Lið Stefáns Rafns lá í Portúgal | Abalo snéri aftur til Parísar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2020 20:45 Luc Abalo sneri aftur til Parísar í kvöld. EPA-EFE/GEIR OLSEN Þrír leikir fóru fram í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Ungverska stórliðið Pick Szeged tapaði 19-25 fyrir Porto á útivelli. Þá sneri franska goðsögnin Luc Abalo aftur til Parísar er Elverum heimsótti Paris Saint-Germain. Hornamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með ungverska stórliðinu Pick Szeged er liðið sótti Porto heim í Portúgal. Porto er með einkar sterkt lið og vann á endanum sex marka sigur. Lokatölur 25-19 og ljóst að sóknarleikur ungverska liðsins var ekki til útflutnings í kvöld. Var þetta aðeins annar leikur Pick Szeged í riðlinum en liðið hefur tapað þeim báðum. Porto hefur hins vegar leikið fjóra leiki, unnið tvo og tapað tveimur. Franski hornamaðurinn Luc Abalo var mættur til Parísar er lið hans, Elverum frá Noregi, heimsótti franska stórliðið Paris Saint-Germain í kvöld. Abalo lék með PSG frá 2012 til 2020 þegar hann færði sig óvænt um set til Noregs. Après une belle cérémonie d'hommage pour les 8 saisons de @lucabalo passées au club, on aura désormais notre n°19 toujours avec nous à Coubertin ! #MerciLuc pic.twitter.com/MAsg22Hyml— PSG Handball (@psghand) October 15, 2020 Hinn 36 ára gamli Abalo skoraði fjögur mörk fyrir Elverum en PSG voru töluvert sterkari aðilinn í kvöld. Danska skyttan Mikkel Hansen var markahæstur hjá PSG með átta mörk og fór það svo að franska liðið vann sex marka sigur, lokatölur 35-29. Var þetta fyrsti sigur PSG í þremur leikjum í keppninni. Elverum hefur einnig unnið einn leik af þremur. Þá vann Vardar góðan fimm marka sigur á Flensburg á heimavelli. Lokatölur í Norður-Makedóníu 31-26 Vardar í vil. Var þetta fyrsta tap Flensburg sem er í 2. sæti A-riðils með þrjá sigra í fjórum leikjum. Vardar hefur nú unnið einn og tapað einum af þeim tveimur leikjum sem liðið hefur leikið. Handbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sjá meira
Þrír leikir fóru fram í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. Ungverska stórliðið Pick Szeged tapaði 19-25 fyrir Porto á útivelli. Þá sneri franska goðsögnin Luc Abalo aftur til Parísar er Elverum heimsótti Paris Saint-Germain. Hornamaðurinn Stefán Rafn Sigurmannsson lék ekki með ungverska stórliðinu Pick Szeged er liðið sótti Porto heim í Portúgal. Porto er með einkar sterkt lið og vann á endanum sex marka sigur. Lokatölur 25-19 og ljóst að sóknarleikur ungverska liðsins var ekki til útflutnings í kvöld. Var þetta aðeins annar leikur Pick Szeged í riðlinum en liðið hefur tapað þeim báðum. Porto hefur hins vegar leikið fjóra leiki, unnið tvo og tapað tveimur. Franski hornamaðurinn Luc Abalo var mættur til Parísar er lið hans, Elverum frá Noregi, heimsótti franska stórliðið Paris Saint-Germain í kvöld. Abalo lék með PSG frá 2012 til 2020 þegar hann færði sig óvænt um set til Noregs. Après une belle cérémonie d'hommage pour les 8 saisons de @lucabalo passées au club, on aura désormais notre n°19 toujours avec nous à Coubertin ! #MerciLuc pic.twitter.com/MAsg22Hyml— PSG Handball (@psghand) October 15, 2020 Hinn 36 ára gamli Abalo skoraði fjögur mörk fyrir Elverum en PSG voru töluvert sterkari aðilinn í kvöld. Danska skyttan Mikkel Hansen var markahæstur hjá PSG með átta mörk og fór það svo að franska liðið vann sex marka sigur, lokatölur 35-29. Var þetta fyrsti sigur PSG í þremur leikjum í keppninni. Elverum hefur einnig unnið einn leik af þremur. Þá vann Vardar góðan fimm marka sigur á Flensburg á heimavelli. Lokatölur í Norður-Makedóníu 31-26 Vardar í vil. Var þetta fyrsta tap Flensburg sem er í 2. sæti A-riðils með þrjá sigra í fjórum leikjum. Vardar hefur nú unnið einn og tapað einum af þeim tveimur leikjum sem liðið hefur leikið.
Handbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leik lokið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sjá meira