Segir af og frá að Rooney taki við Derby Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. október 2020 23:00 Wayne Rooney verður ekki þjálfari Derby County. ekki strax allavega. EPA-EFE/PETER POWELL Fyrr í dag fóru að kvisast út orðrómar þess efnis að staða Philip Cocu sem þjálfara Derby County í ensku B-deildinni væri í hættu. Liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar. Sá kom í síðustu umferð er liðið lagði Norwich City 1-0 á Carrow Road, heimavelli síðarnefnda liðsins. Hinn 49 ára gamli Cocu hefur átt undir högg að sækja allt síðan hann tók við þjálfarastöðunni hjá Derby á síðustu leiktíð og í dag fóru orðrómar á kreik um að Wayne Rooney, leikmaður liðsins sem er einnig hluti af þjálfarateyminu, gæti tekið við af Cocu. Mel Morris, eigandi félagsins, blés á slíkar sögusagnir í dag. „Hann er undir álagi en hún kemur frá honum sjálfum, ekki okkur,“ sagði eigandinn um álagið sem er á þjálfara liðsins. „Ég hef verið í þessum aðstæðum áður þar sem úrslitin eru slæm. Það er góður skilningur okkar á milli og við vitum af hverju hlutirnir hafa ekki fallið með okkur. Við erum öruggir um að áætlanir okkar muni snúa hlutunum við fyrr heldur en seinna.“ „Við höfum ekki einu sinni íhugað að eiga þær umræður,“ var svar Morris varðandi hinn 34 ára gamla Rooney sem þjálfara. „Það er landsleikjahlé og slúðurmiðlarnir gera hvað sem þeir geta til að fá athygli. Wayne Rooney er stórt nafn og er það eflaust eina ástæðan fyrir að þetta kom upp,“ sagði eigandi Derby að lokum. Derby County getur unnið sinn annan leik í röð er Watford heimsækir Pride Park annað kvöld. Hefst leikurinn klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Fyrr í dag fóru að kvisast út orðrómar þess efnis að staða Philip Cocu sem þjálfara Derby County í ensku B-deildinni væri í hættu. Liðið hefur aðeins unnið einn leik í fyrstu fjórum umferðum deildarinnar. Sá kom í síðustu umferð er liðið lagði Norwich City 1-0 á Carrow Road, heimavelli síðarnefnda liðsins. Hinn 49 ára gamli Cocu hefur átt undir högg að sækja allt síðan hann tók við þjálfarastöðunni hjá Derby á síðustu leiktíð og í dag fóru orðrómar á kreik um að Wayne Rooney, leikmaður liðsins sem er einnig hluti af þjálfarateyminu, gæti tekið við af Cocu. Mel Morris, eigandi félagsins, blés á slíkar sögusagnir í dag. „Hann er undir álagi en hún kemur frá honum sjálfum, ekki okkur,“ sagði eigandinn um álagið sem er á þjálfara liðsins. „Ég hef verið í þessum aðstæðum áður þar sem úrslitin eru slæm. Það er góður skilningur okkar á milli og við vitum af hverju hlutirnir hafa ekki fallið með okkur. Við erum öruggir um að áætlanir okkar muni snúa hlutunum við fyrr heldur en seinna.“ „Við höfum ekki einu sinni íhugað að eiga þær umræður,“ var svar Morris varðandi hinn 34 ára gamla Rooney sem þjálfara. „Það er landsleikjahlé og slúðurmiðlarnir gera hvað sem þeir geta til að fá athygli. Wayne Rooney er stórt nafn og er það eflaust eina ástæðan fyrir að þetta kom upp,“ sagði eigandi Derby að lokum. Derby County getur unnið sinn annan leik í röð er Watford heimsækir Pride Park annað kvöld. Hefst leikurinn klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira