Twitter lokaði á reikning Trump-framboðsins tímabundið Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2020 18:07 Twitter hefur tekið upplýsingafals Trump forseta á miðlinum fastari tökum upp á síðkastið. Nú var það Twitter-reikningur framboðs hans sem fékk að kenna á refsivendi samfélagsmiðilsins. Vísir/Getty Aðgangi framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Twitter var lokað tímabundið eftir að það deildi myndbandi um Joe Biden, mótframbjóðanda forsetans, sem stjórnendur Twitter töldu brjóta notendaskilmála miðilsins. Trump hótar Twitter málaferlum og repúblikanar á þingi vilja kalla forstjóra fyrirtækisins fyrir þingnefnd. Myndbandið sem Trump-framboðið deildi vísaði til umdeildrar umfjöllunar götublaðsins New York Post með ásökunum á hendur Biden og syni hans Hunter frá því í gær. Yfirskrift myndbandsins var „Joe Biden er lygari sem hefur verið að ræna landið okkar um árabil“. Aðgangi Kayleigh McEnany, blaðafulltrúa Hvíta hússins, var einnig lokað tímabundið eftir að hún deildi frétt blaðsins. Twitter taldi myndbandið stríða gegn reglum um birtingu á illa fengnum upplýsingum og benti á að framboðið gæti þurft að eyða því til að geta haldið áfram að deila efni á miðlinum. Fyrirtækið dró síðar í land og opnaði aftur fyrir aðgang framboðsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Facebook greip einnig til aðgerða til þess að hægja á útbreiðslu fréttar New York Post í gær. Sagði talsmaður fyrirtækisins að það væri gert til þess að gefa staðreyndavökturum færi á að fara yfir sannleiksgildi hennar sem veruleg spurningarmerki hafa verið sett við. Trump sagði búast við meiriháttar málaferlum og virtist boða einhvers konar aðgerðir gegn Twitter þegar hann var spurður út í uppákomuna í dag. „Það eru hlutir sem geta gerst sem eru mjög alvarlegir sem ég vil heldur að gerist ekki en þeir verða líklega að gera það,“ sagði Trump, myrkur í máli. Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem repúblikanar stýra ætlar að greiða atkvæði um að stefna Jack Dorsey, forstjóra Twitter, til að bera vitni strax í næstu viku. Dorsey viðurkenndi í gær að Twitter hefði ekki staðið sig vel í að gera grein fyrir aðgerðum sínum og að það hefði ekki verið ásættanlegt að koma í veg fyrir að notendur deildu vefslóð á fréttina án skýringa. Donald Trump Twitter Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14. október 2020 21:14 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Aðgangi framboðs Donalds Trump Bandaríkjaforseta á samfélagsmiðlinum Twitter var lokað tímabundið eftir að það deildi myndbandi um Joe Biden, mótframbjóðanda forsetans, sem stjórnendur Twitter töldu brjóta notendaskilmála miðilsins. Trump hótar Twitter málaferlum og repúblikanar á þingi vilja kalla forstjóra fyrirtækisins fyrir þingnefnd. Myndbandið sem Trump-framboðið deildi vísaði til umdeildrar umfjöllunar götublaðsins New York Post með ásökunum á hendur Biden og syni hans Hunter frá því í gær. Yfirskrift myndbandsins var „Joe Biden er lygari sem hefur verið að ræna landið okkar um árabil“. Aðgangi Kayleigh McEnany, blaðafulltrúa Hvíta hússins, var einnig lokað tímabundið eftir að hún deildi frétt blaðsins. Twitter taldi myndbandið stríða gegn reglum um birtingu á illa fengnum upplýsingum og benti á að framboðið gæti þurft að eyða því til að geta haldið áfram að deila efni á miðlinum. Fyrirtækið dró síðar í land og opnaði aftur fyrir aðgang framboðsins, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Facebook greip einnig til aðgerða til þess að hægja á útbreiðslu fréttar New York Post í gær. Sagði talsmaður fyrirtækisins að það væri gert til þess að gefa staðreyndavökturum færi á að fara yfir sannleiksgildi hennar sem veruleg spurningarmerki hafa verið sett við. Trump sagði búast við meiriháttar málaferlum og virtist boða einhvers konar aðgerðir gegn Twitter þegar hann var spurður út í uppákomuna í dag. „Það eru hlutir sem geta gerst sem eru mjög alvarlegir sem ég vil heldur að gerist ekki en þeir verða líklega að gera það,“ sagði Trump, myrkur í máli. Dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings sem repúblikanar stýra ætlar að greiða atkvæði um að stefna Jack Dorsey, forstjóra Twitter, til að bera vitni strax í næstu viku. Dorsey viðurkenndi í gær að Twitter hefði ekki staðið sig vel í að gera grein fyrir aðgerðum sínum og að það hefði ekki verið ásættanlegt að koma í veg fyrir að notendur deildu vefslóð á fréttina án skýringa.
Donald Trump Twitter Forsetakosningar í Bandaríkjunum Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14. október 2020 21:14 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Facebook og Twitter skipta sér af vafasamri frétt um Biden Samfélagsmiðlarisarnir Facebook og Twitter takmörkuðu deilingar á vafasamri frétt bandarísks götublaðs um Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, í dag. Talsmaður Facebook segir miðilinn hægja á dreifingu fréttarinnar á meðan staðreyndavaktarar meti sannleiksgildi hennar. 14. október 2020 21:14