Borgin sýknuð af kröfu kennara sem vildi ekki hætta vegna aldurs Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2020 18:58 Kennarinn starfaði við Breiðholtsskóla og óskaði eftir því að halda áfram störfum eftir sjötugt. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg var sýknuð af skaðabótakröfu grunnskólakennara sem var gert að hætta störfum vegna aldurs í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Kennarinn byggði meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings um starfslok við sjötugsaldur brytu gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Skólastjóri Breiðholtsskóla hafnaði ósk konu sem starfaði sem sérkennari um að fá að halda áfram störfum eftir sjötugt þrátt fyrir að kveðið væri á um starfslok kennara við sjötugt í kjarasamningi grunnskólakennara í maí í fyrra. Konunni var því tilkynnt um starfslok í ágúst. Konan höfðaði þá mál og krafðist aðallega að ákvörðunin um starfslok hennar yrði ógilt. Héraðsdómur vísaði þeirri kröfu frá í apríl og ákvað konan að una úrskurðinum. Hún krafðist þess áfram að skaðabótaskylda borgarinnar gagnvart henni vegna tjóns sem leiddi af uppsögninni yrði viðurkennd. Vildi hún að borgin greiddi henni eina og hálfa milljón krónur. Reisti kennarinn mál sitt meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara um að starfsmenn láti af starfi þegar þeir eru fullra 70 ára að aldri væri ólögmætt. Það bryti gegn æðri réttindum konunnar sem væru tryggð í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvörðunin um að segja henni upp störfum væri inngrip í eignarrétt og atvinnufrelsi hennar. Á þau rök féllst héraðsdómur ekki. Ekki væri hægt að líta fram hjá dómaframkvæmd Hæstaréttar um að lagaákvæði um hámarksaldur feli ekki í sér brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar eða jafnræðisreglu. Stéttarfélag kennarans hafi samið um ákvæðið í umboði félagsmanna sinna og hafi til þess stjórnarskrárverndaðan rétt. Kennarinn hafi ekki gert ágreining um að kjarasamningurinn skyldi gilda um starfskjör hennar og þar sem hún skrifaði undir ráðningarsamning hafi hann ekki átt réttmætar væntingar um lengri starfsaldur. Sýknaði dómurinn því Reykjavíkurborg af kröfu konunnar um greiðslu miskabóta og viðurkenningu á bótaskyldu. Ákveðið var að fella niður málskostnað í ljósi atvika málsins, sérstaklega þar sem í því hafi reynt á lagareglur sem ekki hafi áður reynt á fyrir íslenskum dómstólum. Dómsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Reykjavíkurborg var sýknuð af skaðabótakröfu grunnskólakennara sem var gert að hætta störfum vegna aldurs í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Kennarinn byggði meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings um starfslok við sjötugsaldur brytu gegn stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Skólastjóri Breiðholtsskóla hafnaði ósk konu sem starfaði sem sérkennari um að fá að halda áfram störfum eftir sjötugt þrátt fyrir að kveðið væri á um starfslok kennara við sjötugt í kjarasamningi grunnskólakennara í maí í fyrra. Konunni var því tilkynnt um starfslok í ágúst. Konan höfðaði þá mál og krafðist aðallega að ákvörðunin um starfslok hennar yrði ógilt. Héraðsdómur vísaði þeirri kröfu frá í apríl og ákvað konan að una úrskurðinum. Hún krafðist þess áfram að skaðabótaskylda borgarinnar gagnvart henni vegna tjóns sem leiddi af uppsögninni yrði viðurkennd. Vildi hún að borgin greiddi henni eina og hálfa milljón krónur. Reisti kennarinn mál sitt meðal annars á því að ákvæði kjarasamnings Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara um að starfsmenn láti af starfi þegar þeir eru fullra 70 ára að aldri væri ólögmætt. Það bryti gegn æðri réttindum konunnar sem væru tryggð í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvörðunin um að segja henni upp störfum væri inngrip í eignarrétt og atvinnufrelsi hennar. Á þau rök féllst héraðsdómur ekki. Ekki væri hægt að líta fram hjá dómaframkvæmd Hæstaréttar um að lagaákvæði um hámarksaldur feli ekki í sér brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar eða jafnræðisreglu. Stéttarfélag kennarans hafi samið um ákvæðið í umboði félagsmanna sinna og hafi til þess stjórnarskrárverndaðan rétt. Kennarinn hafi ekki gert ágreining um að kjarasamningurinn skyldi gilda um starfskjör hennar og þar sem hún skrifaði undir ráðningarsamning hafi hann ekki átt réttmætar væntingar um lengri starfsaldur. Sýknaði dómurinn því Reykjavíkurborg af kröfu konunnar um greiðslu miskabóta og viðurkenningu á bótaskyldu. Ákveðið var að fella niður málskostnað í ljósi atvika málsins, sérstaklega þar sem í því hafi reynt á lagareglur sem ekki hafi áður reynt á fyrir íslenskum dómstólum.
Dómsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Eldri borgarar Vinnumarkaður Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira