Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2020 10:44 Um er að ræða um 1,2 milljón tonn af vatni. EPA/KIMIMASA MAYAMA Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. Síðan þá hefur gífurlegt magn af geislavirku vatni safnast upp en vatn var notrað til að koma í veg fyrir að kjarnaofnar versins bráðnuðu. Til hefur staðið að hleypa vatninu út í Kyrrahafið um nokkuð skeið en heimamenn hafa mótmælt því harðlega. Sjómenn á svæðinu staðhæfa að það muni rústa iðnaði þeirra. Fréttir af þessum deilum bárust einnig í fyrra en nú virðist sem að endanleg ákvörðun hafi verið tekin. Í frétt Reuters segir að búist sé við að ákvörðunin verði tilkynnt seinna í mánuðinum. Í frétt Guardian er vitnað í japanska fjölmiðla um að til standi að byrja að losa vatnið árið 2022 og að það muni taka minnst áratug. Vatninu hefur verið safnað saman í rúmlega þúsund tanka við orkuverið og er um 1,2 milljón tonna að ræða. Þar segir einnig að umhverfisverndarsamtök séu einnig mótfallinn áætluninni. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa sömuleiðis mótmælt henni og segja hana ógna lífríki svæðisins. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sendi sérfræðinga til Fukushima í apríl. Þeir sögðu að áætlun Japan ætti að ganga upp. Sambærilegum aðferðum væri beitt við kjarnorkuver víðsvegar um heiminn. Forsvarsmenn Tokyo Electric, fyrirtækisins sem rak Fukushima, segja að vatnið verði hreinsað af öllum geislavirkum efnum, nema tritíum. Það er vetnisísótópi sem erfitt er að sía úr vatni og er í senn talið tiltölulega meinlaust. Samkvæmt Reuters er tritíum iðulega í vatni sem veitt er úr kjarnorkuverum. Japan Umhverfismál Tengdar fréttir Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. Síðan þá hefur gífurlegt magn af geislavirku vatni safnast upp en vatn var notrað til að koma í veg fyrir að kjarnaofnar versins bráðnuðu. Til hefur staðið að hleypa vatninu út í Kyrrahafið um nokkuð skeið en heimamenn hafa mótmælt því harðlega. Sjómenn á svæðinu staðhæfa að það muni rústa iðnaði þeirra. Fréttir af þessum deilum bárust einnig í fyrra en nú virðist sem að endanleg ákvörðun hafi verið tekin. Í frétt Reuters segir að búist sé við að ákvörðunin verði tilkynnt seinna í mánuðinum. Í frétt Guardian er vitnað í japanska fjölmiðla um að til standi að byrja að losa vatnið árið 2022 og að það muni taka minnst áratug. Vatninu hefur verið safnað saman í rúmlega þúsund tanka við orkuverið og er um 1,2 milljón tonna að ræða. Þar segir einnig að umhverfisverndarsamtök séu einnig mótfallinn áætluninni. Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa sömuleiðis mótmælt henni og segja hana ógna lífríki svæðisins. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin sendi sérfræðinga til Fukushima í apríl. Þeir sögðu að áætlun Japan ætti að ganga upp. Sambærilegum aðferðum væri beitt við kjarnorkuver víðsvegar um heiminn. Forsvarsmenn Tokyo Electric, fyrirtækisins sem rak Fukushima, segja að vatnið verði hreinsað af öllum geislavirkum efnum, nema tritíum. Það er vetnisísótópi sem erfitt er að sía úr vatni og er í senn talið tiltölulega meinlaust. Samkvæmt Reuters er tritíum iðulega í vatni sem veitt er úr kjarnorkuverum.
Japan Umhverfismál Tengdar fréttir Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Sjá meira
Vill að Japanir hætti nýtingu kjarnorku Nýr umhverfisráðherra Japans vill að kjarnaofnum landsins verði lokað til að koma megi í veg fyrir að stórslys á borð við það sem varð í Fukushima árið 2011 endurtaki sig. 12. september 2019 08:15