Opna rafræna allsherjargátt vegna ofbeldis Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2020 12:21 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sameiginleg rafræn gátt fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur ofbeldis var formlega tekin í notkun í dag. Vef 112 hefur þar með verið breytt í allsherjar upplýsingatorg um allt sem viðkemur ofbeldi. Ríkislögreglustjóri sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Þá verður einnig opnað á beint samtal við neyðarverði í netspjalli 112. Með þessu er leitast við að einfalda ferli við að leita sér aðstoðar og bjóða upp á úrræði til lausnar. Rafræna gáttin er ein af megintillögunum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi, skipað af félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra, setti fram. Teymið var skipað til að stýra og samræma aðgerðir gegn ofbeldi á tímum efnahagsþrenginga og áfalla. Teyminu er stýrt af Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Eygló Harðardóttur. Jafnframt hefur Neyðarlínunni verið falið að skipuleggja vitundarvakningu um ofbeldi í samfélaginu þar sem fólk er hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar hjá 112. Verkefninu var hrundið af stað fyrir tíu vikum og mun þróun gáttarinnar halda áfram. Bætt verður við greiningartóli sem hjálpar fólki að átta sig á hvort um ofbeldi sé að ræða og það leitt beint að viðeigandi úrræðum. Unnið er að því að þýða síðuna á ensku og pólsku. Haft er eftir Þórhalli Ólafssyni framkvæmdarstjóra Neyðarlínunnar í tilkynningu að einnig verði þróað áfram döff-smáforrit 112, þannig að 112 verði sem aðgengilegust öllum. Sigríður Björk sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað um 15% og tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgað um 14%, samanborið við meðaltal ársins 2019. Hún sagði að það gætu verið þung skref að leita sér hjálpar vegna heimilisofbeldis. Margir veigri sér við að hringja í 112 nema vegna mikils líkamslegs skaða, sem þó væri bara ein birting ofbeldisins. „Sumir þora ekki að leita sér aðstoðar vegna sinna aðstæðna og enn aðrir telja það kannski of seint að komast út úr aðstæðum sem þeir hafa verið í í mörg ár. Og í þessu sambandi má rifja upp þessi alvarlegu mál sem komu upp á fyrri hluta þessa árs,“ sagði Sigríður Björk, og vísaði þar til tveggja mála þar sem konum var ráðinn bani á heimili sínu, annarri í Sandgerði og hinni í Hafnarfirði. Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Sameiginleg rafræn gátt fyrir þolendur, gerendur og aðstandendur ofbeldis var formlega tekin í notkun í dag. Vef 112 hefur þar með verið breytt í allsherjar upplýsingatorg um allt sem viðkemur ofbeldi. Ríkislögreglustjóri sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Þá verður einnig opnað á beint samtal við neyðarverði í netspjalli 112. Með þessu er leitast við að einfalda ferli við að leita sér aðstoðar og bjóða upp á úrræði til lausnar. Rafræna gáttin er ein af megintillögunum sem aðgerðateymi gegn ofbeldi, skipað af félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra, setti fram. Teymið var skipað til að stýra og samræma aðgerðir gegn ofbeldi á tímum efnahagsþrenginga og áfalla. Teyminu er stýrt af Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og Eygló Harðardóttur. Jafnframt hefur Neyðarlínunni verið falið að skipuleggja vitundarvakningu um ofbeldi í samfélaginu þar sem fólk er hvatt til að segja frá ofbeldi og leita aðstoðar hjá 112. Verkefninu var hrundið af stað fyrir tíu vikum og mun þróun gáttarinnar halda áfram. Bætt verður við greiningartóli sem hjálpar fólki að átta sig á hvort um ofbeldi sé að ræða og það leitt beint að viðeigandi úrræðum. Unnið er að því að þýða síðuna á ensku og pólsku. Haft er eftir Þórhalli Ólafssyni framkvæmdarstjóra Neyðarlínunnar í tilkynningu að einnig verði þróað áfram döff-smáforrit 112, þannig að 112 verði sem aðgengilegust öllum. Sigríður Björk sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að aukin hætta væri á ofbeldi á tímum áfalla líkt og í kórónuveirufaraldrinum nú. Tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað um 15% og tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgað um 14%, samanborið við meðaltal ársins 2019. Hún sagði að það gætu verið þung skref að leita sér hjálpar vegna heimilisofbeldis. Margir veigri sér við að hringja í 112 nema vegna mikils líkamslegs skaða, sem þó væri bara ein birting ofbeldisins. „Sumir þora ekki að leita sér aðstoðar vegna sinna aðstæðna og enn aðrir telja það kannski of seint að komast út úr aðstæðum sem þeir hafa verið í í mörg ár. Og í þessu sambandi má rifja upp þessi alvarlegu mál sem komu upp á fyrri hluta þessa árs,“ sagði Sigríður Björk, og vísaði þar til tveggja mála þar sem konum var ráðinn bani á heimili sínu, annarri í Sandgerði og hinni í Hafnarfirði.
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira