meðal annars er um að ræða tölvuárásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Mennirnir eru þó ekki ákærðir í tengslum við afskiptin. Frá blaðamannafundi í Dómsmálráðuneyti Bandaríkjanna í dag.AP/Andrew Harnik Minnst einn þeirra var ákærður árið 2018 í Rússarannsókn Robert Mueller, samkvæmt frétt Washington Post. Sá var sakaður um að reynt að brjótast inn í tölvukerfi tengd forsetakosningunum 2016. Í yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er haft eftir helsta saksóknara landsins í tengslum við þjóðaröryggismál að ekkert ríki hafi vopnvætt tölvuárásir betur en Rússland og útsendarar ríkisins hafi valdið miklum skaða. No country has weaponized its cyber capabilities as maliciously or irresponsibly as Russia, wantonly causing unprecedented damage to pursue small tactical advantages and to satisfy fits of spite. Assistant Attorney General Demers. pic.twitter.com/WlaWcGxgEg— Justice Department (@TheJusticeDept) October 19, 2020 Í yfirlýsingunni er einnig haft eftir einum af yfirmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að löggæslustofnunin hafi lengi varað við getu Rússa þegar komi að tölvuárásum. Þessar ákærur séu þó til marks um getu starfsmanna FBI til að fletta ofan af þeim. Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna hafa ákært sex Rússa sem starfa hjá leyniþjónustu Herafla Rússlands, GRU. Þeir eru ákærðir fyrir nokkrar alræmdar tölvuárásir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. Meðal annars er um að ræða árás á dreifikerfi Úkraínu og að hafa gert tölvurárás á stjórnmálaflokk Emmanuel Macron, forseta Frakklands, í aðdraganda forsetakosninganna 2017. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa dreift vírusnum NotPetya árið 2017. Sá vírus smitaði tölvur um allan heim og olli miklum skaða víða. NotPetya virkaði þannig að hann smitaði tölvur og læsti þeim. Eigendur þeirra fengu eingöngu skilaboð um að borgar lausnargjald í Bitcoin til að opna tölvurnar aftur. Bretar sökuðu Rússa um að hafa gert árásina en hún kom verulega niður á tölvukerfi sjúkrahúsa í landinu. Ofan á það eru mennirnir sakaðir um að hafa gert tölvuárásir sem komu niður á rannsókn yfirvalda í Bretlandi á eitrun fyrrverandi njósnarans rússneska, Sergei Skripal, og dóttur hans. Tilheyra umdeildri deild tölvuþrjóta Samkvæmt AP fréttaveitunni tilheyra mennirnir sex sömu herdeild og þeir menn sem Bandaríkjamenn hafa þegar sakað um tölvuárásir og aðrar aðgerðir í tengslum við afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016. Meðal annars er um að ræða tölvuárásina á tölvukerfi Landsnefndar Demókrataflokksins. Mennirnir eru þó ekki ákærðir í tengslum við afskiptin. Frá blaðamannafundi í Dómsmálráðuneyti Bandaríkjanna í dag.AP/Andrew Harnik Minnst einn þeirra var ákærður árið 2018 í Rússarannsókn Robert Mueller, samkvæmt frétt Washington Post. Sá var sakaður um að reynt að brjótast inn í tölvukerfi tengd forsetakosningunum 2016. Í yfirlýsingu frá Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er haft eftir helsta saksóknara landsins í tengslum við þjóðaröryggismál að ekkert ríki hafi vopnvætt tölvuárásir betur en Rússland og útsendarar ríkisins hafi valdið miklum skaða. No country has weaponized its cyber capabilities as maliciously or irresponsibly as Russia, wantonly causing unprecedented damage to pursue small tactical advantages and to satisfy fits of spite. Assistant Attorney General Demers. pic.twitter.com/WlaWcGxgEg— Justice Department (@TheJusticeDept) October 19, 2020 Í yfirlýsingunni er einnig haft eftir einum af yfirmönnum Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að löggæslustofnunin hafi lengi varað við getu Rússa þegar komi að tölvuárásum. Þessar ákærur séu þó til marks um getu starfsmanna FBI til að fletta ofan af þeim.
Bandaríkin Rússland Tölvuárásir Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira