Segja áhrif úðans óþekkt og að umfjöllunin komi á óvart Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2020 16:12 Landspítalinn í Fossvogi. Spítalinn segir áhrif úðans óþekkt og að umfjöllunin komi á óvart. Vísir/vilhelm Áhrif nef- og munnúða, sem lækningavörufyrirtækið Viruxal hefur sett á markað og auglýsir sem fyrirbyggjandi gegn kórónuveirunni, eru óþekkt, eftir því sem Landspítala er kunnugt um. Umfjöllunin um úðann kemur Landspítala á óvart. Þetta kom fram í tilkynningu frá Landspítala í dag. Þar sagði jafnframt að niðurstöður rannsókna í mönnum þurfi ávallt að liggja fyrir áður en fullyrt er um gagnsemi nýrra meðferða. Landspítalinn dró þá fullyrðingu til baka eftir athugasemd frá Kerecis á þeim forsendum að úðinn væri skilgreindur sem lækningatæki en ekki lyf í annarri tilkynningu. „Landspítali er háskólasjúkrahús. Auk þess að veita heilbrigðisþjónustu, sinnir starfsfólk spítalans margháttaðu vísindastarfi í samvinnu við innlenda og erlenda aðila, í samræmi við tilskilin leyfi siðanefnda og fleiri aðila. Vísindastarf fjallar um hið óþekkta, í þeim tilgangi að upplýsa það sem ekki er vitað og afla nýrrar þekkingar,“ sagði áfram í tilkynningunni. Fjölmiðlar hafa tekið umræddan nef- og munnúða til umfjöllunar síðustu daga. Íslenska lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., dótturfyrirtæki Kerecis hf., setti umræddan úða á markað. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni. Í tilkynningu frá Viruxal um úðann kom fram að varnarlagið innihaldi örfínar fitusýrusameindir „sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar.“ Þá sagði í tilkynningunni að rannsóknir á virkni úðans á mönnum væru í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. „Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem úðarnir eru gefnir helmingi þeirra og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placebo). Covid-göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni,“ sagði í tilkynningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir setti í gær stórt spurningamerki við að úðinn væri auglýstur til notkunar á almennum markaði. Sýna þurfi á virkni slíkrar vöru með rannsóknum. „Þannig að ég tel það varhugavert að vera að auglýsa svona vörur hjá mönnum og gefa fólki von um að það verndi og virki á ákveðinn máta þegar ekki er búið að rannsaka það. […] Þannig að ég set stór spurningarmerki við þetta. Það kann vel að vera að þetta virki en það þarf þá að sýna fram á það með rannsóknum,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu í gær. Uppfært 20:30 Fréttin var uppfærð eftir að Landspítalinn sendi frá sér aðra tilkynningu um að hann drægi til baka setningu úr fyrri tilkynningu sinni um úðann eftir athugasemd Kerecis. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslenskir nef- og munnúðar gegn Covid-19 koma á markað Lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., sem er dótturfélag íslenska lækningavörufyrirtækisins Kerecis hf., hefur sett á markað nef- og munnúða sem gætu hjálpað til í baráttunni við Covid-19. 15. október 2020 09:09 Setur stórt spurningarmerki við auglýsta úða gegn veirunni Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. 15. október 2020 14:30 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Áhrif nef- og munnúða, sem lækningavörufyrirtækið Viruxal hefur sett á markað og auglýsir sem fyrirbyggjandi gegn kórónuveirunni, eru óþekkt, eftir því sem Landspítala er kunnugt um. Umfjöllunin um úðann kemur Landspítala á óvart. Þetta kom fram í tilkynningu frá Landspítala í dag. Þar sagði jafnframt að niðurstöður rannsókna í mönnum þurfi ávallt að liggja fyrir áður en fullyrt er um gagnsemi nýrra meðferða. Landspítalinn dró þá fullyrðingu til baka eftir athugasemd frá Kerecis á þeim forsendum að úðinn væri skilgreindur sem lækningatæki en ekki lyf í annarri tilkynningu. „Landspítali er háskólasjúkrahús. Auk þess að veita heilbrigðisþjónustu, sinnir starfsfólk spítalans margháttaðu vísindastarfi í samvinnu við innlenda og erlenda aðila, í samræmi við tilskilin leyfi siðanefnda og fleiri aðila. Vísindastarf fjallar um hið óþekkta, í þeim tilgangi að upplýsa það sem ekki er vitað og afla nýrrar þekkingar,“ sagði áfram í tilkynningunni. Fjölmiðlar hafa tekið umræddan nef- og munnúða til umfjöllunar síðustu daga. Íslenska lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., dótturfyrirtæki Kerecis hf., setti umræddan úða á markað. Úðinn er ætlaður sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni. Í tilkynningu frá Viruxal um úðann kom fram að varnarlagið innihaldi örfínar fitusýrusameindir „sem samkvæmt mælingum á rannsóknarstofu eyðileggja SARS-CoV-2 með því að rjúfa ytri himnu veirunnar.“ Þá sagði í tilkynningunni að rannsóknir á virkni úðans á mönnum væru í gangi, meðal annars hjá Landspítalanum. „Í annarri bylgju, þegar nýgreindum fór að fjölga í ágúst og september var 128 Covid-19 smituðum boðin þátttaka í samanburðarrannsókn þar sem úðarnir eru gefnir helmingi þeirra og hinn helmingur fær óvirkan samanburðarúða (e. placebo). Covid-göngudeild Landspítalans hefur umsjón með rannsókninni,“ sagði í tilkynningu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir setti í gær stórt spurningamerki við að úðinn væri auglýstur til notkunar á almennum markaði. Sýna þurfi á virkni slíkrar vöru með rannsóknum. „Þannig að ég tel það varhugavert að vera að auglýsa svona vörur hjá mönnum og gefa fólki von um að það verndi og virki á ákveðinn máta þegar ekki er búið að rannsaka það. […] Þannig að ég set stór spurningarmerki við þetta. Það kann vel að vera að þetta virki en það þarf þá að sýna fram á það með rannsóknum,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu í gær. Uppfært 20:30 Fréttin var uppfærð eftir að Landspítalinn sendi frá sér aðra tilkynningu um að hann drægi til baka setningu úr fyrri tilkynningu sinni um úðann eftir athugasemd Kerecis.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Nýsköpun Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslenskir nef- og munnúðar gegn Covid-19 koma á markað Lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., sem er dótturfélag íslenska lækningavörufyrirtækisins Kerecis hf., hefur sett á markað nef- og munnúða sem gætu hjálpað til í baráttunni við Covid-19. 15. október 2020 09:09 Setur stórt spurningarmerki við auglýsta úða gegn veirunni Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. 15. október 2020 14:30 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Sjá meira
Íslenskir nef- og munnúðar gegn Covid-19 koma á markað Lækningavörufyrirtækið Viruxal ehf., sem er dótturfélag íslenska lækningavörufyrirtækisins Kerecis hf., hefur sett á markað nef- og munnúða sem gætu hjálpað til í baráttunni við Covid-19. 15. október 2020 09:09
Setur stórt spurningarmerki við auglýsta úða gegn veirunni Sóttvarnalæknir setur stórt spurningarmerki við að munn- og nefúði, sem sagður er gefa góða raun sem fyrirbyggjandi vörn gegn kórónuveirunni, sé auglýstur til notkunar á almennum markaði. 15. október 2020 14:30