Hjartanlega velkomin! Heiða Björg Hilmisdóttir og Sabine Leskopf skrifa 16. október 2020 15:30 Reykjavíkurborg hefur lagt sig fram um að taka vel á móti nýjum íbúum og sem betur fer fjölgar Reykvíkingum með ári hverju. Á undanförnum mánuðum hefur facebook síðan Borgin okkar einmitt verið að kynna fjölbreytta framlag innflytjenda í verslunar- og veitingastaðaflórunni borgarinnar. Í þessum hópi er einnig fólk sem kom upphaflega hingað í leit að alþjóðlegri vernd en almennt hefur þeim fjölgað til muna. Samkvæmt Útlendingastofnun er hins vegar staða hópsins erfiðara en áður og flóknara er að hefja nýtt líf þegar efnahagsástandið er krefjandi. En á Íslandi eru mannréttindi í hávegum höfð og sem betur fer hefur fjöldi þeirra sem fær samþykkta umsókn um alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hérlendis aukist. Alls hafa 699 einstaklingar fengið hér vernd ef horft er til síðasta eina og hálfa árs sem er þó ekki stórt hlutfall af þeim 80 milljónum sem hafa á heimsvísu neyðst til þess að flýja heimili sín. Af þessum 699 nýjum íbúum Íslands hefur 501 sest að í Reykjavík. Gott samstarf ríkis og borgar Reykjavík er eitt þriggja sveitarfélaga á íslandi sem hefur gert samstarfssamning við innanríkisráðuneytið um þjónustu við allt að 220 einstaklinga sem bíða þess að beiðni þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin fyrir. Reykjavíkurborg hefur einnig verið reiðubúin að taka á móti þeim sem íslenska ríkið bíður hingað til lands til að fá vernd eða svo kölluðum kvótaflóttamönnum. Við höfum að sama skapi lýst því yfir í Borgarstjórn að mikilvægt er að jafna stöðu þeirra sem fá boð um að flytja hingað og hinna sem koma af sjálfsdáðum og fá svo samþykkta umsókn. Börnin í brennidepli Sérstök áhersla okkar hefur verið að styðja við börn í leit að alþjóðlega vernd en Birta er nýr stóðdeild fyrir börn sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þessi börn hafa oft upplifað hluti sem fá okkar gætu ímyndað sér og lifað lengi við mikið óöryggi. Hér fá þau markvissan stuðning og gott veganesti til að geta tekið sem fyrst þátt í hefðbundnu skólastarfi. Við erum einnig að útvikka svokallaða Árbæjarmódelið þar sem fjölskyldur sem flytja til borgarinnar fá gott utanumhald til að nýta sér allt það sem borgin hefur upp á bjóða í frístundastarfi barna og unglinga. Betra upphaf en að börnin njóta sín til fulls er ekki hægt að hugsa sér, hvort maður kemur langt að eða bara úr öðru bæjarfélagi. Raunverulegt tækifæri Það er flókið að fóta sig í nýju samfélagi og það er samstarfsverkefni okkar allra að þau sem hingað flytja fái tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það er ábyrgð okkar allra að allir geta njóta sín til fulls í fjölbreyttu samfélagi Um leið og við bjóðum þessa nýju íbúa hjartanlega velkomna þá er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að við veitum þeim eins góða þjónustu í upphafi búsetu hér og kostur er. Þjónustan þarf að vera fjölþætt, einstaklingsmiðuð og taka utanum þarfir hvers og eins þannig að fólk fái raunverulega tækifæri til að verða hluti af samfélagi okkar og láta þar til sín taka. Þar berum við öll ábyrgð og þar er mikilvægt að félagsmálaráðuneytið komi að málum svo öll sveitarfélög geti með sóma tekið þátt í því að þjónusta alla sína nýja íbúa. Allra hagur Við sem samfélag höfum allt að vinna með því að bjóða það fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd velkomið en því fylgir mikil ábyrgð. Reykjavíkurborg vil standa þannig að málum að þau sem hingað flytja fái raunverulegt tækifæri til að taka þátt í okkar samfélagi á sömu forsendum og við sem hér búum fyrir. Það getur verið flókið fyrir fólk að vera virkur þáttakandi í nýju samfélagi en það er jafn mikilvægt fyrir okkur öll að vel takist til því samfélag þar sem allir íbúar taka þátt og geta látið drauma sína rætast er besta samfélagið fyrir okkur öll. Gleymum ekki að fjölbreytni er undirstaða jákvæðrar þróunnar í nútímasamfélagi. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Sabine Leskopf, formaður Fjölmenningarráðs Reykjavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Innflytjendamál Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur lagt sig fram um að taka vel á móti nýjum íbúum og sem betur fer fjölgar Reykvíkingum með ári hverju. Á undanförnum mánuðum hefur facebook síðan Borgin okkar einmitt verið að kynna fjölbreytta framlag innflytjenda í verslunar- og veitingastaðaflórunni borgarinnar. Í þessum hópi er einnig fólk sem kom upphaflega hingað í leit að alþjóðlegri vernd en almennt hefur þeim fjölgað til muna. Samkvæmt Útlendingastofnun er hins vegar staða hópsins erfiðara en áður og flóknara er að hefja nýtt líf þegar efnahagsástandið er krefjandi. En á Íslandi eru mannréttindi í hávegum höfð og sem betur fer hefur fjöldi þeirra sem fær samþykkta umsókn um alþjóðlega vernd eða mannúðarleyfi hérlendis aukist. Alls hafa 699 einstaklingar fengið hér vernd ef horft er til síðasta eina og hálfa árs sem er þó ekki stórt hlutfall af þeim 80 milljónum sem hafa á heimsvísu neyðst til þess að flýja heimili sín. Af þessum 699 nýjum íbúum Íslands hefur 501 sest að í Reykjavík. Gott samstarf ríkis og borgar Reykjavík er eitt þriggja sveitarfélaga á íslandi sem hefur gert samstarfssamning við innanríkisráðuneytið um þjónustu við allt að 220 einstaklinga sem bíða þess að beiðni þeirra um alþjóðlega vernd verði tekin fyrir. Reykjavíkurborg hefur einnig verið reiðubúin að taka á móti þeim sem íslenska ríkið bíður hingað til lands til að fá vernd eða svo kölluðum kvótaflóttamönnum. Við höfum að sama skapi lýst því yfir í Borgarstjórn að mikilvægt er að jafna stöðu þeirra sem fá boð um að flytja hingað og hinna sem koma af sjálfsdáðum og fá svo samþykkta umsókn. Börnin í brennidepli Sérstök áhersla okkar hefur verið að styðja við börn í leit að alþjóðlega vernd en Birta er nýr stóðdeild fyrir börn sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þessi börn hafa oft upplifað hluti sem fá okkar gætu ímyndað sér og lifað lengi við mikið óöryggi. Hér fá þau markvissan stuðning og gott veganesti til að geta tekið sem fyrst þátt í hefðbundnu skólastarfi. Við erum einnig að útvikka svokallaða Árbæjarmódelið þar sem fjölskyldur sem flytja til borgarinnar fá gott utanumhald til að nýta sér allt það sem borgin hefur upp á bjóða í frístundastarfi barna og unglinga. Betra upphaf en að börnin njóta sín til fulls er ekki hægt að hugsa sér, hvort maður kemur langt að eða bara úr öðru bæjarfélagi. Raunverulegt tækifæri Það er flókið að fóta sig í nýju samfélagi og það er samstarfsverkefni okkar allra að þau sem hingað flytja fái tækifæri til að taka þátt í samfélaginu á sínum forsendum. Það er ábyrgð okkar allra að allir geta njóta sín til fulls í fjölbreyttu samfélagi Um leið og við bjóðum þessa nýju íbúa hjartanlega velkomna þá er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að við veitum þeim eins góða þjónustu í upphafi búsetu hér og kostur er. Þjónustan þarf að vera fjölþætt, einstaklingsmiðuð og taka utanum þarfir hvers og eins þannig að fólk fái raunverulega tækifæri til að verða hluti af samfélagi okkar og láta þar til sín taka. Þar berum við öll ábyrgð og þar er mikilvægt að félagsmálaráðuneytið komi að málum svo öll sveitarfélög geti með sóma tekið þátt í því að þjónusta alla sína nýja íbúa. Allra hagur Við sem samfélag höfum allt að vinna með því að bjóða það fólk sem hingað kemur í leit að alþjóðlegri vernd velkomið en því fylgir mikil ábyrgð. Reykjavíkurborg vil standa þannig að málum að þau sem hingað flytja fái raunverulegt tækifæri til að taka þátt í okkar samfélagi á sömu forsendum og við sem hér búum fyrir. Það getur verið flókið fyrir fólk að vera virkur þáttakandi í nýju samfélagi en það er jafn mikilvægt fyrir okkur öll að vel takist til því samfélag þar sem allir íbúar taka þátt og geta látið drauma sína rætast er besta samfélagið fyrir okkur öll. Gleymum ekki að fjölbreytni er undirstaða jákvæðrar þróunnar í nútímasamfélagi. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkur og varaformaður Samfylkingarinnar. Sabine Leskopf, formaður Fjölmenningarráðs Reykjavíkur
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun