Vinna án ávinnings Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 17. október 2020 09:00 Stúdentar á Íslandi vinna talsvert mikið með námi. Við erum ekki fólkið sem “gerir ekki neitt”. Þvert á móti. Stúdentar úr heilbrigðisgeiranum hafa t.d. lagt sitt af mörkum í þessum faraldri eins og annað heilbrigðisstarfsfólk en kerfið refsar námsfólki fyrir vikið og námslán skerðast hjá þeim sem sinna störfum í bakvarðasveitinni. Í sumar vildu stjórnvöld ekki hlusta á kröfur námsfólks um að veita þeim sanngjarnan rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Þó stúdentar hafi síður en svo haft gagn af lánasjóðnum undanfarin ár heldur þurft að vinna til að eiga í sig og á. Þó að 69% stúdenta á Íslandi vinni með námi. Þó 87% stúdenta vinni fullt starf að sumri. Þó allir þessir stúdentar hafi með vinnuframlagi sínu staðið undir greiðslu atvinnutryggingagjalds í atvinnuleysistryggingasjóð, stundum í áratug, jafnvel lengur. Samt sögðu stjórnvöld nei, stúdentar fá engan rétt úr sjóðnum að sumri. Réttindi vinnandi stúdenta til öryggis sem almannatryggingakerfið á að tryggja vinnandi fólki voru þurrkuð út fyrir 10 árum, síðan þá höfum við ekki átt rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Áfram vinnum við og vinnum en ávinnum okkur ekkert. Það er sorglegt og óréttlátt að síðan þá hefur verið greitt atvinnutryggingagjald í öryggissjóð, sem atvinnuleysistryggingasjóður ætti að vera, af launum stúdenta sem við höfum engan rétt á að sækja í. Sorglegt bæði fyrir atvinnurekendur, sem greiða gjaldið, og stúdenta sem standa undir því með vinnuframlagi sínu en njóta ekki góðs af. Nú dynur þriðja bylgja COVID-19 faraldursins á þjóðinni. Menntasjóður hefur lokað fyrir umsóknir námslána. Margir stúdentar verða tekjulausir en þurfa ýmist að standa undir húsnæðislánum, húsaleigu, matarinnkaupum eða öllu tilheyrandi til að lifa af. Þó hamingjan sem fylgir því að vera háskólanemi eigi að vera svo mögnuð að hún geti meira að segja borgað reikningana þá gerir hún það reyndar ekki. Enga vinnu er að fá en áfram heldur námið, jafnvel með meiri kröfum en áður. En hey, við erum öll á sama báti, er það ekki? Stjórnvöld geta brugðist við. Hvað með að opna aftur fyrir umsóknir um námslán? Afnema frítekjumarkið svo fólk hafi aðgang að sjóðnum í raun og veru? Hvað með að gera aftur ráð fyrir stúdentum í hlutabótaleið stjórnvalda? Leiðrétta ósanngjarnar takmarkanir á aðgengi vinnandi stúdenta að almannatryggingakerfinu? Já maður bara spyr sig. Meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi forseti SHÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Stúdentar á Íslandi vinna talsvert mikið með námi. Við erum ekki fólkið sem “gerir ekki neitt”. Þvert á móti. Stúdentar úr heilbrigðisgeiranum hafa t.d. lagt sitt af mörkum í þessum faraldri eins og annað heilbrigðisstarfsfólk en kerfið refsar námsfólki fyrir vikið og námslán skerðast hjá þeim sem sinna störfum í bakvarðasveitinni. Í sumar vildu stjórnvöld ekki hlusta á kröfur námsfólks um að veita þeim sanngjarnan rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Þó stúdentar hafi síður en svo haft gagn af lánasjóðnum undanfarin ár heldur þurft að vinna til að eiga í sig og á. Þó að 69% stúdenta á Íslandi vinni með námi. Þó 87% stúdenta vinni fullt starf að sumri. Þó allir þessir stúdentar hafi með vinnuframlagi sínu staðið undir greiðslu atvinnutryggingagjalds í atvinnuleysistryggingasjóð, stundum í áratug, jafnvel lengur. Samt sögðu stjórnvöld nei, stúdentar fá engan rétt úr sjóðnum að sumri. Réttindi vinnandi stúdenta til öryggis sem almannatryggingakerfið á að tryggja vinnandi fólki voru þurrkuð út fyrir 10 árum, síðan þá höfum við ekki átt rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Áfram vinnum við og vinnum en ávinnum okkur ekkert. Það er sorglegt og óréttlátt að síðan þá hefur verið greitt atvinnutryggingagjald í öryggissjóð, sem atvinnuleysistryggingasjóður ætti að vera, af launum stúdenta sem við höfum engan rétt á að sækja í. Sorglegt bæði fyrir atvinnurekendur, sem greiða gjaldið, og stúdenta sem standa undir því með vinnuframlagi sínu en njóta ekki góðs af. Nú dynur þriðja bylgja COVID-19 faraldursins á þjóðinni. Menntasjóður hefur lokað fyrir umsóknir námslána. Margir stúdentar verða tekjulausir en þurfa ýmist að standa undir húsnæðislánum, húsaleigu, matarinnkaupum eða öllu tilheyrandi til að lifa af. Þó hamingjan sem fylgir því að vera háskólanemi eigi að vera svo mögnuð að hún geti meira að segja borgað reikningana þá gerir hún það reyndar ekki. Enga vinnu er að fá en áfram heldur námið, jafnvel með meiri kröfum en áður. En hey, við erum öll á sama báti, er það ekki? Stjórnvöld geta brugðist við. Hvað með að opna aftur fyrir umsóknir um námslán? Afnema frítekjumarkið svo fólk hafi aðgang að sjóðnum í raun og veru? Hvað með að gera aftur ráð fyrir stúdentum í hlutabótaleið stjórnvalda? Leiðrétta ósanngjarnar takmarkanir á aðgengi vinnandi stúdenta að almannatryggingakerfinu? Já maður bara spyr sig. Meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi forseti SHÍ
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun