Vinna án ávinnings Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 17. október 2020 09:00 Stúdentar á Íslandi vinna talsvert mikið með námi. Við erum ekki fólkið sem “gerir ekki neitt”. Þvert á móti. Stúdentar úr heilbrigðisgeiranum hafa t.d. lagt sitt af mörkum í þessum faraldri eins og annað heilbrigðisstarfsfólk en kerfið refsar námsfólki fyrir vikið og námslán skerðast hjá þeim sem sinna störfum í bakvarðasveitinni. Í sumar vildu stjórnvöld ekki hlusta á kröfur námsfólks um að veita þeim sanngjarnan rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Þó stúdentar hafi síður en svo haft gagn af lánasjóðnum undanfarin ár heldur þurft að vinna til að eiga í sig og á. Þó að 69% stúdenta á Íslandi vinni með námi. Þó 87% stúdenta vinni fullt starf að sumri. Þó allir þessir stúdentar hafi með vinnuframlagi sínu staðið undir greiðslu atvinnutryggingagjalds í atvinnuleysistryggingasjóð, stundum í áratug, jafnvel lengur. Samt sögðu stjórnvöld nei, stúdentar fá engan rétt úr sjóðnum að sumri. Réttindi vinnandi stúdenta til öryggis sem almannatryggingakerfið á að tryggja vinnandi fólki voru þurrkuð út fyrir 10 árum, síðan þá höfum við ekki átt rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Áfram vinnum við og vinnum en ávinnum okkur ekkert. Það er sorglegt og óréttlátt að síðan þá hefur verið greitt atvinnutryggingagjald í öryggissjóð, sem atvinnuleysistryggingasjóður ætti að vera, af launum stúdenta sem við höfum engan rétt á að sækja í. Sorglegt bæði fyrir atvinnurekendur, sem greiða gjaldið, og stúdenta sem standa undir því með vinnuframlagi sínu en njóta ekki góðs af. Nú dynur þriðja bylgja COVID-19 faraldursins á þjóðinni. Menntasjóður hefur lokað fyrir umsóknir námslána. Margir stúdentar verða tekjulausir en þurfa ýmist að standa undir húsnæðislánum, húsaleigu, matarinnkaupum eða öllu tilheyrandi til að lifa af. Þó hamingjan sem fylgir því að vera háskólanemi eigi að vera svo mögnuð að hún geti meira að segja borgað reikningana þá gerir hún það reyndar ekki. Enga vinnu er að fá en áfram heldur námið, jafnvel með meiri kröfum en áður. En hey, við erum öll á sama báti, er það ekki? Stjórnvöld geta brugðist við. Hvað með að opna aftur fyrir umsóknir um námslán? Afnema frítekjumarkið svo fólk hafi aðgang að sjóðnum í raun og veru? Hvað með að gera aftur ráð fyrir stúdentum í hlutabótaleið stjórnvalda? Leiðrétta ósanngjarnar takmarkanir á aðgengi vinnandi stúdenta að almannatryggingakerfinu? Já maður bara spyr sig. Meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi forseti SHÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Stúdentar á Íslandi vinna talsvert mikið með námi. Við erum ekki fólkið sem “gerir ekki neitt”. Þvert á móti. Stúdentar úr heilbrigðisgeiranum hafa t.d. lagt sitt af mörkum í þessum faraldri eins og annað heilbrigðisstarfsfólk en kerfið refsar námsfólki fyrir vikið og námslán skerðast hjá þeim sem sinna störfum í bakvarðasveitinni. Í sumar vildu stjórnvöld ekki hlusta á kröfur námsfólks um að veita þeim sanngjarnan rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Þó stúdentar hafi síður en svo haft gagn af lánasjóðnum undanfarin ár heldur þurft að vinna til að eiga í sig og á. Þó að 69% stúdenta á Íslandi vinni með námi. Þó 87% stúdenta vinni fullt starf að sumri. Þó allir þessir stúdentar hafi með vinnuframlagi sínu staðið undir greiðslu atvinnutryggingagjalds í atvinnuleysistryggingasjóð, stundum í áratug, jafnvel lengur. Samt sögðu stjórnvöld nei, stúdentar fá engan rétt úr sjóðnum að sumri. Réttindi vinnandi stúdenta til öryggis sem almannatryggingakerfið á að tryggja vinnandi fólki voru þurrkuð út fyrir 10 árum, síðan þá höfum við ekki átt rétt til atvinnuleysisbóta að sumri. Áfram vinnum við og vinnum en ávinnum okkur ekkert. Það er sorglegt og óréttlátt að síðan þá hefur verið greitt atvinnutryggingagjald í öryggissjóð, sem atvinnuleysistryggingasjóður ætti að vera, af launum stúdenta sem við höfum engan rétt á að sækja í. Sorglegt bæði fyrir atvinnurekendur, sem greiða gjaldið, og stúdenta sem standa undir því með vinnuframlagi sínu en njóta ekki góðs af. Nú dynur þriðja bylgja COVID-19 faraldursins á þjóðinni. Menntasjóður hefur lokað fyrir umsóknir námslána. Margir stúdentar verða tekjulausir en þurfa ýmist að standa undir húsnæðislánum, húsaleigu, matarinnkaupum eða öllu tilheyrandi til að lifa af. Þó hamingjan sem fylgir því að vera háskólanemi eigi að vera svo mögnuð að hún geti meira að segja borgað reikningana þá gerir hún það reyndar ekki. Enga vinnu er að fá en áfram heldur námið, jafnvel með meiri kröfum en áður. En hey, við erum öll á sama báti, er það ekki? Stjórnvöld geta brugðist við. Hvað með að opna aftur fyrir umsóknir um námslán? Afnema frítekjumarkið svo fólk hafi aðgang að sjóðnum í raun og veru? Hvað með að gera aftur ráð fyrir stúdentum í hlutabótaleið stjórnvalda? Leiðrétta ósanngjarnar takmarkanir á aðgengi vinnandi stúdenta að almannatryggingakerfinu? Já maður bara spyr sig. Meistaranemi í lögfræði og fyrrverandi forseti SHÍ
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar