Skelfilegt gengi Derby heldur áfram | Sarr ekki í leikmannahópi Watford Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. október 2020 20:45 Ben Foster, markvörður Watford, hafði það náðugt en hér sést hann skutla sér á eftir skoti Wayne Rooney í uppbótartíma. Nær komust Derby County ekki í kvöld. Mike Egerton/Getty Images Skelfilegt gengi Derby County heldur áfram en liðið tapaði 0-1 á heimavelli gegn Watford í eina leik kvöldsins í ensku B-deildinni. João Pedro skoraði sigurmark gestanna þegar rúmt korter var til leiksloka á Pride Park í kvöld. Leikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir gott skemmtanagildi og var í rauninni hrútleiðinlegur. Það á því vel við að gælunafn heimamanna sé Hrútarnir en liðið hefur byrjað nýtt tímabil vægast sagt skelfilega. Svo illa raunar að Wayne Rooney, fyrirliði liðsins, hefur verið orðaður við þjálfarastöðu liðsins. Hann er hluti af þjálfarateymi félagsins en Philip Cocu er sem stendur við stjórnvölin. Leikur kvöldsins var markalaus og tíðindalítill og kom sigurmark João Pedro eins og þruma úr heiðskíru lofti á 76. mínútu. Derby reyndi hvað þeir gátu að jafna metin en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska. Besta færið fékk áðurnefndur Rooney en aukaspyrna hans fór rétt yfir markið í uppbótartíma. Kemur þetta ef til vill ekki á óvart þar sem félagið lánaði framherjann Jack Marriott til Sheffield Wednesday í dag. Þá er hinn 34 ára gamli Colin Kazim-Richards ekki kominn með leikheimilid. Athygli vakti að Ismaïla Sarr, leikmaður Watford, var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld. Félagaskiptaglugginn í ensku B-deildinni lokaði í kvöld og hefur Sarr verið orðaður við fjölda liða í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert hefur þó borist á fréttum þess efnis að félagið hafi selt hann. Ekki enn sem stendur. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-0 sigri Watford og liðið er nú komið upp í 5. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki. Derby er á sama tíma með aðeins þrjú stig í 20. sæti. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir af og frá að Rooney taki við Derby Mel Morris, eigandi Derby County sem leikur í ensku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir þá orðróma að Wayne Rooney gæti við tekið þjálfun liðsins. 15. október 2020 23:00 Rooney gæti tekið við Derby áður en langt um líður Svo gæti farið að Wayne Rooney yrði ráðinn knattspyrnustjóri Derby County. 15. október 2020 07:30 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Skelfilegt gengi Derby County heldur áfram en liðið tapaði 0-1 á heimavelli gegn Watford í eina leik kvöldsins í ensku B-deildinni. João Pedro skoraði sigurmark gestanna þegar rúmt korter var til leiksloka á Pride Park í kvöld. Leikurinn fer seint í sögubækurnar fyrir gott skemmtanagildi og var í rauninni hrútleiðinlegur. Það á því vel við að gælunafn heimamanna sé Hrútarnir en liðið hefur byrjað nýtt tímabil vægast sagt skelfilega. Svo illa raunar að Wayne Rooney, fyrirliði liðsins, hefur verið orðaður við þjálfarastöðu liðsins. Hann er hluti af þjálfarateymi félagsins en Philip Cocu er sem stendur við stjórnvölin. Leikur kvöldsins var markalaus og tíðindalítill og kom sigurmark João Pedro eins og þruma úr heiðskíru lofti á 76. mínútu. Derby reyndi hvað þeir gátu að jafna metin en sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska. Besta færið fékk áðurnefndur Rooney en aukaspyrna hans fór rétt yfir markið í uppbótartíma. Kemur þetta ef til vill ekki á óvart þar sem félagið lánaði framherjann Jack Marriott til Sheffield Wednesday í dag. Þá er hinn 34 ára gamli Colin Kazim-Richards ekki kominn með leikheimilid. Athygli vakti að Ismaïla Sarr, leikmaður Watford, var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld. Félagaskiptaglugginn í ensku B-deildinni lokaði í kvöld og hefur Sarr verið orðaður við fjölda liða í ensku úrvalsdeildinni. Ekkert hefur þó borist á fréttum þess efnis að félagið hafi selt hann. Ekki enn sem stendur. Leiknum lauk eins og áður sagði með 1-0 sigri Watford og liðið er nú komið upp í 5. sæti deildarinnar með 10 stig eftir fimm leiki. Derby er á sama tíma með aðeins þrjú stig í 20. sæti.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Segir af og frá að Rooney taki við Derby Mel Morris, eigandi Derby County sem leikur í ensku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir þá orðróma að Wayne Rooney gæti við tekið þjálfun liðsins. 15. október 2020 23:00 Rooney gæti tekið við Derby áður en langt um líður Svo gæti farið að Wayne Rooney yrði ráðinn knattspyrnustjóri Derby County. 15. október 2020 07:30 Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Segir af og frá að Rooney taki við Derby Mel Morris, eigandi Derby County sem leikur í ensku B-deildinni í knattspyrnu, hefur þvertekið fyrir þá orðróma að Wayne Rooney gæti við tekið þjálfun liðsins. 15. október 2020 23:00
Rooney gæti tekið við Derby áður en langt um líður Svo gæti farið að Wayne Rooney yrði ráðinn knattspyrnustjóri Derby County. 15. október 2020 07:30